Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mismunandi hámarkshrađi er slysagildra

Ţađ er furđuleg ráđstöfun ađ hafa annan hámarkshrađa fyrir bíla međ vagna eđa hjólhýsi í eftirdragi en fyrir ađrar bifreiđar. Ţetta hvetur beinlínis til framúraksturs og hann er ein helsta orsök slysa á ţjóđvegunum. Ţađ er erfitt ađ sjá neinar málefnalegar ástćđur ađ baki ţessu. Liggur líklega bara í ţörf embćttismanna fyrir óţarfa smámunasemi.


mbl.is Aulalegt ađ hafa skiltiđ ekki rétt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Magnađ!

Ţađ er auđvitađ alveg magnađ ţegar stjórnsýsla er međ ţeim hćtti ađ upphlaup og öfundsýki einhvers rakkarapakks á "samfélagsmiđlum" verđur til ţess ađ stjórnmálamenn fara ađ krukka í ţví hvort einhver bankastjóri hefur hundrađţúsundkalli meira eđa minna í laun.

Hvađ er eiginlega ađ Íslendingum?

Hverju breytir ţetta eiginlega?

Eiga stjórnmálamenn í alvöru ekki ađ hafa annađ ađ gera en snúast í sífellu eins og ryđgađir vindhanar í stinningskalda eftir ćsingi í öfundsjúkum fávitum (sem meira er af hérlendis hlutfallslega en í öllum öđrum löndum)?


mbl.is Laun bankastjóranna lćkkuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Auđvitađ hlakkar hún til

Ţađ verđa ekki verkalýđsforkólfarnir sem missa vinnuna ţegar afbókanirnar fara ađ hrannast inn, fyrirtćkin skera niđur og fólkiđ á gólfinu missir vinnuna.

Nei, verkalýđsforkólfarnir eru allir í efstu tekjutíundinni, öruggir međ starf sitt og sitja á feitum sjóđum sem má misnota til ađ tryggja ţeim áframhaldandi setu viđ kjötkatlana.


mbl.is Ekki viđ hćfi ađ hlakka til verkfalla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verkföll hafa skađlegar afleiđingar

Nú veit ég ekki nákvćmlega hvađa afskipti eđa skilabođ er veriđ ađ tala um.

En ţađ liggur auđvitađ alveg fyrir ađ ef ferđaţjónustunni verđur rústađ međ ţessum asnaskap, mun fólkiđ sem vinnur hjá ţessum fyrirtćkjum missa störf sín. Ţađ er bara beinhörđ afleiđing.

Vćri ég sjálfur útlendingur í láglaunastarfi hjá slíku fyrirtćki, og vćri búiđ ađ hafa yfir mér áróđur sósíalista um ađ verkfall hefđi engar afleiđingar fyrir mig, nema bara góđar (ósannindi sumsé), yrđi ég ţví feginn ađ fá vitneskju um raunverulegar afleiđingar slíks verkfalls. Og sú vitneskja vćri mér jafn mikils virđi ef hún kćmi frá eiganda fyrirtćkisins sem ég ynni hjá, og sem af gildum ástćđum óttađist um framtíđ fyrirtćkisins.

Raunin er sú ađ sósíalistarnir vilja ekki, ađ fólkiđ sem ţeir beita nú fyrir sig, viti hvađa afleiđingar verkföllin geta haft fyrir ţađ. Ţeir blekkja ţetta fólk, mestmegnis erlent verkafólk, til ţátttöku í vegferđ sem hefur ţann eina tilgang ađ hlađa völdum og peningum undir forkólfana. Ţeim er nákvćmlega sama um velferđ félagsmannanna.


mbl.is Efling gagnrýnir óeđlileg afskipti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á ekki ađ snúast um Ísrael

Ţađ má vissulega gagnrýna ísraelsk stjórnvöld fyrir margt. En ţađ ţýđir ekki ađ rétt sé ađ snúa ţeim sterka bođskap sem finna má í lagi Hatara upp í einfeldningslegan áróđur gegn Ísrael. Sér í lagi nú ţegar gyđingahatur fer sívaxandi í Evrópu.

Sjálfur held ég ađ greining Guđmundar Steingrímssonar á atriđinu í Fréttablađinu í morgun sé hárrétt. Hann túlkar ţađ ţannig:

"Svartsýnisspámađurinn Matthías tekur sér stöđu á gođsagnakenndu sviđi og hrópar hiđ fornkveđna, eins og ótal bölsýnisspámenn fyrri tíma hafa gert, ađ heimurinn muni kollsteypa sér í hörmungar og myrkur, ađ allt sé fánýtt gagnvart eyđingarmćtti hatursins. Mótsöngvarinn — međ hárgreiđslu sem ég reyndi einu sinni ađ fá mér sjálfur međ ömurlegum afleiđingum — er svo táknmynd hins eilífa og viđkvćma blóms fegurđarinnar, sem er fórnađ á eyđingaraltari myrkursins.

Ţetta er sterk mynd. Ţetta öskur hefur oft veriđ hrópađ. Ţađ sem blasir viđ í mínum huga er hins vegar sú niđurstađa, ađ ţrátt fyrir máttugt öskur hatursins, ţá mun hatriđ aldrei sigra. Ţađ má sín líka lítils, eins og fegurđin og ástin."

Ţessi bođskapur er sterkur og magnađur. Hann á skiliđ ađ heyrast og hann er sérstaklega viđeigandi nú ţegar öfgahreyfingum er ađ vaxa fiskur um hrygg.

Verđi hljómsveitinni vísađ úr keppni vegna misráđins áróđurs gegn gestgjafalandinu, mun hann ekki heyrast.


mbl.is Ísraelar óttast Hatara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Störfin munu hverfa hrađar

Störf ţeirra sem nú efna til verkfalla eru einmitt störfin sem hverfa í fjórđu iđnbyltingunni. Afleiđing verkfallanna verđur sú ađ ţessi störf hverfa hrađar. Verslanir munu fjárfesta fyrr og hrađar í sjálfsafgreiđsluvélum, hótel munu leitast viđ ađ vélvćđa ţrif og önnur slík einföld störf hrađar međ róbótum. Og ţróun í átt ađ sjálfkeyrandi bílum er á fleygiferđ. Rútufyrirtćkin munu fylgjast grannt međ henni og nýta sér um leiđ og fćri gefst.

Afleiđing verkfallanna verđur fćkkun fólks í störfum sem krefjast engrar menntunar og lítillar sérhćfingar.

Og ţađ er kannski ţađ ósiđlegasta og ógeđslegasta viđ framgöngu sósíalistanna, hversu litla samúđ ţeir hafa í raun međ fólkinu sem ţeir ţykjast verja. 


mbl.is Leggja til umfangsmikil verkföll
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er nú ansi hart ...

... ef ekki má lengur fylgjast međ fjarvistum starfsmanna án ţess ađ sósíalistar hnupli fjarvistaskráningum og reyni ađ misnota ţćr í áróđursskyni.


mbl.is Veikindalisti hafi ekki hangiđ uppi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sósíalisminn í hnotskurn

Framganga Maduros sýnir sósíalismann í hnotskurn. Mannfjandsamlega stefnu sem gefur skít í velferđ almennings ef hún ógnar völdum einrćđisherrans, en kennir sig viđ mannúđ og jafnrétti.

Ţađ er hneykslanlegt ađ fólk skuli enn kenna sig viđ ţennan hrylling eftir allar ţćr hörmungar sem hann hefur valdiđ.


mbl.is Brenndu trukk međ nauđsynjavörum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svik verkalýđsfélaga viđ láglaunafólk

Nú er fariđ ađ koma á daginn í hverju kröfur verkalýđsfélaganna, sem efna nú til verkfalla, felast. Ţćr snúast um sömu krónutöluhćkkun til allra, sama hvort ţeir hafa ţrjú hundruđ ţúsund eđa ţrjár milljónir í mánađarlaun. Á sama tíma hneykslast forsvarsmenn ţessara félaga yfir ţví ađ skattalćkkunartillögur ríkisins séu eins upp byggđar.

Ţetta fólk beitir fyrir sig láglaunafólki í áróđursskyni og lćtur í veđri vaka ađ kröfurnar snúist allar um ađ ţeir sem lćgst hafi launin nái endum saman.

En á sama tíma er hagur ţessa láglaunafólks, sem af óheilindum er beitt sem vopni til ađ koma hér öllu í upplausn, ţessum ađilum svo sannarlega ekki efst í huga.

Stađreyndin er ađ vel vćri hćgt ađ bćta kjör láglaunafólks umtalsvert ef ţeir sem hćrri hafa launin létu sér nćgja hćkkanir sem efnahagslífiđ rćđur viđ.

En hagur láglaunafólksins er ekki ađalatriđiđ. Láglaunafólkiđ er ađeins notađ sem vopn. Og ţađ er ţetta fólk sem mun missa vinnuna ţegar búiđ verđur ađ rústa ferđaţjónustunni međ verkföllum.

Ţetta er skammarleg framganga sem grundvallast á óheilindum og blekkingum!


mbl.is Munu bíta fast ţar sem ţarf ađ bíta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og frjálslyndur frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • Screenshot 2019-02-22 at 13.35.46
 • Screenshot 2019-02-22 at 13.35.46
 • Screenshot 2019-01-30 at 09.53.07
 • Screenshot 2019-01-18 at 15.20.09
 • Screenshot 2019-01-18 at 15.20.09

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.3.): 49
 • Sl. sólarhring: 143
 • Sl. viku: 343
 • Frá upphafi: 185676

Annađ

 • Innlit í dag: 42
 • Innlit sl. viku: 276
 • Gestir í dag: 42
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband