Ari Trausti um orkumálin

Ari Trausti Guðmundsson birti vandaða og ítarlega grein á vef Kjarnans í dag þar sem hann fjallar um þýðingu þriðja orkupakkans og skýrir hvað í honum felst.

Þegar málflutningur sumra þeirra sem gala hæst í, að því er virðist, heilögu stríði gegn þessu máli, er borinn saman við yfirvegaðan og rökfastan málflutning þingmannsins, sést hversu fjarstæðukenndir órar hinna fyrrnefndu eru.

https://kjarninn.is/skodun/2019-04-30-orkan-er-okkar/

"Hvorki ESA né ESB getur þvingað fram gerð og lagn­ingu sæstrengs eða lagn­ingu raf­lína frá nýjum virkj­unum eða eldri virkj­unum sem allt í einu myndu fram­leiða orku á lausu af því t.d. álver lok­ar. Hvergi í reglu­gerð um ACER stendur neitt í þessa veru og þarf vel pælda útúr­snún­inga til þess að láta líta svo út að ESB hafi vald til það skikka Ísland til að selja 1.000 MW til meg­in­lands­ins. "

...

"Án sæstrengs veldur 3. orku­pakk­inn því að raf­orku­eft­ir­lit Orku­stofn­unar verður skilið frá henni. Ný eft­ir­lits­stofnun lítur þá til með við­skiptum inn­an­lands með raf­orku en ekki til útlanda, fylgir evr­ópskum neyt­enda­reglum og veldur auknu gegn­sæi á þessum sama mark­aði. Verið er að auka sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­unar með orku­sölu. Orku­stofnun að öðru leyti breyt­ist ekki og sú stað­hæf­ing að „verið sé að veita ESB vald yfir Orku­stofn­un“ er öfug­mæli."

...

"Ég tel mik­il­vægt að sem flestir sjái í gegnum mála­til­búnað og rang­færslur helstu tals­manna gegn 3. orku­pakk­an­um. Orku­auð­lindir okkar eru ekki í hættu. Þær geta orðið það, en þá af öðrum, nú óþekkt­um, orsök­um. Afgreiðsla rík­is­stjórn­ar­innar jafn­gildir ekki útsölu­til­boði á raf­orku, heldur ábyrgri afgreiðslu EES-­gerðar sem varðar okkur miklu um eðli­leg sam­skipti við umheim­inn. Hér á landi er ekki meiri­hluta­vilji fyrir upp­sögn EES-­samn­ings­ins eða umsókn um aðild að ESB."

 


Bloggfærslur 1. maí 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 287378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband