Sigmundur Davíð og félagar - látið reyna á ofbeldið

Mér sýnist það vera að koma betur og betur í ljós, að markmið Sigmundar Davíðs með málþófinu, sem nú hefur staðið á aðra viku, er einfaldlega það að láta reyna á hversu langt hægt er að komast með ofbeldi.

Þegar málið var til umfjöllunar í nefndum þingsins létu Sigmundur og félagar ekki sjá sig. Þegar sérfræðingar mættu til að svara spurningum um málið lét þetta fólk ekki sjá sig.

Nú reyna þau að réttlæta málþófið með því að nýir fletir séu að koma fram. En þegar spurt er hverjir þessir fletir séu verður auðvitað fátt um svör, enda allt fletir sem löngu er búið að ræða í nefndum þingsins.

Fjórir stjórnarandstöðuflokkar lögðu til í gær að málþófinu yrði ýtt aftast á dagskrá þingsins. Ef verið væri að eiga við heiðarlegt og sanngjarnt fólk ætti auðvitað að vera hægt að komast að samkomulagi um það. Þingforseti hafnaði hins vegar strax þessari tillögu. Hvers vegna? Auðvitað vegna þess að hann veit að yrði þetta gert myndu Sigmundur og félagar bara taka eitthvert annað mál í gíslingu og hefja málþóf um það.

Þetta fólk hefur orðið sér til skammar, sum þeirra oftar en einu sinni. Þau telja sig ekki hafa neinu að tapa. Rúin trausti kjósenda og samstarfsmanna á þinginu er ofbeldið þeirra eina von.

 


mbl.is Minni spámenn breyti efasemdum í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 287379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband