Sigmundur Davíð og félagar - látið reyna á ofbeldið

Mér sýnist það vera að koma betur og betur í ljós, að markmið Sigmundar Davíðs með málþófinu, sem nú hefur staðið á aðra viku, er einfaldlega það að láta reyna á hversu langt hægt er að komast með ofbeldi.

Þegar málið var til umfjöllunar í nefndum þingsins létu Sigmundur og félagar ekki sjá sig. Þegar sérfræðingar mættu til að svara spurningum um málið lét þetta fólk ekki sjá sig.

Nú reyna þau að réttlæta málþófið með því að nýir fletir séu að koma fram. En þegar spurt er hverjir þessir fletir séu verður auðvitað fátt um svör, enda allt fletir sem löngu er búið að ræða í nefndum þingsins.

Fjórir stjórnarandstöðuflokkar lögðu til í gær að málþófinu yrði ýtt aftast á dagskrá þingsins. Ef verið væri að eiga við heiðarlegt og sanngjarnt fólk ætti auðvitað að vera hægt að komast að samkomulagi um það. Þingforseti hafnaði hins vegar strax þessari tillögu. Hvers vegna? Auðvitað vegna þess að hann veit að yrði þetta gert myndu Sigmundur og félagar bara taka eitthvert annað mál í gíslingu og hefja málþóf um það.

Þetta fólk hefur orðið sér til skammar, sum þeirra oftar en einu sinni. Þau telja sig ekki hafa neinu að tapa. Rúin trausti kjósenda og samstarfsmanna á þinginu er ofbeldið þeirra eina von.

 


mbl.is Minni spámenn breyti efasemdum í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Vondi

Málþóf er ekki ofbeldi. Heldur er það ósæmilegt að halda slíku fram.

Egill Vondi, 30.5.2019 kl. 17:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá Agli vonda.

En umræða Miðflokksmanna um orkupakkamálið er bæði vönduð og málefnaleg og hefur leitt ýmislegt markvert í ljós, sem aðrir hafa þagað um.

Í stað stóryrða Þorsteins um "ofbeldi" af hálfu Miðflokksins með því að biðja áfram um orðið og halda áfram að upplýsa áheyrendur (yfir 6.000 horfa á útsendingar á Alþingisvefnum), ætti hann að horfa á þann sem trónir á forsetastóli Alþingis, kosningasvikarann margfalda* Steingrím J. Sigfússon og lesa í því sambandi grein eftir vel upplýstan fyrrverandi þingmann: 

Blekkingar forseta Alþingis og málfþófið.

 = https://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2235744/

* Hann er einn mesti kosningasvikari Alþingis -- var það í Icesave-málinu, ESB-umsóknarmálinu og nú í orkupakkamálinu! 

Jón Valur Jensson, 31.5.2019 kl. 12:24

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og hvað er það sem þetta málþóf hefur leitt í ljós, sem ekki hefur komið fram áður? Ertu fær um að svara þessari spurningu?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.5.2019 kl. 14:05

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég ert bara að fást við annað hér nú og næstu stundirnar og nenni ekki að svara þér á þessari síðu sem aðeins 31 maður hefur vitjað í dag, nei, frá miðnætti.

Jón Valur Jensson, 31.5.2019 kl. 19:29

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ávallt sama sagan þegar kemur að því að þú sýnir fram á að þú botnir yfirleitt eitthvað í þessu máli.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2019 kl. 09:50

6 identicon

Endilega, gengisfelldu orðið ofbeldi og gerðu lítið úr þolendum alvöru ofbeldis. Það er mjög stórmannlegt af þér.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 00:32

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gengisfella ofbeldi? Það er til margs konar ofbeldi Helgi minn. Ein tegund þess er það sem nú stendur yfir á þinginu.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2019 kl. 12:22

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steingrímur hafði allt dagskrárvald í þinginu, eins og Miðflokksmenn og m.a. Jón Magnússson, hrl. og fv. þingmaður, hafði bent á, og Stgr. hefði getað fært orkupakkamálið neðar á dagskrárlistann fyrir 10-12 dögum, en gerði það ekki, þótt Miðflokksmenn segðu að það væri þeim alveg að meinalausu, bara velkomið, en þegar fjórir aðrir stjórnarandstöðuflokkar sögðu loks það sama, þá loksins sá Steingrímur að sér, en var áður búinn að tala um að Miðflokksmenn væru að tálma þingstörfum og beinlínis með valdarán í þinginu, minna mátti það ekki heita hjá þeim ofurmælamanni!!!

Og enn er aðsóknin svo lítil hjá þér (4 komnir í dag) að ég nenni ekki að svara hinu hér.

Jón Valur Jensson, 2.6.2019 kl. 14:12

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er bara af því að þú getur það ekki góurinn. Ef þú hefðir svarið væri það búið að birtast hér, fyrst þú hefur tíma fyrir að atast í Steingrími.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.6.2019 kl. 19:13

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn bara 5 gestir hjá þér frá miðnætti! 

Ég hef annað og betra við tímann að gera!

Jón Valur Jensson, 3.6.2019 kl. 19:47

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú hefur greinilega nógan tíma til að fara inn á þessa ómerkilegu síðu sem enginn heimsækir, aftur og aftur, til að birta niðurstöður á talningakönnun þinni. En að svara spurningunni: Það getur þú ekki vegna þess að þú botnar hvorki upp né niður í málinu. Þannig er nú það.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.6.2019 kl. 22:41

12 identicon

Sælir

Ég hef ekki margt að segja annað en að mér finnst þetta skemmtileg skrif hjá þér Þorsteinn og ert þú með þeim fyrstu sem koma með skemmtilega punkta við leiðinlega hluti.

Jón minn afhverju læturu staðreyndir þínar útúr þér í staðinn fyrir það sem ég las.... minnir mig helst á eitthvað sem Trump myndi gera eða að segja eitthvað út í loftið til að koma sínum skoðunum á framfæri... 

meira að segja búinn að setja bookmark á þig núna skemmtilegar skoðanir Þorsteinn

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.6.2019 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband