Athyglivert að skoða fréttaflutninginn

Ég sá þessa frétt fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Þar er uppistaða fréttarinnar langt viðtal við hinn brotlega þingmann. Það er ekki einu sinni sagt hreint út að þetta sé niðurstaða siðanefndarinnar heldur að þingmaðurinn sé "sagður hafa gerst brotlegur". Svona svipað og þegar fluttar eru fréttir af dómsmáli og efni fréttarinnar er viðtal við þann dæmda, ekki greint frá því að hann hafi verið sakfelldur heldur að hann "sé sagður hafa" brotið af sér, og allar afsakanir hans tíundaðar. Það er þannig sem Fréttablaðið flytur fréttir af opinberum dómsmálum, ekki satt?

Frétt Stundarinnar er af svipuðum toga, en meiri áhersla lögð á einhver aukaatriði og hvað ekki var rannsakað en á efni þessa máls. "Fréttin" snýst sumsé um að reyna að gera þann sem kærði grunsamlegan. Það kemur ekki í óvart, enda er Stundin alls ekki fréttamiðill heldur áróðursmiðill.

Fréttin hér, á mbl.is fjallar heldur ekki um niðurstöðuna. Kærubréfið er bara birt. Það er líka þannig sem mbl.is fjallar um dómsmál yfirleitt, geri ég ráð fyrir: Ekki er fjallað um niðurstöðuna eða rökin að baki henni, heldur er ákæruskjalið bara birt. 

Eini miðillinn sem virðist hafa náð að flytja óbrenglaða frétt um þetta mál er Kjarninn. Þar er gerð grein fyrir ummælunum, gerð grein fyrir kærunni, og fyrir niðurstöðu siðanefndarinnar og hvers vegna hún var þessi.


mbl.is Telur Þórhildi Sunnu brotlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband