Hvað breyttist?

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal gesta í Silfri Egils þann 15. mars síðastliðinn. Þar sagði hann meðal annars: „Við getum ekki komið í veg fyrir að veiran fari um samfélagið. Við viljum bara að hún sýki ekki veikustu einstaklingana sem fara hvað verst út úr sýkingunni [...] Við erum að reyna að búa til ónæmi í samfélaginu á hægan og og öruggan hátt.“

Þetta var 15. mars. Þá var talið að einn af hverjum tuttugu sem fengju veiruna dæju úr henni. Leiðin sem Þórólfur mælti með var nákvæmlega sú leið sem lögð er til í Great Barrington yfirlýsingunni.

Hvað ef við fengjum fjórum til fimm sinnum stærri far­ald­ur? Spurði Þórólf­ur. Hvað ef til­fellin væru 300-500 dag? Eða jafn­vel um 2.000 eins og spár vís­inda­fólks í Háskóla Íslands bentu til að þau gætu orðið ef ekk­ert yrði að gert. ...  „Að læknar skuli halda þessu fram [að fara þá leið sem hann mælti sjálfur með 15. mars] – mér bara finnst það ótrú­leg­t.“

Á sama fundi sagði forstjóri LSH: [að] spít­al­inn hafi getu um­fram svört­ustu spár til að mæta þörf á gjör­gæslu­rým­um og önd­un­ar­vél­um. 

Þetta var 8. október. Þá var dánarhlutfallið samkvæmt nýjustu áætlunum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar rúmlega einn af hverjum þúsund.

Hvað breyttist? Hvers vegna breyttist það? Hver voru áhrif fulltrúa lyfjaiðnaðarins á þessa algeru viðhorfsbreytingu?

Því hvað veiruna varðar var það eina sem breyttist að það kom í ljós með tímanum að hún væri miklu hættuminni en fyrst var álitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

frakklanndÞað er engin fylgni á milli fjölda "smita" og dauðsfalla. Engin svör fást.frakkland numer 55 Hvað er í gangi? Í Frakklandi er útgöngubann í mörgum borgum. Engin læknir getur fullyrt með einföldu prófi að fólk sé veikt án einkenna. Prófin eru of næm en yfirvöld loka fólk inni án sannana. Slíkt ofbeldi hefur hræðilegar afleiðingar. 

Þegar myndin hér til vinstri er skoðuð, sést að dauðsföll er nánast engin miðað við öll "smitin". 

En þegar "Daily New Cases" er sett á sama kvarða og fjöldi látinna er ljóst að ekki er allt með felldu. 

 

Benedikt Halldórsson, 15.10.2020 kl. 08:23

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Síðustu sóttvarnaraðgerðir virðast mér ekki hafa komið að neinu haldi, en auðvitað valdið heilsufarsskaða og veikt viðkomandi fyrirtæki.  Þetta var lokun sundstaða, þrekstöðva og samkomutakmarkanir niður í 20.  

Það er ekki alls kostar rétt hjá "þríeykinu", að sóttvarnaraðgerðir séu hér vægari en yfirleitt annars staðar.  Einangrun er lengri hér en á hinum Norðurlöndunum og fleirum er dembt í sóttkví.  Í Svíþjóð fara bara aðilar nákomnir sýktum í sóttkví, en hinum er tilkynnt, að þeir séu í áhættuhópi, og skuli fara í greiningu strax og þeir verða varir við einhver grunsamleg einkenni.  

Mér finnast tillögur Great Barrington skynsamlegar í ljósi þess, að halda þarf þjóðfélaginu sem virkustu í líklega meira en 1 ár héðan í frá, þar til eitthvert bóluefni berst.

Bjarni Jónsson, 15.10.2020 kl. 10:58

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Er það rétt sem ég sá einhverstaðar, Þorsteinn, að þetta Great Barrington tengist á einhvern hátt einhverri bandarískri hægrihugveitu?

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 11:24

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hvet þig til að lesa yfirlýsinguna Kristján og kynna þér röksemdirnar sem þar eru settar fram, kynntu þér líka gagnrýni sem fram hefur komið á hana, það er hægt að finna einhverja málefnalega gagnrýnipunkta. Þegar þú ert þannig búinn að kynna þér röksemdir og gagnrýni getur þú eflaust myndað þér skoðun á því hvort leiðin sem þarna er lögð til sé skynsamleg eða ekki. Ég vek athygli þína á að þetta er sú leið sem sóttvarnalæknir mælti með þann 15. mars.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 13:18

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristján,

Hér er yfirlýsingin. Hún er stutt og laggóð og ætti ekki að taka lengri tíma að lesa en sem nemur tímanum sem tekur kaffivél að fylla bolla:

https://gbdeclaration.org

Höfundar hennar, svona ef þú vilt reyna að þefa uppi vensl við eitthvað:

Dr. Martin Kulldorff, professor of medicine at Harvard University, a biostatistician, and epidemiologist with expertise in detecting and monitoring infectious disease outbreaks and vaccine safety evaluations.

Dr. Sunetra Gupta, professor at Oxford University, an epidemiologist with expertise in immunology, vaccine development, and mathematical modeling of infectious diseases.

Dr. Jay Bhattacharya, professor at Stanford University Medical School, a physician, epidemiologist, health economist, and public health policy expert focusing on infectious diseases and vulnerable populations.

Aðrir læknar og sérfræðingar sem skrifa undir:

Dr. Rajiv Bhatia, physician, epidemiologist and public policy expert at the Veterans Administration, USA

Dr. Stephen Bremner,professor of medical statistics, University of Sussex, England

Dr. Anthony J Brookes, professor of genetics, University of Leicester, England

Dr. Helen Colhoun, ,professor of medical informatics and epidemiology, and public health physician, University of Edinburgh, Scotland

Dr. Angus Dalgleish, oncologist, infectious disease expert and professor, St. George’s Hospital Medical School, University of London, England

Dr. Sylvia Fogel, autism expert and psychiatrist at Massachusetts General Hospital and instructor at Harvard Medical School, USA

Dr. Eitan Friedman, professor of medicine, Tel-Aviv University, Israel

Dr. Uri Gavish, biomedical consultant, Israel

Dr. Motti Gerlic, professor of clinical microbiology and immunology, Tel Aviv University, Israel

Dr. Gabriela Gomes, mathematician studying infectious disease epidemiology, professor, University of Strathclyde, Scotland

Dr. Mike Hulme, professor of human geography, University of Cambridge, England

Dr. Michael Jackson, research fellow, School of Biological Sciences, University of Canterbury, New Zealand

Dr. Annie Janvier, professor of pediatrics and clinical ethics, Université de Montréal and Sainte-Justine University Medical Centre, Canada

Dr. David Katz, physician and president, True Health Initiative, and founder of the Yale University Prevention Research Center, USA

Dr. Andrius Kavaliunas, epidemiologist and assistant professor at Karolinska Institute, Sweden

Dr. Laura Lazzeroni, professor of psychiatry and behavioral sciences and of biomedical data science, Stanford University Medical School, USA

Dr. Michael Levitt, biophysicist and professor of structural biology, Stanford University, USA. Recipient of the 2013 Nobel Prize in Chemistry.

Dr. David Livermore, microbiologist, infectious disease epidemiologist and professor, University of East Anglia, England

Dr. Jonas Ludvigsson, pediatrician, epidemiologist and professor at Karolinska Institute and senior physician at Örebro University Hospital, Sweden

Dr. Paul McKeigue, physician, disease modeler and professor of epidemiology and public health, University of Edinburgh, Scotland

Dr. Cody Meissner, professor of pediatrics, expert on vaccine development, efficacy, and safety. Tufts University School of Medicine, USA

Dr. Ariel Munitz, professor of clinical microbiology and immunology, Tel Aviv University, Israel

Dr. Yaz Gulnur Muradoglu, professor of finance, director of the Behavioural Finance Working Group, Queen Mary University of London, England

Dr. Partha P. Majumder, professor and founder of the National Institute of Biomedical Genomics, Kalyani, India

Dr. Udi Qimron, professor of clinical microbiology and immunology, Tel Aviv University, Israel

Dr. Matthew Ratcliffe, professor of philosophy, specializing in philosophy of mental health, University of York, England

Dr. Mario Recker, malaria researcher and associate professor, University of Exeter, England

Dr. Eyal Shahar, physician, epidemiologist and professor (emeritus) of public health, University of Arizona, USA

Dr. Karol Sikora, physician, oncologist, and professor of medicine at the University of Buckingham, England

Dr. Matthew Strauss, critical care physician and assistant professor of medicine, Queen’s University, Canada

Dr. Rodney Sturdivant, infectious disease scientist and associate professor of biostatistics, Baylor University, USA

Dr. Simon Thornley, epidemiologist and biostatistician, University of Auckland, New Zealand

Dr. Ellen Townsend, professor of psychology, head of the Self-Harm Research Group, University of Nottingham, England

Dr. Lisa White, professor of modelling and epidemiology, Oxford University, England

Dr. Alexander Walker, principal at World Health Information Science Consultants, former Chair of Epidemiology, Harvard TH Chan School of Public Health, USA

Dr. Simon Wood, biostatistician and professor, University of Edinburgh, Scotland

Geir Ágústsson, 15.10.2020 kl. 13:25

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Takk fyrir svörin en þau eru ekki við því sem ég spurði um. Vitið þið hvort Barrington tengist bandarískri hægrihugveitu? (Ég man ekki hvar ég sá þetta). 

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 13:35

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jæja, ég gúgglaði:

Þetta er "libertarian" hugveita skv. Wikipediu: https://en.wikipedia.org/wiki/American_Institute_for_Economic_Research

Kjarninn fjallar um fyrirbæri í dag og segir m.a.: "Það hefur þó ekki alltaf fylgt sögunni – og raunar sjaldnast – að hugveitan sem hafði veg og vanda að fundinum hefur afgerandi hugmyndafræðilega sýn. „AIER sér fyrir sér heim þar sem samfélög eru skipulögð samkvæmt lögmálum ósvikins frelsis – þar sem hlutverk stjórnvalda er skarplega afmarkað við úthlutun almannagæða og einstaklingar geta blómstrað á frjálsum markaði og í frjálsu samfélagi,“ segir í lýsingu hugveitunnar á sjálfri sér."

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 13:41

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þarna í Kjarnanum er vitnað í aðra vísindamenn sem segja Barrington-nálgunina byggða á einfaldri rökvillu.

Ég verð að viðurkenna að um leið og eitthvað tengist bandarískum hægrihugmyndaveitum þá missi ég áhugann. En það eru vísast bara fordómar.

Held áfram að trúa Þórólfi.

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 13:43

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er áhugavert Kristján, því ef yfirlýsingin er byggð á rökvillu getum við auðvitað ekki tekið mark á henni. Hver er rökvillan?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 14:15

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég verð nú að játa að ég veit ekki hver þessi meinta rökvilla er, enda er það alls ekki ég sem er að halda því fram að Barrington byggist á rökvillu. Ég vitnaði í Kjarnann sem vitnar í vísindamenn. Meira veit ég ekki. Mér fannst samt vert að nefna þetta. Bendi á Kjarnann sem útskýrir þetta örugglega mun betur en ég gæti gert:

https://kjarninn.is/skyring/2020-10-15-skalad-i-kampavini-fyrir-haettulegum-rokvillum/

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 14:20

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú jæja, Kristján minn. En þú myndar þér samt afstöðu á grundvelli rökvillu sem þú veist ekki hver er. En þú ert auðvitað alveg frjáls að því að gera það.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 14:28

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei, Þorsteinn, ég myndaði mér ekki skoðun á grundvelli rökvillu sem ég veit ekki hver er. Ég myndaði mér skoðun á grundvelli fordóma gagnvart bandarískum hægrihugveitum. Og já, það er mér frjálst að gera. 

Það er svolítið grunsamlegt hvað þú virðist eiga erfitt með að átta þig á því hvað sagt er við þig. Ekki til þess fallið að maður taki mikið mark á því sem þú segir. 

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 14:35

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú ekki skárra að mynda sér skoðun á grundvelli einhvers sem kemur málinu bara alls ekki við. Það skiptir nefnilega engu máli hver hýsir vef yfirlýsingarinnar. Ég veit ekkert um þessa stofnun og hef ekki séð neina ástæðu til að kynna mér hana. Þetta mætti þessvegna vera kínverski kommúnistaflokkurinn mín vegna.

Það sem skiptir máli eru rökin með og á móti því sem haldið er fram í yfirlýsingunni. Sú rökræða sker úr um hvort hún er tæk til leiðbeiningar eða ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 14:42

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þökk sé pensílíninu sem var fundið upp 1928, náði fólk í Evrópu og Ameríku háum aldri. Frá því að faraldrinum lauk í vor deyja fimm þúsund á dag úr "farsóttinni". Í ár deyja 840 þúsund fleiri en árið á undan. Á næsta ári munu um milljón fleiri deyja Hvers vegna? Eina skýringin er elli. Stórir árgangar af fólki sem lifði lengur en kynslóðirnar á undan vegna framfara í læknavísindum. Nú er þetta fólk að kveðja. 

Í löndum þar sem meðalalduir er lægstur með 2,092,068,727 íbúa - meira en tveir milljarðar. Hafa 

dánið úr veirunni: 98,536 - eða innan við hundrað þúsund.

Dánir úr veirunni í heiminum: 1,081,667. 

Ég skipti um skoðun eftir að ég kynnti mér málið. 

Benedikt Halldórsson, 15.10.2020 kl. 14:49

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Alveg rétt, Þorsteinn, það er engu skárra. En athugasemd mín var við að þú virtist annaðhvort ekki skilja það sem ég sagði eða rangtúlka það. Bara spurning um að mistúlka ekki vísvitandi. Og svo hitt, að þegar ég spurði einfaldrar spurningar áðan svaraðirðu ekki því sem ég spurði um, þótt það hafi verið einfalt og skýrt, heldur reyndir að fara með umræðuna í aðra átt.

Benedikt, ég skil ekki athugasemdina þína.

Kristján G. Arngrímsson, 15.10.2020 kl. 15:14

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit ekki betur en að ég hafi svarað þér Kristján. Ég veit ekkert um stofnunina sem hýsir þennan vef. Og ég get ekki séð að það komi málinu neitt við hver hún er. Ég bið þig að afsaka það að hafa ætlað þér að mynda þér skoðun á grunni rökvillu sem þú veist ekki hver er í stað þess að mynda þér skoðun á grunni einhvers sem kemur málinu ekki við. Það er þó bita munur en ekki fjár.

Veit ekki hvers vegna ég er að reyna að svara þér á grunni málefna. Það er bersýnilega alveg tilgangslaust.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 15:25

17 Smámynd: Benedikt Halldórsson

island 4

Benedikt Halldórsson, 15.10.2020 kl. 15:25

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rökin og þar með útskýring á rökvillu hjarðónæmisleiðarinnar, eru rakin ágætlega af þríeykinu samanber eftirfarandi tilvitnun úr greininni á Kjarnanum sem Kristján vitnar til í athugasemd hér að ofan.

„Smitstuðull veirunnar er talinn vera 2,5-6. Ef hann er 2,5 þurfa 60% þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi, ef smitstuðull er 6, þá 83%. Ef 60% þjóðarinnar (219.000 manns) sýkjast þá gætu 7.000 einstaklingar þurft innlögn á sjúkrahús, um 1.750 innlögn á gjörgæsludeild og 660 látist, miðað við hlutfallstölur frá fyrstu bylgju. Ef veiran fengi að ganga nokkuð óáreitt er augljóst að heilbrigðiskerfið myndi engan veginn ráða við fjöldann og að þessar tölur yrðu mun hærri. Í nýju, finnsku spálíkani er gert ráð fyrir 88 þúsundum smita næstu tvo og hálfan mánuð hérlendis, ef engar sóttvarnaaðgerðir væru í gangi og myndu allt að 3.000 einstaklingar greinast daglega seinni hluta nóvember,“ skrifa þau Alma, Víðir og Þórólfur.

Enn fremur segir í greininni:

„Óumdeilt þykir að harðar sóttvarnaaðgerðir geta verið skaðlegar og því hefur verið áhersla á að hafa sóttvarnaaðgerðir sem mildastar hérlendis. Þannig var lífið í landinu með næsta eðlilegum hætti áður en þriðja bylgjan hófst og grípa þurfti til hertra aðgerða til þess að fletja kúrfuna vegna álags á heilbrigðiskerfið. Það er vísbending um að leið Great Barrington-hópsins kunni að vera nánast óframkvæmanleg, ef vilji er til þess að halda innviðum heilbrigðiskerfisins starfandi,“ skrifar þríeykið.

Theódór Norðkvist, 17.10.2020 kl. 08:43

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Theodór. Ég las þessa grein veiruþrenningarinnar. Þar er ruglað saman Barrington leiðinni, sem snýst um að vernda þá hópa sem eru viðkvæmastir, og almennri og takmarkalausri dreifingu veirunnar. Það sem verra er er það að veiruþrenningin útlistar fyrst hvað gæti gerst ef dreifingin væri takmarkalaus, og heimfærir svo þær niðurstöður upp á Barrington leiðina. 

En Barrington leiðin snýst einmitt um að vernda sérstaklega elsta og viðkvæmasta hópinn, fólkið sem eru talsverðar líkur á að þurfi spítalavist og deyji úr sjúkdómnum. Þegar þú hefur tekið þann hóp út fyrir sviga er algerlega fráleitt að nota sömu forsendur um innlagnir og dauðsföll eins og ef sá hópur er inni í myndinni. Því munurinn á innlögnum og dauðsföllum eftir aldurshópum er gríðarlegur og elsti hópurinn kemur langsamlega verst út. Þetta sýna öll gögn.

Er þetta óheiðarlegur málflutningur? Er þetta tilraun til að blekkja almenning? Eða hafa höfundarnir ekki þekkingu á málinu?

Ég ætla ekki að svara því, en hvet þig til að hugleiða það.

Spurningin varðandi Barrington leiðina er ekki sú hvort hún grundvallist á gögnum og traustum rökum, því það gerir hún svo sannarlega. Hún snýst um að leysa vandann með hnitmiðuðum aðgerðum sem byggjast á þekktum staðreyndum um sjúkdóminn. Setja fókusinn á þá sem eru í hættu og láta hjarðónæmi annarra tryggja að þeir geti í framhaldinu átt eðlilegt líf. Spurningarnar sem skipta máli eru hins vegar þrjár:

Í fyrsta lagi má spyrja hvort hjarðónæmið endist. Rannsóknir virðast benda til að það geri það, en það er auðvitað mögulegt að eitthvað komi fram síðar sem bendir í aðra átt. Veiran er kvefveira, við fáum kvef aftur og aftur, og ónæmi gagnvart því virðist ekki myndast. Og það hefur heldur aldrei tekist að búa til bóluefni við kvefi. Ef þetta er staðan er enginn kostur góður, þá gætum við jafnvel þurft að búast við að tíu milljón manns deyi úr þessari pest árlega í heiminum, án þess að við getum gert mikið við því. Sé það staðan er það skásta sem við getum gert að stórauka afkastagetu heilbrigðiskerfa heimsins og sleppa svo veirunni lausri. 

Í öðru lagi má spyrja hvort frekar borgi sig að halda áfram að bíða eftir bóluefni. Samkvæmt WHO er þess ekki að vænta fyrr en eftir tvö ár og alls óvíst raunar hvort bóluefni sem virkar kemur einhvern tíma. En setjum sem svo að það komi. Hversu mörgum dauðsföllum gætum við forðað á þeim tíma með hörðum aðgerðum? Hversu mörg verða dauðsföllin vegna aðgerðanna? Ef við tökum þessu veðmáli þurfum við að meta þetta og bíða svo. Sé matið að við björgum fleirum með því en með því að fara Barrington leiðina er skynsamlegt að bíða og sjá. En þá er lykilatriði að taka öll áhrifin með í reikninginn. Líka milljónirnar sem munu deyja úr hungri árlega beinlínis vegna sóttvarnaraðgerða.

Í þriðja lagi má spyrja hversu auðveld þessi leið er í framkvæmd. Hvernig á að fara að því að tryggja elsta og viðkvæmasta hópinn? Hvernig á að fara að því að vernda aðra sem eru viðkvæmir og í mikilli hættu? Í yfirlýsingunni er drepið lauslega á með hvaða hætti mætti gera þetta, en ef fara ætti þessa leið yrði vitanlega að kafa ofan í það nákvæmlega og leggja mat á hvernig ætti að útfæra aðferðina og hversu raunhæft það er. Þetta er það sem sóttvarnasérfræðingar og yfirvöld ættu að vera að velta fyrir sér. Tillagan er komin fram. Hún kemur frá nokkrum af helstu sérfræðingum heims í sóttvörnum. En ég veit ekki til þess að veiruþrenningin hafi haft samband við þetta fólk til að viðra efasemdir sínar og spyrja nánar um útfærslu. Ábyrgt fólk myndi bregðast við með því að grannskoða hversu raunhæf lausnin er. Ekki með því að reyna að blekkja fólk með strámannsrökum til að trúa því að hún feli í sér eitthvað annað en hún gerir.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 11:39

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, ertu að segja að Barrington vilji ekki fara hjarðónæmisleiðina? Hvernig túlkarðu þá þennan kafla úr yfirlýsingunni?

Eftir því sem ónæmi byggist upp meðal almennings dregur úr smithættu hjá öllum hópum, þar á meðal þeim viðkvæmustu. Við vitum að á endanum næst hjarðónæmi um allan heim, þ.e. smitstuðull nær jafnvægi, og að bóluefni getur hjálpað til við þetta (en er ekki nauðsynlegt). Af þessum sökum ætti markmið okkar að vera að lágmarka dauðsföll og samfélagslegt tjón þar til hjarðónæmi hefur náðst.

Theódór Norðkvist, 17.10.2020 kl. 13:21

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Annars er ég enginn talsmaður þríeykisins, hef mínar eigin skoðanir og er reyndar á báðum áttum hvað gera skal, þó ég hneigist kannski frekar til samkomutakmarkana og slíks. Vitanlega verður að gæta að lömunaráhrif á efnahagslífið verði ekki of mikil af þeirra sökum.

Reyndar bý ég í landi sem hefur sennilega komist næst því að beita Laissez-faire aðferð í veiruvörnum. Mér finnst Gunnar Rögnvaldsson hafa skýrt það ágætlega út að efnahagssamdráttur hefur orðið meiri þar en á hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir lausatökin.

Theódór Norðkvist, 17.10.2020 kl. 13:32

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þannig að ekki virðast Svíar hafa grætt mikið á Laissez-faire aðferðinni, annað en fleiri dauðsföll, ef hægt er að kalla það gróða.

Vildi bæta þessu við, þess væri óskandi að Mbl byði upp á að leiðrétta athugasemdir í bloggkerfinu.

Theódór Norðkvist, 17.10.2020 kl. 13:34

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er spurning um orðanotkun held ég Theódór. Veiruþrenningin skilgreinir hjarðónæmisleiðina sem óhefta útbreiðslu. Ég fæ ekki betur séð. Barrington leiðin snýst um að ná hjarðónæmi en án óheftrar útbreiðslu. Þarna liggur meginmunurinn. Annars vegar engin stýring, hins vegar hnitmiðaðar aðgerðir.

Svíar fóru bælingarleið eins og var farin á Íslandi, en treystu frekar á almenning að gæta sín en að setja miklar hömlur. Ég held að ástæðan hafi verið sú að Tegnell gerði sér grein fyrir að hömlur og miklar takmarkanir gengju ekki til lengdar. Það er líka að koma í ljós víða, þar með talið hérlendis. Nýjustu spár gera ráð fyrir 4,8% samdrætti á þessu ári í Svíþjóð. Það er umtalsvert minna en í mörgum löndum. En það er margt sem hefur áhrif á þetta. Svíar urðu til dæmis fyrir umtalsverðum samdrætti í útflutningsgreinum. Það er líklegt að samdrátturinn hefði orðið enn meiri með útgöngubönnum og þess háttar. Og mér skilst að helmingur dauðsfallanna þar hafi verið vegna þess að það tókst ekki að verja hjúkrunarheimilin í upphafi. Það skiptir geysilegu máli.

Eina leiðin til að leiðrétta athugasemd er að biðja höfundinn að taka hana út og setja hana inn aftur.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 14:59

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei, þú þarft ekki mín vegna að taka út athugasemd(ir) mína(r). Þær urðu þrjár, en hefði orðið ein tvíleiðrétt ef það hefði verið hægt að leiðrétta. Ég reyni að senda bara eina athugasemd í einu, læt nafna þinn Briem um að vera konung athugasemdahalanna. Ég ætla ekki að velta honum úr sessi og gæti það líklega ekki, hann hefur það mikla yfirburði á því sviðinu.cool

Ég held það megi alveg taka þessar Barrington tillögur til skoðunar og það segir þríeykið m.a.s. sjálft í lok Kjarnagreinarinnar, að hver og einn sé hvattur til að leggja fram sínar skoðanir. Hinsvegar eru embættismenn valdir til að sjá um þessi mál og (vonandi) ræður hæfni því vali og ekki flokksskírteinið.

Þeir sem hafa hugmyndir um sóttvarnir, jafnvel þeir sem eru hámenntaðir í þeim geira, ættu frekar að reyna að koma sér áfram í þær stöður sem leggja línurnar, eða reyna að hafa áhrif á ráðandi stofnanir með því að hafa beint samband við þeir. Í stað þess að róa áfram á almenningsálitinu og fá almenning á sitt band til að breyta hinni opinberu stefnu, með einhverri múgæsingu.

Þetta síðastnefnda heitir nefnilega pólitík. Kannski er tengingin á Barrington-yfirlýsingunni við frjálshyggjuhugveituna ekki alveg tilhæfulaus? Ef sóttvarnir væru reknar eftir skoðanakönnunum, þá fyrst væru þær í molum.

Theódór Norðkvist, 17.10.2020 kl. 16:17

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það stefnir nú í að þú farir að ná nafna mínum embarassed

Blessunarlega hefur bloggið mitt reyndar að mestu sloppið við þá farsótt, en maður skyldi aldrei segja aldrei.

Það er alveg rétt sem þú ert að segja, að vilji fólk hafa áhrif sé skynsamlegt að reyna þá að komast til þeirra áhrifa. En nú stöndum við hins vegar í þeim sporum að fást við vandamál sem þarf að leysa hratt. Það býður einfaldlega ekki upp á slíkt. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem hafa áhyggjur af ástandinu og hafa lagt sig fram um að kynna sér aðrar lausnir beiti sér fyrir þeim í opinberri umræðu. Það getur hins vegar oft verið við ramman reip að draga þegar að því kemur, ekki síst í þessum málum. Múgæsingin er nefnilega svo sannarlega til staðar, yfirgengilegur ótti við sjúkdóminn, samfara ótrúlegri skammsýni og skorti á gagnrýninni hugsun. Og sóttvarnirnar eru einmitt reknar eftir skoðanakönnunum að talsverðu leyti. Stjórnvöld elta þær og það hefur svo sannarlega áhrif á þá sem stýra þessum málum. Ég hugsa til dæmis að viðhorfsbreytingin sem ég rek í þessari færslu eigi sér einmitt rót í þessu.

Fréttaflutningurinn snýst svo mest um að hamra á fjölda smita og rekja svo í löngu máli einhver einstök tilfelli þar sem fólk hefur farið illa út úr pestinni. Undantekningartilfellin verða svo gjarna að almennu viðmiði í huga fólks. Og gagnrýni er mætt með upphrópunum um samsæri og hægri-hugveitur og Guð veit hvað. En að setjast niður, kynna sér rökin með og á móti, það er flestum fjarri. Því miður.

Það er kannski hálfgerð geðbilun að reyna að halda uppi vitrænni umræðu um þessi mál í svona andrúmslofti. En ég hef einfaldlega of miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem þetta hefur fyrir samfélagið til að láta það á mig fá.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 17:43

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þær voru nú bara þrjár ég hef séð 7-8 frá Steina og ekki til að leiðrétta. Nema þú leggir allar saman sem ég hef sent, en það er ekki hali, ef aðrar koma á milli!

Hvað um það, þú kvartar um að fólk hlusti ekki á rök, en ég hef ekki séð þig reyna að svara mínum rökum. Þú segir að þríeykið mistúlki Barrington-yfirlýsinguna sem tillögu um hömlulausa dreifingu, en hvar gera þeir það? Eina sem þau segja er að ef veiran fær að ganga um nokkuð óáreitt, en hvergi að talað sé um hömlulausa dreifingu.

Ég les það út úr löngu athugasemdinni þinni að það þurfi að útfæra þessa Barrington nálgun, en ef það þarf að hugsa hana nánar, hvers vegna er verið að biðja fólk um að skrifa undir hana? Er það ekki eins og að biðja fólk um að skrifa undir óútfylltan tékka, sem viðtakandinn getur síðan fyllt út eins og hann(hún) vill?

Auk þess ef þessi nálgun þarfnast frekari útfærslu, hvernig á þríeykið, eða hver sem er, ef út í það er farið, að svara henni? Kannski með að fimm ára háskólanám í sóttvörnum væri ágætis byrjun?

Barrington-gengið (og þú, ef þú samsamar þig með þeim) verða að skýra hvernig á að verja hina viðkvæmu hópa, ef þið viljið að mark verði tekið á hugmyndum ykkar. Á að skilja börn frá foreldrum? Á að banna öldruðum að kaupa í matinn? Á að banna þeim að nota almenningssamgöngur? Þetta eru bara fáeinar spurningar, sjálfsagt eru þær fleiri.

Við erum svo (ó)heppin að búa í sama samfélaginu, eldri og yngri og það lítur ekki vel út að fara að skapa tíu samfélög í einu landi, eða landssvæði. Hvernig á það eiginlega að ganga upp?

Ég er ekki að segja að allt sé í lagi með Status Quo, en við verðum samt að kunna að skilja á milli pólitíkur og sóttvarna. Það er pólitík að segja að menn megi gera hvað sem þeir vilja þegar faraldur er í gangi, en það eru sóttvarnir þegar fólki er sagt að halda sig heima (eða valsa út um allt og dreifa veirunni, ef það verður niðurstaðan). Ætli væri ekki réttara að kalla slíkt skort á sóttvörnum?

Theódór Norðkvist, 17.10.2020 kl. 22:18

27 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég var nú bara að stríða þér. Það toppar engin Steina Briem, hvorki í fjölda né lengd athugasemda.

Þríeykið talar um hömlulausa dreifingu í greininni í Fréttablaðinu. Ég las hana gaumgæfilega. Þetta er mitt svar við þínum rökum.

Mér finnst nálgunin sem Barrington hópurinn leggur til skynsamleg, einfaldlega vegna þess að hún gengur út á að beita hnitmiðuðum aðgerðum. Það finnst mér að hljóti að vera rétt nálgun. Ástæðan er sú að við vitum að hættan af þessari pest er mjög mikil fyrir gamalt fólk, en nánast engin fyrir hina yngri. Nákvæmlega hvernig á að útfæra það veit ég ekki, en ég geri ráð fyrir að fólkið sem stendur að yfirlýsingunni hafi tök á að gera það. Mér finnst það í það minnsta tilraunarinnar virði að komast að því, vegna þess að það sem við erum að gera núna er að valda svo gríðarlegu tjóni á lífi fólks. Ég hef aldrei sagt að fólk eigi að gera hvað sem það vill. Þvert á móti. Ég er frjálshyggjumaður. En þegar við glímum við svona aðstæður verðum við að vera tilbúin að fórna frelsinu tímabundið til að komast út úr þeim. Þetta er svipað og í stríði. Þá getur þurft að fórna einstaklingsfrelsinu tímabundið. Og Barrington yfirlýsingin snýst með engum hætti um pólitík. Hún snýst bara um að reyna að finna skynsamlega og raunhæfa leið til að takast á við þetta.

Ef ég væri sóttvarnalæknir væri ég búinn að hringja í eitthvert þeirra sem standa að Barrington yfirlýsingunni og óska eftir fundi til að fara yfir þeirra tillögur, viðra mínar efasemdir og fá úr því skorið hvort þessi nálgun gæti gengið upp hérlendis. Ekki gleyma því Theódór að þetta er einmitt leiðin sem Þórólfur talaði um í upphafi. En það var áður en fulltrúi lyfjaiðnaðarins tók yfir sóttvarnir hérlendis með snilldarlegum hætti.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband