Great Barrington yfirlýsingin, falsfréttirnar og lyfjaiðnaðurinn

Björn Bjarnason fjallar um það á bloggi sínu í dag hvernig ýmsar falsfréttasíður raðast upp þegar leitað er á Google að Great Barrington yfirlýsingunni, þar sem lagðar eru til markvissar og hnitmiðaðar aðgerðir til að ráða niðurlögum kórónaveirunnar.

Ég prófaði nú rétt áðan að slá inn great barrington declaration og get staðfest að þetta er rétt sem Björn segir. Hlekkir sem vísa á samsæriskenningar og falsfréttir um yfirlýsinguna raðast upp. Yfirlýsingin sjálf kemur hvergi fram. Ein síðan sem kemur upp er hjálparsíða hjá Google þar sem spurningum notenda er svarað. Þar er tiltekið að ástæða þess að yfirlýsingin kemur ekki upp sé að oft taki nokkra daga fyrir nýjar síður að ná inn í leitarniðurstöður. En fyrir nokkrum dögum kom einmitt yfirlýsingin sjálf upp þegar leitað var að henni!

Hér er hlekkur á umfjöllun Björns um þetta: Google beitt í veiruumræðum

Great Barrington yfirlýsingin er ákaflega mikilvæg, því að henni standa ýmsir af fremstu sérfræðingum heims á sviði sóttvarna og faraldursfræða, og tillögur þeirra eru bæði afar skynsamlegar og vel framkvæmanlegar. Þetta veldur því að gagnrýnin og falsfréttirnar sem beint er að yfirlýsingunni og þeim sem að henni standa hafa heldur holan hljóm. 

Maður veltir því æ meira fyrir sér hvaða hagsmunir það eru sem liggja að baki þegar því er hafnað fyrirfram að útfæra leiðir sem virka til að ljúka þessum faraldri. Eru það hugsanlega hagsmunir lyfjafyrirtækjanna sem ráða miklu? Augljóst er að meginhagsmunir lyfjafyrirtækjanna liggja í tvennu. Annars vegar er það hverju fyrirtæki fyrir sig afar mikilvægt að verða sem fyrst á markað með lyf sín og mótefni. Hins vegar eru það sameiginlegir hagsmunir iðnaðarins alls að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að markaðurinn fyrir þessi lyf og bóluefni hverfi. Til þess verður vitanlega að hægja á faraldrinum eins og kostur er. Besta leiðin til þess er að beita víðtækum samfélagslegum hömlum.

Lyfjaiðnaðurinn er ekki beint þekktur fyrir að beita sérlega vönduðum meðulum þegar að hagsmunagæslu kemur. Ég er nú að lesa afar áhugaverða bók eftir hinn þekkta bandaríska rannsóknarblaðamann Gerald Posner, Pharma - Greed, Lies and the Poisoning of America, sem út kom í febrúar á þessu ári. Þar fjallar höfundur um sögu lyfjaiðnaðarins allt frá síðari hluta 19. aldar, og aðferðirnar sem þessi iðnaður beitir til að ná fram hagsmunum sínum. Þessar aðferðir felast ekki aðeins í saklausri markaðssetningu. Þvert á móti er röngum og misvísandi upplýsingum markvisst dreift, vísindagreinar falsaðar, upplýsingum um skaðsemi afurða haldið leyndum og áróðurs- og óhróðursherferðum hrundið af stað gegn þeim sem eftirlit eiga að hafa með iðnaðinum af hálfu stjórnvalda. Og draumastaðan er vitanlega sú að komast í aðstöðu til að stýra ákvörðunum stjórnvalda, hvort sem er með gjöfum er sjá til gjalda eða beinum hótunum ef því er að skipta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Efasemdir:

Dr. Reiner Fuellmich.

The PCR tests cannot and must not detect infections, are not approved for diagnostic purposes and they cannot. They can only determine that a certain fragment of a molecule has been found in the body. 

This is a highly sensitive test that detects everything as accurately as possible. But it is highly sensitive. Therefore it has a high error rate. But you dont have to look at this question once you know that it is not suitable and not intended to detect infections. So if someone tests positive, then all this can mean anything is possible. Only one thing it does not mean, namely an infection. This can only be determined when a person also has symptoms. For example, if you wanted to detect a flu infection, it is not enough to do a test, the person must also have symptoms such as headache, runny nose, or something like that. 

...the industry in general is not interested in anything but money. That is my experience from 26 years of litigation against large corporations and that is what this is all about. The pharmaceutical industry is perhaps only different in that they are even more ruthless and brutal and are only interested in money.

But in the other countries of Europe, but of course also in other countries, for example Namibia, the damage occurred in the same way. So Namibia, to mention this only as an example, everything was quiet until the aid shipment, namely the PCR tests, arrived from Germany "thankfully". From that moment on, everything collapsed and exactly the same measures were implemented as here in Germany. 

Mister Drosten knows very well from virologists that he was wrong when he claimed for a long time that there is talk of infected people and that his PCR tests can detect infections, although this is not the case. He has also rowed back a little bit in the meantime, probably because he can already see that it is getting tighter. A part of the public has noticed that there is constant talk of infections here, but nobody has been ill for months and nobody is dying. That is with Drosten now the deliberately immoral damage. Especially the immorality becomes greater and greater, for he now also talks up a second wave. If there was no PCR test, there would not be a pandemic.

Benedikt Halldórsson, 13.10.2020 kl. 17:36

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er athyglivert. Hvernig tengist þetta því sem nú er að koma fram varðandi óáreiðanleika þessara prófa, sbr. fréttir af bandarískum rannsóknum?

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 17:58

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það eru að fara af stað málaferli í Bandaríkjunum sem mér skilst að Dr. Reiner Fuellmich leiði. Hann er.

 ...a licensed lawyer in Germany and the USA.

Spyrill: Dr. Fuellmich, you are the spiritus rector of the corona damages class action. Those who do not deal with the legal profession on a daily basis are familiar with class action lawsuits, mostly only from the USA. Often in this context to hear and read about the almost monstrous sums of damage that are at stake. Please let us clarify this first: What is a class action lawsuit? What distinguishes it from an individual lawsuit and why is it a collective lawsuit?

Hér er Handritið

Benedikt Halldórsson, 13.10.2020 kl. 18:29

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Benedikt. Ég sé að nú er íslensk þýðing mín komin á vef Great Barrington yfirlýsingarinnar: 

https://gbdeclaration.org/great-barrington-declaration-iceland/

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 19:00

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Undanfarið misseri hafa hrannast upp ábendingar frá rýnendum, greinendum og sjálfstæðum blaðamönnum sem sýnt hafa fram á að Google noti röðunar-algrím sín til að velja, hvað kemur á fyrstu síðu og hvað ekki, þannig að efni sem þóknist ekki heimssýn Google stjórnenda birtist mjög aftarlega í leitarniðurstöðum. Ég hef ekki séð gagnrýni á Bing leitarvélina um þetta.

Ég hef í nokkra mánuði notað duckduckgo leitarvélina sem fyrstu leitarvél og þar kemur Barrington yfirlýsingin fram nærri efst á fyrstu síðu.

Guðjón E. Hreinberg, 13.10.2020 kl. 19:18

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Guðjón. Prófaði þessa leitarvél. Sýnist hún miklu betri og maður er laus við auglýsingarnar embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 19:23

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég renndi í gegnum eina af mest lesnu greinunum sem gagnrýna Great Barrington yfirlýsinguna. Það var áhugaverð lesning. Í afar löngu máli er fáeinum málsgreinum eytt í staðhæfingar um að sú aðferð sem þarna er hvatt til virki ekki. En 95% af textanum eru útlistanir á alls kyns samsæriskenningum og jaðarkenningum, með því fororði, án neinna raka, að Barrington yfirlýsingin sé jafngild til dæmis flatjarðarkenningum, afneitun loftslagsbreytinga, samsæriskenningum um bóluefni og öðru slíku. Mér finnst þetta sýna að gagnrýnandinn er alveg rökþrota.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 287347

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband