Sigmundur Davíð og félagar - látið reyna á ofbeldið

Mér sýnist það vera að koma betur og betur í ljós, að markmið Sigmundar Davíðs með málþófinu, sem nú hefur staðið á aðra viku, er einfaldlega það að láta reyna á hversu langt hægt er að komast með ofbeldi.

Þegar málið var til umfjöllunar í nefndum þingsins létu Sigmundur og félagar ekki sjá sig. Þegar sérfræðingar mættu til að svara spurningum um málið lét þetta fólk ekki sjá sig.

Nú reyna þau að réttlæta málþófið með því að nýir fletir séu að koma fram. En þegar spurt er hverjir þessir fletir séu verður auðvitað fátt um svör, enda allt fletir sem löngu er búið að ræða í nefndum þingsins.

Fjórir stjórnarandstöðuflokkar lögðu til í gær að málþófinu yrði ýtt aftast á dagskrá þingsins. Ef verið væri að eiga við heiðarlegt og sanngjarnt fólk ætti auðvitað að vera hægt að komast að samkomulagi um það. Þingforseti hafnaði hins vegar strax þessari tillögu. Hvers vegna? Auðvitað vegna þess að hann veit að yrði þetta gert myndu Sigmundur og félagar bara taka eitthvert annað mál í gíslingu og hefja málþóf um það.

Þetta fólk hefur orðið sér til skammar, sum þeirra oftar en einu sinni. Þau telja sig ekki hafa neinu að tapa. Rúin trausti kjósenda og samstarfsmanna á þinginu er ofbeldið þeirra eina von.

 


mbl.is Minni spámenn breyti efasemdum í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnir hversu brenglaður málflutningurinn er

Málflutningur þeirra sem hamast gegn þriðja orkupakkanum gengur að stórum hluta út á að samþykkt hans auðveldi eða jafnvel tryggi að sæstrengur verði lagður milli Íslands og Evrópu. Eins og Arnar bendir á hefur möguleg skylda til að leyfa lagningu slíks strengs nákvæmlega ekkert með þriðja orkupakkann að gera - sé hún til staðar er hún þegar til staðar, einfaldlega vegna ákvæða í EES samningnum sjálfum.

Það eina sem breytist hvað þetta varðar er að fyrirvari um samþykki Alþingis gerir það örðugra, ekki auðveldara, að koma í gegn lagningu sæstrengs.

Þetta held ég að allir skilji sem vilja skilja það.


mbl.is Fyrirvararnir hindra ekki málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra sjálfa sig fyrir málþóf

Þar kom að því: Miðflokksmenn, ásamt taglhnýtingum sínum, hafa nú kært sjálfa sig fyrir málþóf.

Hvað myndi Helgi Tómasson nú gera, sá sem lýsti Hriflu-Jónas klikkaðan á sínum tíma, væri hann á lífi?


mbl.is Leggja fram kæru vegna málþófsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu bulli?

Það liggur fyrir að þessi fáránlegu ræðuhöld breyta engu um afgreiðslu málsins?

Hvert er þá markmiðið með þessari vitleysu?

 


mbl.is Einar Ben á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir hún ekki að kæra?

Sú afsökun þessarar þingkonuómyndar að hún geti ekki kært vinnufélaga sinn til lögreglu vegna þess að hún situr á þingi sýnir auðvitað bara hversu yfirgengilega heimsk manneskjan er. Og þarf engum að koma á óvart.

Ef brotist yrði inn hjá henni, myndi hún þá ekki hringja á lögregluna og kæra innbrotið, vegna þess að hún situr á þingi?

Hversu skyni skroppinn er eiginlega hægt að vera?

Hún þorir auðvitað bara ekki að kæra, því hún veit að slík kæra leiðir ekki til neins. 


mbl.is Til greina komi að kæra brot Ásmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglivert að skoða fréttaflutninginn

Ég sá þessa frétt fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Þar er uppistaða fréttarinnar langt viðtal við hinn brotlega þingmann. Það er ekki einu sinni sagt hreint út að þetta sé niðurstaða siðanefndarinnar heldur að þingmaðurinn sé "sagður hafa gerst brotlegur". Svona svipað og þegar fluttar eru fréttir af dómsmáli og efni fréttarinnar er viðtal við þann dæmda, ekki greint frá því að hann hafi verið sakfelldur heldur að hann "sé sagður hafa" brotið af sér, og allar afsakanir hans tíundaðar. Það er þannig sem Fréttablaðið flytur fréttir af opinberum dómsmálum, ekki satt?

Frétt Stundarinnar er af svipuðum toga, en meiri áhersla lögð á einhver aukaatriði og hvað ekki var rannsakað en á efni þessa máls. "Fréttin" snýst sumsé um að reyna að gera þann sem kærði grunsamlegan. Það kemur ekki í óvart, enda er Stundin alls ekki fréttamiðill heldur áróðursmiðill.

Fréttin hér, á mbl.is fjallar heldur ekki um niðurstöðuna. Kærubréfið er bara birt. Það er líka þannig sem mbl.is fjallar um dómsmál yfirleitt, geri ég ráð fyrir: Ekki er fjallað um niðurstöðuna eða rökin að baki henni, heldur er ákæruskjalið bara birt. 

Eini miðillinn sem virðist hafa náð að flytja óbrenglaða frétt um þetta mál er Kjarninn. Þar er gerð grein fyrir ummælunum, gerð grein fyrir kærunni, og fyrir niðurstöðu siðanefndarinnar og hvers vegna hún var þessi.


mbl.is Telur Þórhildi Sunnu brotlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpstæður ágreiningur

Það er ljóst að sú almenna sátt sem verið hefur um fyrirkomulag fóstureyðinga hefur nú verið rofin. Þriðjungur þjóðarinnar er andvígur frumvarpinu sem samþykkt var í gær.

Afar lítil umræða hefur átt sér stað um málið á opinberum vettvangi og að því marki sem hún hefur átt sér stað hefur hún mestan part falist í að koma á framfæri áróðri fyrir málinu. Það á jafnt við um RÚV, Stöð 2 og Fréttablaðið. Siðferðilegu sjónarmiðin hafa nánast ekkert verið rædd og jafnvel áliti Siðfræðistofnunar HÍ er stungið undir stól.

Sáttin hefur verið rofin með þessu máli.

Hvað gerist næst?


mbl.is Rúmlega helmingur fylgjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málflutningurinn segir það sem segja þarf

Þegar málflutningur þingmanns gagnvart alvarlegu siðferðilegu álitamáli snýst um það eitt að forðast málefnalega umræðu, en reyna þess í stað að gera lítið úr þeim sem meðhöndla vilja málið af þeirri alvöru sem því ber, segir það aðeins eitt: Slíkum þingmanni er ekki treystandi til að taka ákvarðanir um slíkt mál!

Ég hugsa að þingið eigi eftir að bíta úr nálinni með þetta mál. Hér er gengið svo freklega gegn siðferðisvitund almennings að annað eins hefur sjaldan sést. Álit aðila á borð við Siðfræðistofnun HÍ er hunsað, tilraunir annarra þingmanna til að koma málinu í skynsamlegri farveg eru hunsaðar, og svo er vaðið fram með svo fordæmalaust og ábyrgðarlaust heimskuþvaður að manni blöskrar.

Það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði upphafið að djúpstæðum og langvinnum deilum um fóstureyðingar í samfélagi okkar.


mbl.is Kristján ekki á fermingaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða þetta málalokin?

Álitamálið um réttmæti fóstureyðinga snýst um eina spurningu, og aðeins eina: Hvenær er fóstur orðið persóna sem eigna verður réttindi sem slíkri?

Allar aðrar spurningar um málið koma á eftir þessari og eru í raun marklausar fyrr en henni hefur verið svarað.

Með þeirri breytingu sem nú er boðuð verða fóstureyðingar heimilar á tímapunkti þar sem ég hugsa að flestir, sem ekki halda fyrir eyrun þegar siðferðisspurninga er spurt, meti það sem svo að umtalsverðar líkur séu á því að fóstrið sé orðið persóna, og fóstureyðingin því manndráp.

Það er væntanlega af þessum sökum sem andstaða við frumvarpið virðist umtalsverð meðal almennings. Og svo virðist sem margir þingmenn styðji málið með óbragð í munni. Sumir stjórnarþingmenn sitja hjá, sem er mjög óvenjulegt ef um stjórnarfrumvarp er að ræða. Tilraunir stuðningsmannanna til að hnýta efasemdir og andstöðu við trúarbrögð eða andstöðu við réttindi kvenna eru nokkuð bersýnilega andvana fæddar. Það eru nefnilega viss takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga gegn samvisku fólks með því að reyna að skauta framhjá siðferðilegum spurningum. Jafnvel Siðfræðistofnun HÍ, sem yfirleitt forðast að taka afgerandi afstöðu til siðferðilegra álitaefna, setur fram sterkar efasemdir um að rétt sé að ljúka þessu máli nú án vitrænnar og víðtækrar umræðu í samfélaginu.

Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort samþykkt þessa frumvarps verði einhver málalok?

Eða má ætla að þetta mál verði fremur upphaf nýrrar umræðu um siðferðilegar forsendur fóstureyðinga, jafnvel þar sem róttækari spurninga verði spurt en um tvær eða fjórar vikur til eða frá?

Mun nýtt frumvarp um málið kannski koma fram á næsta þingi?

Að lokum velti ég fyrir mér hvert þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa einhvern siðferðilegan áttavita, muni beina atkvæði sínu í næstu kosningum? Það verður forvitnilegt að sjá.

 


mbl.is Þungunarrof á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ari Trausti um orkumálin

Ari Trausti Guðmundsson birti vandaða og ítarlega grein á vef Kjarnans í dag þar sem hann fjallar um þýðingu þriðja orkupakkans og skýrir hvað í honum felst.

Þegar málflutningur sumra þeirra sem gala hæst í, að því er virðist, heilögu stríði gegn þessu máli, er borinn saman við yfirvegaðan og rökfastan málflutning þingmannsins, sést hversu fjarstæðukenndir órar hinna fyrrnefndu eru.

https://kjarninn.is/skodun/2019-04-30-orkan-er-okkar/

"Hvorki ESA né ESB getur þvingað fram gerð og lagn­ingu sæstrengs eða lagn­ingu raf­lína frá nýjum virkj­unum eða eldri virkj­unum sem allt í einu myndu fram­leiða orku á lausu af því t.d. álver lok­ar. Hvergi í reglu­gerð um ACER stendur neitt í þessa veru og þarf vel pælda útúr­snún­inga til þess að láta líta svo út að ESB hafi vald til það skikka Ísland til að selja 1.000 MW til meg­in­lands­ins. "

...

"Án sæstrengs veldur 3. orku­pakk­inn því að raf­orku­eft­ir­lit Orku­stofn­unar verður skilið frá henni. Ný eft­ir­lits­stofnun lítur þá til með við­skiptum inn­an­lands með raf­orku en ekki til útlanda, fylgir evr­ópskum neyt­enda­reglum og veldur auknu gegn­sæi á þessum sama mark­aði. Verið er að auka sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­unar með orku­sölu. Orku­stofnun að öðru leyti breyt­ist ekki og sú stað­hæf­ing að „verið sé að veita ESB vald yfir Orku­stofn­un“ er öfug­mæli."

...

"Ég tel mik­il­vægt að sem flestir sjái í gegnum mála­til­búnað og rang­færslur helstu tals­manna gegn 3. orku­pakk­an­um. Orku­auð­lindir okkar eru ekki í hættu. Þær geta orðið það, en þá af öðrum, nú óþekkt­um, orsök­um. Afgreiðsla rík­is­stjórn­ar­innar jafn­gildir ekki útsölu­til­boði á raf­orku, heldur ábyrgri afgreiðslu EES-­gerðar sem varðar okkur miklu um eðli­leg sam­skipti við umheim­inn. Hér á landi er ekki meiri­hluta­vilji fyrir upp­sögn EES-­samn­ings­ins eða umsókn um aðild að ESB."

 


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 287315

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband