Ari Trausti um orkumálin

Ari Trausti Guðmundsson birti vandaða og ítarlega grein á vef Kjarnans í dag þar sem hann fjallar um þýðingu þriðja orkupakkans og skýrir hvað í honum felst.

Þegar málflutningur sumra þeirra sem gala hæst í, að því er virðist, heilögu stríði gegn þessu máli, er borinn saman við yfirvegaðan og rökfastan málflutning þingmannsins, sést hversu fjarstæðukenndir órar hinna fyrrnefndu eru.

https://kjarninn.is/skodun/2019-04-30-orkan-er-okkar/

"Hvorki ESA né ESB getur þvingað fram gerð og lagn­ingu sæstrengs eða lagn­ingu raf­lína frá nýjum virkj­unum eða eldri virkj­unum sem allt í einu myndu fram­leiða orku á lausu af því t.d. álver lok­ar. Hvergi í reglu­gerð um ACER stendur neitt í þessa veru og þarf vel pælda útúr­snún­inga til þess að láta líta svo út að ESB hafi vald til það skikka Ísland til að selja 1.000 MW til meg­in­lands­ins. "

...

"Án sæstrengs veldur 3. orku­pakk­inn því að raf­orku­eft­ir­lit Orku­stofn­unar verður skilið frá henni. Ný eft­ir­lits­stofnun lítur þá til með við­skiptum inn­an­lands með raf­orku en ekki til útlanda, fylgir evr­ópskum neyt­enda­reglum og veldur auknu gegn­sæi á þessum sama mark­aði. Verið er að auka sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­unar með orku­sölu. Orku­stofnun að öðru leyti breyt­ist ekki og sú stað­hæf­ing að „verið sé að veita ESB vald yfir Orku­stofn­un“ er öfug­mæli."

...

"Ég tel mik­il­vægt að sem flestir sjái í gegnum mála­til­búnað og rang­færslur helstu tals­manna gegn 3. orku­pakk­an­um. Orku­auð­lindir okkar eru ekki í hættu. Þær geta orðið það, en þá af öðrum, nú óþekkt­um, orsök­um. Afgreiðsla rík­is­stjórn­ar­innar jafn­gildir ekki útsölu­til­boði á raf­orku, heldur ábyrgri afgreiðslu EES-­gerðar sem varðar okkur miklu um eðli­leg sam­skipti við umheim­inn. Hér á landi er ekki meiri­hluta­vilji fyrir upp­sögn EES-­samn­ings­ins eða umsókn um aðild að ESB."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gefum okkur að við samþykkjum þennan orkupakka og svo ákveðum við einhvern tímann í framtíðinni að leggja sæstreng af því að við teljum það hagkvæmt þá yrðum við að gera það algjörlega eftir forskrift ESB. Ef Bretland gengur út úr ESB þá væri okkur ekki heimilt að selja þeim orkuna því við værum búin að flækja okkur enn fastar í net ESB.  Þannig erum við búnir að missa yfirráðin yfir okkar eigin auðlyndum og gjörðum.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 21:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kemur einhvers staðar fram að óheimilt yrði að selja orku til ríkja utan ESB?

Er eitthvað sem breytist varðandi slíkt með innleiðingu 3. orkupakkans?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.5.2019 kl. 22:43

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Nýlegir dómar EES varðandi Landsdómsmálið og auðvitað sérstaklega sú tilskipun þeirra að þvinga okkur til að leyfa innfluttning á hráu kjöti frá Evrópu til Íslands, sem þó hefur talist svokallað hreint land hingað til, er einmitt ein meginástæða þess að rökstuddur vafi er í hugum margra og líklega flestra landsmanna að þáttaka eða nánast nauðungarvist í einhverskonar einokunar sambandi sé í raun og veru af hinu góða á vorum tímum.

Þú getur kynnt þér innflutnings hömlur þær sem sambandið sjálft beitir og þó sérstaklega ættir þú að ná þér í og lesa með opnum huga skoðanir lækna og vísindamanna á fyrrnefndum innflutningi hrás kjöts dýra sem sprautuð hafa verið í miklu magni af bóluefni gegn landlægum sjúkdómum í þessum óhreinu löndum, sem nú virðist eiga að troða inn á okkur, óneitanlega með ákveðinni hættu á hörmulegum afleiðingum.

Hvað varðar skoðun meirihluta Íslendinga á samþykkt þessara sí auknu tengsla við banhungraðan orkumarkað ESB, þá er svarið einfaldlega: SPORIN HRÆÐA

Jónatan Karlsson, 2.5.2019 kl. 02:38

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig kemur þetta samþykkt þriðja orkupakkans við Jónatan? Hér ertu að tala um reglur EES almennt um viðskipti með vörur innan svæðisins. Ég fæ ekki séð að þær breytist neitt með innleiðingu orkupakkans, eða hvar kemur það fram?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2019 kl. 09:23

5 identicon

ESB er tollabandalag sem sníðir aðildaríkjum sínum afar þröngan stakk með að eiga viðskipti við ríki utan bandalagsins. ESB virðist stöðugt að vera að færa aðildarríki EES dýpra inn í sjálfa myrkviði bandalagsins með einhliða ákvörðunum, innleiðingum og tilskipunum: Þessi þriðji orkupakki er gott dæmi um það. 

Afhverju er ESB þröngva hinum EES þjóðunum inn í þetta orkusamkrull.  Slíkt var ekki inn i dæminu þegar við gengum inn í EES samninginn ásamt ýmsu öðru sem nú er búið að þröngva okkur til að gera sbr. innflutninginn á hráu kjöti. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.5.2019 kl. 09:41

6 identicon

Sæll

Það er þarft verk að halda staðreyndum til haga í því galdrafári sem gengur yfir. Þáttur norskra EES andstæðinga og undirróður hér á landi er svo ekki til eftirbreytni.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 2.5.2019 kl. 10:15

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Við inngöngu okkar í EES, þá stóð aldrei til að komið gæti til þess að við yrðum dæmdir og síðan þvingaðir til að flytja inn hrátt kjöt frá sýktum landbúnaðarsvæðum Evrópu.

Þetta átti allt að heita hundrað prósent öruggt og hafið yfir allan vafa, nema af verstu bölsýnismönnum, líkt og nú.

Jónatan Karlsson, 2.5.2019 kl. 10:15

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stefán: Af hverju svarar þú ekki spurningunni sem ég var að spyrja þig? Hvar kemur það fram að með samþykkt þriðja orkupakkans breytist eitthvað varðandi möguleika okkar á að selja orku til landa utan ESB?

Einar: Takk. Ari Trausti á lof skilið fyrir að fjalla um þetta mál af viti og yfirvegun.

Jónatan: Þegar menn semja um eitthvað, þá getur farið svo að þeir verið dregnir til ábyrgðar, brjóti þeir samninginn.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2019 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 287339

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband