Hljóð og mynd ... og lykt

Það er vægast sagt fyndið að fylgjast með fullyrðingum Landlæknisembættisins um umframdauðsföll hérlendis, sem svo sannarlega eru út og suður og stangast hver á við aðra, rétt eins og fjörugir geithafrar á fengitíma.

Þegar Eurostat, hagstofa ESB, birti gögn um umframdauðsföll á Íslandi í janúar sl. var brugðist við með fullyrðingum um að starfsmenn hagstofunnar kynnu ekki að reikna og ofmætu umframdauðsföll hérlendis um tugi prósenta. Margoft væri búið að útskýra fyrir þeim að þeir reiknuðu rangt, en þeir tækju bara ekkert mark á útskýringunum.

Næst kom landlæknir í fjölmiðla og lýsti yfir því að dauðsföll hérlendis vegna kóvít væru líklega næstum helmingi fleiri en skráð hefði verið.

Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

 

 

Með öðrum orðum hefðu næstum tvö hundruð manns dáið úr þeim sjúkdómi sem einn hefur verið í tísku á Íslandi í þrjú ár, en án þess að heppnast hefði að skrá sjúkdóminn sem dánarmein. Þetta á svo væntanlega að nota til að skýra umframdauðsföllin, þegar í ljós kemur að Eurostat hefur rétt fyrir sér en þriðja hjólið undir þríeykinu ekki.

Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23

 

 

 

Röksemd landlæknis fyrir því að umrædd óútskýrð dauðsföll væru líklega vegna sjúkdómsins var sú að svo margir aðrir hefðu dáið úr honum á sama tíma. Með þessu hefur embættismaðurinn sett alveg nýtt viðmið í rökhugsun: Allir sem deyja á sama tíma deyja úr því sama!

Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11

 

 

Þó verður að telja henni til tekna að hún tók fram að enn væri ekki búið að greina dánarmein svo ekki lægi fyrir með óyggjandi hætti úr hverju fólkið dó.

Daginn eftir sté hins vegar stalla hennar, sóttvarnalæknir á stokk og lét ekki slík smáatriði trufla sig, heldur staðhæfði án nokkurs fyrirvara, að fyrir lægi að sjúkdómurinn ógurlegi hefði lagt að velli alla þá sem gleymst hafði að skrá úr hverju hefðu látist. Fullyrti hún jafnframt að útilokað væri að hin gagnslausu bóluefni við kóvít hefðu nein áhrif haft á þessi andlát – og munum að enn er ekki búið að gá að því úr hverju fólkið dó.

Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26

 

 

Yfirlýsingagleði sóttvarnalæknis minnir mig svolítið á það þegar forveri hennar, eða embætti hans, gekk í það fyrir rúmu ári síðan að gerbreyta opinberum gögnum eftir á, í veikburða tilraun til að fela þá staðreynd að bólusetning tvöfaldaði líkur á því að fólk smitaðist af kóvít. Hér er grein mín um þetta: Furðulegt háttalag hlutfalls um nótt

Þetta er ástæðan fyrir því að ég tel mig því miður ekki geta treyst neinum gögnum sem embætti landlæknis og sóttvarnalæknis láta frá sér fara. Eina leiðin til að gera sér grein fyrir hvað líklegt er að valdi umframdauðsföllum hérlendis er að líta til gagna í löndunum í kringum okkur. Því miður.

Eins og sjá má hér að ofan, þá fer ekki saman hljóð og mynd í staðhæfingum land- og sóttvarnalæknanna.

En lyktin er sjálfri sér lík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Persónulega finnst mér þú setja niður með orðum þínum um einhvern tískusjúkdóm.

Að þeirri einföldu ástæðu að ég hef aldrei talið þig til hinnar meintu vitleysingarhjarðar sem hefur algjörlega yfirtekið andstöðuna við réttmætar athugasemdir um við samfélagslokanir, eða það sem ég upplifi sem beinar ofsóknir gagnvart fólki sem kýs að láta ekki bólusetja sig við veirusýkingu, þar sem það vantreystir bóluefninu.  Okey (ég er ekki að presentera lag Jóns Skugga) að setja skorður í faraldri gagnvart fólki sem yfirkeyrir heilbrigðisþjónustuna, það er þá afleiðing, en fyrirfram ofsóknir er lýðræðisþjóðfélögum til vansæmdar.

Langt mál með mörgum aukasetningum, líklegast kann ég ekki annað, en samt Þorsteinn, öll rökin sem þú telur til, þau falla um sjálft sig þegar þú afmennskar hættuna á dauðanum vegna óþekktrar veirusýkingar.

Mér finnst eiginlega að þú getir betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2023 kl. 16:54

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Ómar, og gaman að sjá þig. Ég er hér aðeins að benda á hvernig yfirlýsingar þeirra stallsystra stangast á, bæði þeirra á milli og innbyrðis (eða innvortis kannski). Og mér finnst undarlegt að það skuli misheppnast að kenna andlát sjúkdómi sem hefur notið svo mikillar athygli síðastliðin þrjú ár. En ég er feginn að sjá að þú sért ekki dauður úr honum enn.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2023 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 287331

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband