Kæra sjálfa sig fyrir málþóf

Þar kom að því: Miðflokksmenn, ásamt taglhnýtingum sínum, hafa nú kært sjálfa sig fyrir málþóf.

Hvað myndi Helgi Tómasson nú gera, sá sem lýsti Hriflu-Jónas klikkaðan á sínum tíma, væri hann á lífi?


mbl.is Leggja fram kæru vegna málþófsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn, fyrr má nú vera að vera "ferkantaður" en þessi færsla þín gengur út yfir allan "þjófabálk".  Ætlar þú að mótmæla því að störf Alþingis brjóti í bága við vinnuverndarlög?  Það er alveg skýrt í vinnuverndarlögunum að lágmarkshvíldartími á sólarhring er 11 tímar.  Það er alveg sama hvort er MÁLÞÓF eða eitthvað annað í gangi, Alþingi ber að fara að lögum eins og aðrir............

Jóhann Elíasson, 27.5.2019 kl. 13:31

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þeir sem kæra eru ekki aðilar að málin og því fellur kæran niður sjálf, dauð.

Hitt er annað, að vinnuverndarlögin eiga við starfsfólk Alþingi, enda ekki að sjá nema að utan um þann hóp sé vel haldið.

Þingmennirnir, þeir ráða þessu, ef þeir vilja ekki mæta á áður boðaða dagskrá fundar, þá taka þeir sig einfaldlega af mælendaskrá. 

Getur ekki fengið boð í partýið, mætt og haft gama en kvartað svo yfir að partýið sé fram undir morgun....þú einfaldlega ferð heim að sofa þegar þú nennir ekki meir...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.5.2019 kl. 13:52

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held ekki að kæran falli niður vegna aðildarskorts. Það er verið að kæra til vinnueftirlitsins, ekki höfða mál fyrir dómstólum.

Þingmennska, eins og sum önnur störf, er þess eðlis að það er ekki endilega hægt að fylgja reglum um lágmarks hvíldartíma. Þetta veit fólk þegar það býður sig fram. Það er frekar hálfvitalegt þegar attaníossar Miðflokksmanna fara allt í einu að láta líta út eins og þeim sé eitthvað sérstaklega umhugað um vinnuvernd. Það sjá allir í gegnum þetta. En sumir geta auðvitað þóst ekki gera það.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 14:04

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er í það minnst ótrúlegt hvað þingmönnum eins flokks kunna að gera sig að fórnarlömbum umfram aðra, ítrekað.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.5.2019 kl. 14:12

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Legg til smávægilega orðalagsbreytingu á athugasemdinni. Þá verður hún fullkomin: "Það er í það minnst ótrúlegt hvað þingmönnum eins flokks kunna að gera sig að eigin fórnarlömbum umfram aðra, ítrekað.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 14:20

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

eign....lega rétt hjá þér smile

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.5.2019 kl. 14:35

7 Smámynd: Hörður Einarsson

Þorsteinn ert þú að ta a um taglhnýtinga og aftaníossa? ef þú átt við félaga í Orkan okkar þá mættir þú vara þig að gera þig breiðan, ert þú samkvæmt því að gera þig að evrópusambandsdindli sem þú og fleiri ættuð að skammast ykkar fyrir.

Hörður Einarsson, 27.5.2019 kl. 16:41

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki talsmaður þess að við göngum í ESB Hörður. En ég geri alvarlegar athugasemdir við það þegar menn sóa tíma annars fólks í því skyni einu að hafa yfir sömu lygarnar aftur og aftur. Það er vitanlega fullt af kjánum sem trúa lygunum, en þær verða engu skárri fyrir það.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 287327

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband