Popúlisminn í hnotskurn

Það er dæmigert fyrir popúlista á borð við Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór að bregðast við málefnalegum rökum með persónulegu skítkasti, útúrsnúningum og ósannindum. Málflutningurinn gengur út á að höfða til tilfinninga en forðast málefnalega umræðu eins og heitan eldinn. Þetta er popúlisminn í hnotskurn.


mbl.is Vegið að æru föður Þorsteins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump slær tvær flugur í einu höggi

Með þessu hefur Trump annars vegar komið því skýrt á framfæri að hann taki sjálfur ákvarðanir af þessum toga og hins vegar að honum sé ekki sama um mannslíf, jafnvel þótt um líf hermanna andstæðingsins sé að ræða.

 


mbl.is Hætti við 10 mínútum fyrir árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raðað á jötuna?

Rökin fyrir þessu eru í skötulíki. Það er erfitt að trúa því að breyting á vaxtaviðmiði, sem hækkar örlítið vexti á tilteknum lánum og lækkar þá örlítið á öðrum sé hin raunverulega ástæða þessa einkennilega upphlaups.

Það er líka erfitt að trúa því að stjórnendur VR átti sig ekki á því að frumskylda lífeyrissjóðs er að ávaxta fé þeirra sem eiga í sjóðnum. Hluti þess er að taka tillit til markaðs- og samkeppnisaðstæðna við vaxtaákvarðanir.

Líklegra er að um vinahygli sé að ræða - verið sé að launa einhverja greiða. Og það er dálítið alvarlegt mál ef svo er.


mbl.is Samþykktu að afturkalla umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40% vilja undanþágu, ekki 60%

Það er alltaf frekar sorglegt þegar reynt er að afvegaleiða lesendur með fölskum fyrirsögnum. Þegar fréttin er lesin kemur í ljós að 40% aðspurðra eru á móti orkupakkanum. Hinum 60% er annað hvort sama eða styðja hann.


mbl.is 61,25% vilja undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn?

Hver er munurinn á þessu tvennu?

Að virkja hér meira og minna allt sem hægt er að virkja, niðurgreitt ef með þarf, til að selja orkuna erlendum stórfyrirtækjum á eða undir kostnaðarverði, sem síðan komast undan skattlagningu með því að breyta öllum hagnaði í vaxtagreiðslur til móðurfélaga.

Að virkja hér meira og minna allt sem hægt er að virkja til að selja orkuna á markaðsverði um sæstreng til landa þar sem markaðsverð orku er umtalsvert hærra en hér?

Munurinn er sá, að fyrri kostinn hafa íslenskir stjórnmálamenn valið og hindrað þannig eðlilega arðsemi af orkuframleiðslu. Síðari kosturinn stendur ekki til boða nema einhver fjárfestir leggi tugi eða hundruð milljarða í gerð sæstrengs og takist með einhverjum töfrabrögðum að fá íslenska stjórnmálamenn til að selja sér orkuna á markaðsverði fremur en að halda áfram að selja hana á undirverði til erlendu auðhringanna. Í ljósi sögunnar er afar ólíklegt að þetta gerist.

 


mbl.is Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers er þingið?

Maður veltir því alvarlega fyrir sér hvaða tilgang Alþingi hefur. Þinginu er ætlað að fara með löggjafarvaldið, en í raun er það ríkisstjórnin sem fer með það. Frumvörp eru útbúin í ráðuneytum og yfirleitt samþykkt óbreytt eða lítið breytt af þinginu. Miðað við þær fréttir sem berast af Alþingi virðist meginverkefni þess vera að rífast um þingsköp og fundarstjórn forseta og reyna að leysa úr klemmum sem upp koma vegna þess að þingsköpin virka ekki þegar einhverjir þingmenn eru nógu óforskammaðir til að taka mál í gíslingu.

Er ekki bara réttast að leggja Alþingi niður, en setja þess í stað á fót nefnd nokkurra lögfræðinga til að yfirfara og betrumbæta frumvörpin sem koma frá ráðuneytunum? Kjósa svo einfaldlega pólitískan forseta líkt og í Bandaríkjunum og Frakklandi, sem skipar ríkisstjórn?

En svo mætti líka halda Alþingi, en í stað þess að seta þar væri fullt starf væri það ólaunað. Þingið kæmi saman í einn mánuð á ári og gæti þá beint eigin tillögum og frumvörpum til ríkisstjórnar til framkvæmdar - nú eða bara látið sér nægja að rífast um þingsköp og fundarstjórn forseta.

Eða finnst engum öðrum þetta hálf óskilvirkt fyrirkomulag?


mbl.is Sprautaði vatni á þingvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlagningin er stóra vandamálið

Útborguð laun eru eitt. Heildarlaun eru annað. Það kom fram í sjónvarpsfréttum rétt í þessu að launatengd gjöld hafa hækkað um 60% frá aldamótum. Tekjuskattshlutfall hefur einnig farið hækkandi.

Þetta skiptir miklu um samkeppnishæfni atvinnulífsins. Og í hvað fara þeir fjármunir sem renna til opinberra aðila? Vissulega fer stór hluti þeirra í grunnþjónustu. En allt of mikið fer einnig í verkefni sem eru óþörf og/eða illa stjórnað. Milljörðum er dælt í ríkisreknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Opinberum stofnunum fjölgar og sífellt stærri hluti vinnuaflsins situr á skrifstofum hins opinbera við iðju sem gjarna er vafasamt að skili samfélaginu neinum ávinningi.

Fjárfestingar á borð við að henda tugum eða hundruðum milljarða í svonefnda borgarlínu, með það að markmiði að auka notkun strætisvagna úr 8% í 12% ferða á höfðuborgarsvæðinu, sem engu máli skiptir, virðast renna í gegn án athugasemda.

Og grunnþjónustan sjálf er gríðarlega illa rekin. Besta dæmið er heilbrigðiskerfið. Öllum er ljóst að vandi Landspítalans liggur að stærstum hluta í því að aldraðir sjúklingar hírast inni á spítalanum vikum og mánuðum saman, en ættu í raun réttri að vera á hjúkrunarheimilum. Og hvernig er brugðist við þessum vanda? Jú, það er gert með því að sóa hundruðum milljarða í nýbyggingar í gamla miðbænum, á vitlausasta hugsanlega staðnum, í stað þess að fjárfesta í hjúkrunarheimilunum sem raunverulega er þörf fyrir.


mbl.is Launakostnaður hár í takt við lífsgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna stríðsyfirlýsing?

Stjórn sjóðsins hlýtur auðvitað að taka ákvarðanir út frá samkeppnisumhverfinu annars vegar og hag sjóðfélaga hins vegar. Það er stundum eins og það gleymist, þegar fjallað er um lífeyrissjóði, að hlutverk þeirra er að ávaxta fjármuni sjóðfélaga á sem bestan hátt og hámarka þannig þann lífeyri sem hægt er að greiða út.


mbl.is „Vaxtahækkun stríðsyfirlýsing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júní 2019
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband