Málflutningurinn segir það sem segja þarf

Þegar málflutningur þingmanns gagnvart alvarlegu siðferðilegu álitamáli snýst um það eitt að forðast málefnalega umræðu, en reyna þess í stað að gera lítið úr þeim sem meðhöndla vilja málið af þeirri alvöru sem því ber, segir það aðeins eitt: Slíkum þingmanni er ekki treystandi til að taka ákvarðanir um slíkt mál!

Ég hugsa að þingið eigi eftir að bíta úr nálinni með þetta mál. Hér er gengið svo freklega gegn siðferðisvitund almennings að annað eins hefur sjaldan sést. Álit aðila á borð við Siðfræðistofnun HÍ er hunsað, tilraunir annarra þingmanna til að koma málinu í skynsamlegri farveg eru hunsaðar, og svo er vaðið fram með svo fordæmalaust og ábyrgðarlaust heimskuþvaður að manni blöskrar.

Það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði upphafið að djúpstæðum og langvinnum deilum um fóstureyðingar í samfélagi okkar.


mbl.is Kristján ekki á fermingaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða þetta málalokin?

Álitamálið um réttmæti fóstureyðinga snýst um eina spurningu, og aðeins eina: Hvenær er fóstur orðið persóna sem eigna verður réttindi sem slíkri?

Allar aðrar spurningar um málið koma á eftir þessari og eru í raun marklausar fyrr en henni hefur verið svarað.

Með þeirri breytingu sem nú er boðuð verða fóstureyðingar heimilar á tímapunkti þar sem ég hugsa að flestir, sem ekki halda fyrir eyrun þegar siðferðisspurninga er spurt, meti það sem svo að umtalsverðar líkur séu á því að fóstrið sé orðið persóna, og fóstureyðingin því manndráp.

Það er væntanlega af þessum sökum sem andstaða við frumvarpið virðist umtalsverð meðal almennings. Og svo virðist sem margir þingmenn styðji málið með óbragð í munni. Sumir stjórnarþingmenn sitja hjá, sem er mjög óvenjulegt ef um stjórnarfrumvarp er að ræða. Tilraunir stuðningsmannanna til að hnýta efasemdir og andstöðu við trúarbrögð eða andstöðu við réttindi kvenna eru nokkuð bersýnilega andvana fæddar. Það eru nefnilega viss takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga gegn samvisku fólks með því að reyna að skauta framhjá siðferðilegum spurningum. Jafnvel Siðfræðistofnun HÍ, sem yfirleitt forðast að taka afgerandi afstöðu til siðferðilegra álitaefna, setur fram sterkar efasemdir um að rétt sé að ljúka þessu máli nú án vitrænnar og víðtækrar umræðu í samfélaginu.

Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort samþykkt þessa frumvarps verði einhver málalok?

Eða má ætla að þetta mál verði fremur upphaf nýrrar umræðu um siðferðilegar forsendur fóstureyðinga, jafnvel þar sem róttækari spurninga verði spurt en um tvær eða fjórar vikur til eða frá?

Mun nýtt frumvarp um málið kannski koma fram á næsta þingi?

Að lokum velti ég fyrir mér hvert þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa einhvern siðferðilegan áttavita, muni beina atkvæði sínu í næstu kosningum? Það verður forvitnilegt að sjá.

 


mbl.is Þungunarrof á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 287379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband