Furðulegt háttalag hlutfalls um nótt

Skömmu fyrir jól tók smithlutfall eftir fjölda bóluefnaskammta að taka stórstígum breytingum hérlendis samfara því að hið nýja omicron afbrigði kórónaveirunnar fór að ná yfirhöndinni. Undir lok ársins var svo komið að 14 daga nýgengi smita meðal tvíbólusettra hafði sjöfaldast og var orðið tvöfalt á við óbólusetta, en meðal þríbólusettra hafði nýgengi ellefufaldast.

Þessar upplýsingar komust í dreifingu um og upp úr áramótum og vöktu athygli margra. Þann 7. janúar birtist tilkynning á covid.is um að uppfærslu gagna á vefnum yrði hætt tímabundið meðan hann væri endurskipulagður. Daginn eftir birti ég grein í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um þessa þróun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir brást við samdægurs með pistli á covid.is sem fjölmiðlar fjölluðu einnig um. Sagði hann kerfisbundna skekkju í tölunum; margir sem væru skráðir til heimilis á Íslandi byggju í raun ekki á landinu, hefðu verið bólusettir erlendis en væru skráðir óbólusettir hér. Því væri ekki hægt að draga þá ályktun sem gögnin studdu greinilega við.

Rökum sóttvarnalæknis er auðvelt hrinda með einföldum hugarreikningi. Í grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 11. janúar benti ég á að til að skýring hans stæðist hefði hann þurft að ofáætla fjölda óbólusettra um 90% til að smithlutfall þeirra næði smithlutfalli tvíbólusettra. Slíkt ofmat á stærð hópsins væri afar ósennilegt.

Graf

Það var loks að morgni 13. janúar sem aftur mátti sjá gögn um smithlutföll hópa á vefnum covid.is. Einn hængur var þó á: Meðan 14 daga nýgengi tví- og þríbólusettra fullorðinna og barna var nærri óbreytt hafði nýgengi óbólusettra tekið óútskýrt stökk þá um nóttina. Frá og með 27. desember voru gögnin gjörbreytt. Þann dag hafði hlutfallið hækkað um 4%, um 11% daginn eftir, síðan um 12%, 14%, 15% og endaði í 20% hækkun þann 4. janúar!

Hvað gæti réttlætt svo stórfellda og skyndilega breytingu á áður útgefnum gögnum? Annað hvort hefði stór hópur óbólusetts fólks þurft að hverfa sporlaust síðari hluta desembermánaðar, eða mikill fjöldi smita, öll meðal óbólusettra, hefði þurft að finnast eftir á. En engar slíkar skýringar hafa komið fram.

Þessi skyndilega og veigamikla breyting opinberra gagna á sér stað strax í kjölfar þess að gögnin taka að sýna þróun sem er í beinni mótsögn við síendurteknar fullyrðingar sóttvarnalæknis. Er hér um mistök að ræða, eða á breytingin sér aðra skýringu? Þessu hygg ég að Landlæknisembættið þurfi að svara.

(Birt í Morgunblaðinu 20. janúar 2022)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þörf ábending og góð til að halda þeim sem birta þetta á tánum. Við þetta má bæta, eftir þessa breytingar, af hverju tekur það núna 5 daga að birta sem tók 1 dag áður?

Rúnar Már Bragason, 20.1.2022 kl. 10:50

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að fá þessar upplýsingar vildi að þetta fengi að sjást sem viðast. það er eins og ég fari með fleypur það gerir aldurinn.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2022 kl. 17:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjó eftir þessu auk þess sem ég velti fyrir mér hvort hér væri verið að birta vísindalega niðurstöðu eða bara hversdagslega ályktun. Venjulega eru 2-3 tugir á spítala (og þar af helmingurinn sem sýkist inni á spítalanum) og það sannar akkúrat ekkert ef enn hafi ekki slysast inn bústaður maður í sjúklingngahópinn úr hópi þeirra sem ekki voru á spítala. 
skil ekki tilgang læknissins með svo óígrunduðu og meiningalausu þvaðri. Ekki nema að hann sé að fá einhverja kommissjónir frá lyfjaframleiðanda.

Það er annars bannað að hæðast að læknastéttinni. Ástæðan er sú að á meðan sumir missa lyktar og bragðskyn tímabundið, þá missa sumir skopskyn endanlega.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2022 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 287332

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband