Verða þetta málalokin?

Álitamálið um réttmæti fóstureyðinga snýst um eina spurningu, og aðeins eina: Hvenær er fóstur orðið persóna sem eigna verður réttindi sem slíkri?

Allar aðrar spurningar um málið koma á eftir þessari og eru í raun marklausar fyrr en henni hefur verið svarað.

Með þeirri breytingu sem nú er boðuð verða fóstureyðingar heimilar á tímapunkti þar sem ég hugsa að flestir, sem ekki halda fyrir eyrun þegar siðferðisspurninga er spurt, meti það sem svo að umtalsverðar líkur séu á því að fóstrið sé orðið persóna, og fóstureyðingin því manndráp.

Það er væntanlega af þessum sökum sem andstaða við frumvarpið virðist umtalsverð meðal almennings. Og svo virðist sem margir þingmenn styðji málið með óbragð í munni. Sumir stjórnarþingmenn sitja hjá, sem er mjög óvenjulegt ef um stjórnarfrumvarp er að ræða. Tilraunir stuðningsmannanna til að hnýta efasemdir og andstöðu við trúarbrögð eða andstöðu við réttindi kvenna eru nokkuð bersýnilega andvana fæddar. Það eru nefnilega viss takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga gegn samvisku fólks með því að reyna að skauta framhjá siðferðilegum spurningum. Jafnvel Siðfræðistofnun HÍ, sem yfirleitt forðast að taka afgerandi afstöðu til siðferðilegra álitaefna, setur fram sterkar efasemdir um að rétt sé að ljúka þessu máli nú án vitrænnar og víðtækrar umræðu í samfélaginu.

Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort samþykkt þessa frumvarps verði einhver málalok?

Eða má ætla að þetta mál verði fremur upphaf nýrrar umræðu um siðferðilegar forsendur fóstureyðinga, jafnvel þar sem róttækari spurninga verði spurt en um tvær eða fjórar vikur til eða frá?

Mun nýtt frumvarp um málið kannski koma fram á næsta þingi?

Að lokum velti ég fyrir mér hvert þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa einhvern siðferðilegan áttavita, muni beina atkvæði sínu í næstu kosningum? Það verður forvitnilegt að sjá.

 


mbl.is Þungunarrof á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í mínum huga snýst  aðal spurningin um það hvenær SÁLIN

taki sér bófestu í fóstrinu: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/11/

Jón Þórhallsson, 13.5.2019 kl. 09:00

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Líka spruning hvort þetta verði notað sem getnaðarvörn og hvort óléttar stúlkur frá öðrum löndum komi hingað í fóstureyðingu???

Sigurður I B Guðmundsson, 13.5.2019 kl. 17:03

3 identicon

Sæll Þorsteinn.

Ég er þeirrar skoðunar að líf verði til við getnað.

Á Vísindavefnum stendur þetta:

"Þegar ein sáðfruma hefur náð að rjúfa gat á egghimnuna
breytist hún í frjóvgunarhimnu sem kemur í veg fyrir
að aðrar sáðfrumur frjóvgi hana.

Fyrsta fruma nýs einstaklings er því frjóvguð eggfruma og kallast okfruma.
Hún er með samtals 46 litninga, helmingur þeirra kemur frá föður og helmingur frá móður.
Þannig sést að báðir foreldrar leggja jafn mikið af erfðaupplýsingum til afkvæmis síns."

Næsta stig við okfrumuna eru svonefndar stofnfrumur
en allnokkrar deilur hafa verið uppi um þær þó líklegt
megi teljast að á allranæstu árum að breyttu verklagi
að þær deilur hjaðni nokkuð og búast megi jafnvel við
því að læknavísindi 21. aldarinnar muni snúa að gagnsemi þeirra.

Húsari. (IP-tala skráð) 13.5.2019 kl. 18:09

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón: Ég tala um persónu. Þú talar um sál. Ég gæti trúað að við séum að meina það sama.

Sigurður: Það gæti vel farið svo.

Húsari: Ég er sammála þér um að líf verður til við getnað, en ég er ekki sannfærður um að persóna, með þau réttindi sem henni tilheyra, verði til við getnað.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2019 kl. 21:10

5 identicon

Sæll Þorsteinn.

Það er fróðlegt að líta í orðabækur þessu viðkomandi
og einnig notkun orða t.d. um 1600 og þess sem kann
að vera fyrir hendi nú á tímum.

Orðið getnaður af sögninni að geta og í skýringum
Ásgeirs Blöndals Magnússonar: að geta barn.

Halldór Halldórsson bætir því við varðandi sögnina geta
og segir hana skylda latnesku sögninni praehendo= að grípa.

Notkun sagnarinnar beget og einkanlega í kveðskap um 1600
og má þá sér í lagi tilfæra Sonnettur Shakespeares en þar er
sögnin notuð með tilþrifamiklum hætti jöfnum höndum um það
sem gerist fyrir fæðingu sem og við hana og reyndar nær það lengra.
Það má einnig segja það sama um það sem að framan er talið.

Ég hef sleppt hér að minnast á orðanotkun er snýr að körlum
út af fyrir sig og konum sér í lagi.

Það dregur svo hver sína ályktun af því sem við blasir
hverju sinni og prófar og sannreynir af öllum lífs og sálarkröftum.

Ég tel að á öllum stigum skuli þessi einstaklingur njóta
verndar og þá ekki sízt í lagalegum skilningi og ætla megi með öllum
fyrirvörum þó þar um að ákvæði hegningarlaga geti hugsanlega átt við
frá fyrsta degi getnaðar; þá okfruman verður til.

Nei, Þorsteinn, ég held að menn muni fylkja sér annars vegar
til enn meira frjálsræðis og gefa þetta frjálst með öllu en hins vegar
kynni sá hópur er legði áherzlu á fóstrið sjálft og réttindi þess
að ná yfirhöndinni á síðari stigum.

Skaði að sú siðfræðilega, heimspekilega og ekki sízt lögfræðilega
umræða skyldi ekki fara fram.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.5.2019 kl. 00:30

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var markvisst reynt að forðast hina siðferðilegu umræðu. Málflutningur fylgismannanna grundvallast á tvennu: 1. Að afmennska fórnarlambið. 2. Að ræða síðan málið út frá þröngum eiginhagsmunum - réttinum til þægilegs lífs án tillits til annarra. Veit ekki hvers vegna, en á vissan hátt minnir þetta á orðræðu fylgismanna þrælahaldsins í Suðurríkjum Bandaríkjanna á sínum tíma: 1. Afmennskun þrælsins. 2. Að ræða málið út frá eignarrétti þrælaeigandans einungis. Í dag finnst okkur sú skoðun fáránleg að sumt fólk hafi ekki persónuréttindi vegna þess að það sé frumstætt. En á þessum tíma voru margir á þeirri skoðun. Röksemdirnar fyrir réttleysi fóstursins eru að mörgu leyti svipaðar röksemdunum fyrir réttleysi þrælanna. Meginröksemdin er að fóstrið sé öðrum háð um lífsafkomu sína og hafi því ekki rétt. Þetta virðist liggja til grundvallar því viðhorfi forsætisráðherra, sem opinberað var í gær, að fósturdráp séu réttlætanleg fram að meðgöngu. Önnur röksemdin er að fóstrið hafi ekki þann þroska sem til þarf til að teljast persóna. Báðar þessar röksemdir eru einnig rök fyrir drápi ungbarna eins og siðfræðingar hafa sýnt fram á. Og séu þessar röksemdir gildar geta þær einnig þjónað til að réttlæta dráp á fötluðum, öldruðum og ósjálfbjarga.

Siðferðileg sjónarmið eru versti óvinur allra þeirra sem grundvalla afstöðu sína á afmennskun þeirra sem ógna þeirra eigin lífsþægindum.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2019 kl. 08:32

7 identicon

Sæll Þorsteinn.

Þakka þér prýðisgóða ræðu þína
og helst hefði ég þar engu viljað bæta við.

Formsins vegna þá er ástæða fyrir því að
talað er um skynlausar skepnur.

Það var raunverulega svo, að talið var að
þrælar væru sálarlausir og með þá mætti fara svo
sem hver vildi.

Þessi afmennskun hljómar við orð þín hér að framan.

Börn og gamalmenni eru þeir hópar samfélagsins
sem eiga hvað mest undir högg að sækja og
greinilega þá ekki síður "...þeir sem aldrei verða menn."

Húsari. (IP-tala skráð) 14.5.2019 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287346

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband