Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Helga Vala talar máli skynseminnar

Það er ekki nóg með að Helga Vala sé sammála Brynjari Níelssyni hvað varðar áhyggjur af mannréttindamálum þegar stjórnvöld hafa nánast tekið sér alræðisvald til að reyna árangurslaust að kveða niður flensuna, heldur tekur hún nú undir málflutning þeirra sem lengi hafa gagnrýnt að þjónustu einkafyrirtækja í heilbrigðisgeiranum sé hafnað.

Hún hefur gerir sér grein fyrir því að fjármuni skattgreiðenda á að nota með skynsamlegum hætti og forðast verður að sóa dýrmætri afkastagetu Landspítalans í verkefni sem aðrir geta allt eins unnið.


mbl.is Einkafyrirtæki gæti leyst vanda Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðirnar valda óbætanlegu tjóni

Ómarkvissar og fálmkenndar aðgerðir til að draga þennan faraldur á langinn valda óbætanlegu tjóni. Það er stóralvarlegt að sjö af hverjum tíu háskólastúdentum líði illa eða mjög illa vegna þessara aðgerða stjórnvalda. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hverjar óumflýjanlegar afleiðingar þess eru.

En stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og bíða. Hvert er markmið þeirra? Að hámarka heildartjón vegna þessa faraldurs? Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu.

Hér má undirrita kröfu um að opna framhaldsskóla og hefja íþróttastarf barna og unglinga: Undirskriftalistinn


mbl.is 67% stúdenta líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út í það óendanlega ...

Ég reiknaði það út að gamni í vor hve lengi það tæki að ná ónæmi ef sömu aðferðafræði verður beitt áfram og hingað til. Niðurstaðan var 300 ár.

Gerði þennan örfyrirlestur í vor þegar farið var að tala um að slaka á. Kunni hins vegar ekki við að deila honum þá, það voru allir svo bjartsýnir. Ég gerði það í ágúst, þegar landamærunum var lokað.

Ég held að í megindráttum eigi þessi spádómur enn við. Og munurinn á honum og spádómunum hans Thors sem er með líkanið er að við erum að sjá þennan spádóm rætast.

Þetta er að vísu ætlað stjórnendum fyrirtækja og umfjöllunin á við það samhengi. En ekki svo sérhæft að það sé ekki áhugavert fyrir hvern sem er.

Stóra samhengið


mbl.is Staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiruþrenningin og Barrington leiðin

Ég las grein veiruþrenningarinnar í Fréttablaðinu í vikunni þar sem reynt er að réttlæta þær aðgerðir sem hér hafa verið viðhafðar og gera lítið úr markvissum og hnitmiðuðum vinnubrögðum líkt og lögð eru til í Barrington-yfirlýsingunni. 

Í greininni er ruglað saman Barrington leiðinni, sem snýst um að vernda þá hópa sem eru viðkvæmastir, og almennri og takmarkalausri dreifingu veirunnar. Það sem verra er er það að veiruþrenningin útlistar fyrst hvað gæti gerst ef dreifingin væri takmarkalaus, og heimfærir svo þær niðurstöður upp á Barrington leiðina. 

Er þetta óheiðarlegur málflutningur? Eða hafa höfundarnir enga þekkingu á málinu?

Ég læt lesandanum eftir að dæma um það.

Barrington leiðin snýst nefnilega einmitt um að vernda sérstaklega elsta og viðkvæmasta hópinn, fólkið sem eru talsverðar líkur á að þurfi spítalavist og deyji úr sjúkdómnum. Þegar þú hefur tekið þann hóp út fyrir sviga er algerlega fráleitt að nota sömu forsendur um innlagnir og dauðsföll eins og ef sá hópur er inni í myndinni. Því munurinn á innlögnum og dauðsföllum eftir aldurshópum er gríðarlegur og elsti hópurinn kemur langsamlega verst út. Þetta sýna öll gögn.

Spurningin varðandi Barrington leiðina er ekki sú hvort hún grundvallist á gögnum og traustum rökum, því það gerir hún svo sannarlega. Hún snýst um að leysa vandann með hnitmiðuðum aðgerðum sem byggjast á þekktum staðreyndum um sjúkdóminn. Setja fókusinn á þá sem eru í hættu og láta hjarðónæmi annarra tryggja að þeir geti í framhaldinu átt eðlilegt líf. Spurningarnar sem skipta máli eru hins vegar þrjár:

Í fyrsta lagi má spyrja hvort hjarðónæmið endist. Rannsóknir virðast benda til að það geri það, en það er auðvitað mögulegt að eitthvað komi fram síðar sem bendir í aðra átt. Veiran er kvefveira, við fáum kvef aftur og aftur, og ónæmi gagnvart því virðist ekki myndast. Og það hefur heldur aldrei tekist að búa til bóluefni við kvefi. Ef þetta er staðan er enginn kostur góður, þá gætum við jafnvel þurft að búast við að tíu milljón manns deyi úr þessari pest árlega í heiminum, án þess að við getum gert mikið við því. Sé það staðan er kannski það skásta sem við getum gert að stórauka afkastagetu heilbrigðiskerfa heimsins og sleppa svo veirunni lausri. Við myndum þá að minnsta kosti ekki drepa aðrar tíu milljónir líka með afleiðingum samskiptahindrana og atvinnuleysis.

Í öðru lagi má spyrja hvort frekar borgi sig að halda áfram að bíða eftir bóluefni. Samkvæmt WHO er þess ekki að vænta fyrr en eftir tvö ár og alls óvíst raunar hvort bóluefni sem virkar kemur einhvern tíma. En setjum sem svo að það komi. Hversu mörgum dauðsföllum gætum við forðað á þeim tíma með hörðum aðgerðum? Hversu mörg verða dauðsföllin vegna aðgerðanna? Ef við tökum þessu veðmáli þurfum við að meta þetta og bíða svo. Sé matið að við björgum fleirum með því en með því að fara Barrington leiðina er skynsamlegt að bíða og sjá. En þá er lykilatriði að taka öll áhrifin með í reikninginn. Líka milljónirnar sem munu deyja úr hungri árlega beinlínis vegna sóttvarnaraðgerða.

Í þriðja lagi má spyrja hversu auðveld þessi leið er í framkvæmd. Hvernig á að fara að því að tryggja elsta og viðkvæmasta hópinn? Hvernig á að fara að því að vernda aðra sem eru viðkvæmir og í mikilli hættu? Í yfirlýsingunni er drepið lauslega á með hvaða hætti mætti gera þetta, en ef fara ætti þessa leið yrði vitanlega að kafa ofan í það nákvæmlega og leggja mat á hvernig ætti að útfæra aðferðina og hversu raunhæft það er. Þetta er það sem sóttvarnasérfræðingar og yfirvöld ættu að vera að velta fyrir sér. Tillagan er komin fram. Hún kemur frá nokkrum af helstu sérfræðingum heims í sóttvörnum. Þau eru eflaust tilbúin að svara spurningum og bregðast við efasemdum ef eftir því er leitað.

 


mbl.is 69 smit innanlands og 78% í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður farin sama leið hér

Vonandi tekur einhver íslenskur veitingamaður eða kona sig til og kærir stjórnvöld. Það mætti efna til samskota fyrir kostnaðinum. Ég skal glaður leggja í púkkið.

Það er kominn tími til að fólk rísi upp gegn þessum fáránlegu aðgerðum sem einungis þjóna hagsmunum lyfjaiðnaðarins.


mbl.is Dómstólar halda börum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur skilað sínu

Það er lítill vafi á að afskipti Kára Stefánssonar af þessum málum hérlendis hafa skilað vinnuveitanda hans miklum ávinningi. 


mbl.is Farsælt samstarf senn á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað breyttist?

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal gesta í Silfri Egils þann 15. mars síðastliðinn. Þar sagði hann meðal annars: „Við getum ekki komið í veg fyrir að veiran fari um samfélagið. Við viljum bara að hún sýki ekki veikustu einstaklingana sem fara hvað verst út úr sýkingunni [...] Við erum að reyna að búa til ónæmi í samfélaginu á hægan og og öruggan hátt.“

Þetta var 15. mars. Þá var talið að einn af hverjum tuttugu sem fengju veiruna dæju úr henni. Leiðin sem Þórólfur mælti með var nákvæmlega sú leið sem lögð er til í Great Barrington yfirlýsingunni.

Hvað ef við fengjum fjórum til fimm sinnum stærri far­ald­ur? Spurði Þórólf­ur. Hvað ef til­fellin væru 300-500 dag? Eða jafn­vel um 2.000 eins og spár vís­inda­fólks í Háskóla Íslands bentu til að þau gætu orðið ef ekk­ert yrði að gert. ...  „Að læknar skuli halda þessu fram [að fara þá leið sem hann mælti sjálfur með 15. mars] – mér bara finnst það ótrú­leg­t.“

Á sama fundi sagði forstjóri LSH: [að] spít­al­inn hafi getu um­fram svört­ustu spár til að mæta þörf á gjör­gæslu­rým­um og önd­un­ar­vél­um. 

Þetta var 8. október. Þá var dánarhlutfallið samkvæmt nýjustu áætlunum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar rúmlega einn af hverjum þúsund.

Hvað breyttist? Hvers vegna breyttist það? Hver voru áhrif fulltrúa lyfjaiðnaðarins á þessa algeru viðhorfsbreytingu?

Því hvað veiruna varðar var það eina sem breyttist að það kom í ljós með tímanum að hún væri miklu hættuminni en fyrst var álitið.


Dánarhlutfall lækkar - en hvað um gamla fólkið?

Í vor þegar gerð var rannsókn á útbreiðslu Covid 19 hérlendis höfðu greinst um 1.800 smit í skimunum. Mótefnarannsóknin sýndi að um 3.600 hefðu smitast. Nú hafa greinst um 3.700 smit og ef hlutfallið er það sama mætti álykta að ríflega 7.000 manns hafi smitast. Dánarhlutfallið er þá komið úr 0,3% niður í 0,15%. Það er í ágætu samræmi við nýjasta mat WHO á heimsvísu.

Þegar smittölur og aukning smita eftir aldurshópum er skoðuð sést að smitin eru að dreifast nokkuð jafnt á aldurshópa. Þetta er áhyggjuefni því elsti hópurinn er um 1.000 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni en unga fólkið. Hvers vegna er ekki beitt hnitmiðuðum aðgerðum til að vernda þennan hóp almennilega, eins og þau sem standa að Barringon yfirlýsingunni leggja til? Við eigum marga færa sérfræðinga í lýðheilsu, sem yrði ekki skotaskuld úr því að móta gagnlegar tillögur til að vernda viðkvæmasta hópinn. Af hverju eru starfskraftar þessa fólks ekki nýttir?


mbl.is 88 smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg fyrirsögn

Það er undarlegt orðalag að staðhæfa að dómaraefnið hafi "komið sér hjá" spurningum um fóstureyðingar. Dómaraefnið sagðist einfaldlega dæma eftir lögum í hverju máli fyrir sig, og útilokað væri að staðhæfa fyrirfram hvernig hún myndi dæma í málum sem ekki hafa þegar verið lögð fyrir réttinn. Það að gera grein fyrir því að ekki er hægt að svara spurningu er ekki það sama og að "koma sér hjá" því að svara henni. Þetta skilur allt bærilega skynsamt fólk.

Það hvernig dæmt er í máli ræðst vitanlega af því hvernig málið er lagt upp og hvaða lagagreinar dómari telur eiga við um það þegar það kemur til kasta réttarins og lögmenn hafa flutt það.

Blaðamaður virðist ekki átta sig á því að dómarar eru ekki stjórnmálamenn. Persónulegar skoðanir góðs dómara á tilteknum úrlauanarefnum eiga ekki að skipta máli og það er raunar skylda þeirra að reyna eftir fremsta megni að láta þær ekki lita dómsniðurstöðu. Skoðanir þeirra á því hvert hlutverk réttarins er skipta hins vegar máli. Þar er skoðun Barrett sú að réttinum beri að dæma eftir bókstaf laganna. En sú skoðun er einnig til að réttinum beri að móta löggjöfina. 


mbl.is Kom sér hjá spurningum um þungunarrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Great Barrington yfirlýsingin, falsfréttirnar og lyfjaiðnaðurinn

Björn Bjarnason fjallar um það á bloggi sínu í dag hvernig ýmsar falsfréttasíður raðast upp þegar leitað er á Google að Great Barrington yfirlýsingunni, þar sem lagðar eru til markvissar og hnitmiðaðar aðgerðir til að ráða niðurlögum kórónaveirunnar.

Ég prófaði nú rétt áðan að slá inn great barrington declaration og get staðfest að þetta er rétt sem Björn segir. Hlekkir sem vísa á samsæriskenningar og falsfréttir um yfirlýsinguna raðast upp. Yfirlýsingin sjálf kemur hvergi fram. Ein síðan sem kemur upp er hjálparsíða hjá Google þar sem spurningum notenda er svarað. Þar er tiltekið að ástæða þess að yfirlýsingin kemur ekki upp sé að oft taki nokkra daga fyrir nýjar síður að ná inn í leitarniðurstöður. En fyrir nokkrum dögum kom einmitt yfirlýsingin sjálf upp þegar leitað var að henni!

Hér er hlekkur á umfjöllun Björns um þetta: Google beitt í veiruumræðum

Great Barrington yfirlýsingin er ákaflega mikilvæg, því að henni standa ýmsir af fremstu sérfræðingum heims á sviði sóttvarna og faraldursfræða, og tillögur þeirra eru bæði afar skynsamlegar og vel framkvæmanlegar. Þetta veldur því að gagnrýnin og falsfréttirnar sem beint er að yfirlýsingunni og þeim sem að henni standa hafa heldur holan hljóm. 

Maður veltir því æ meira fyrir sér hvaða hagsmunir það eru sem liggja að baki þegar því er hafnað fyrirfram að útfæra leiðir sem virka til að ljúka þessum faraldri. Eru það hugsanlega hagsmunir lyfjafyrirtækjanna sem ráða miklu? Augljóst er að meginhagsmunir lyfjafyrirtækjanna liggja í tvennu. Annars vegar er það hverju fyrirtæki fyrir sig afar mikilvægt að verða sem fyrst á markað með lyf sín og mótefni. Hins vegar eru það sameiginlegir hagsmunir iðnaðarins alls að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að markaðurinn fyrir þessi lyf og bóluefni hverfi. Til þess verður vitanlega að hægja á faraldrinum eins og kostur er. Besta leiðin til þess er að beita víðtækum samfélagslegum hömlum.

Lyfjaiðnaðurinn er ekki beint þekktur fyrir að beita sérlega vönduðum meðulum þegar að hagsmunagæslu kemur. Ég er nú að lesa afar áhugaverða bók eftir hinn þekkta bandaríska rannsóknarblaðamann Gerald Posner, Pharma - Greed, Lies and the Poisoning of America, sem út kom í febrúar á þessu ári. Þar fjallar höfundur um sögu lyfjaiðnaðarins allt frá síðari hluta 19. aldar, og aðferðirnar sem þessi iðnaður beitir til að ná fram hagsmunum sínum. Þessar aðferðir felast ekki aðeins í saklausri markaðssetningu. Þvert á móti er röngum og misvísandi upplýsingum markvisst dreift, vísindagreinar falsaðar, upplýsingum um skaðsemi afurða haldið leyndum og áróðurs- og óhróðursherferðum hrundið af stað gegn þeim sem eftirlit eiga að hafa með iðnaðinum af hálfu stjórnvalda. Og draumastaðan er vitanlega sú að komast í aðstöðu til að stýra ákvörðunum stjórnvalda, hvort sem er með gjöfum er sjá til gjalda eða beinum hótunum ef því er að skipta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband