Dánarhlutfall lækkar - en hvað um gamla fólkið?

Í vor þegar gerð var rannsókn á útbreiðslu Covid 19 hérlendis höfðu greinst um 1.800 smit í skimunum. Mótefnarannsóknin sýndi að um 3.600 hefðu smitast. Nú hafa greinst um 3.700 smit og ef hlutfallið er það sama mætti álykta að ríflega 7.000 manns hafi smitast. Dánarhlutfallið er þá komið úr 0,3% niður í 0,15%. Það er í ágætu samræmi við nýjasta mat WHO á heimsvísu.

Þegar smittölur og aukning smita eftir aldurshópum er skoðuð sést að smitin eru að dreifast nokkuð jafnt á aldurshópa. Þetta er áhyggjuefni því elsti hópurinn er um 1.000 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni en unga fólkið. Hvers vegna er ekki beitt hnitmiðuðum aðgerðum til að vernda þennan hóp almennilega, eins og þau sem standa að Barringon yfirlýsingunni leggja til? Við eigum marga færa sérfræðinga í lýðheilsu, sem yrði ekki skotaskuld úr því að móta gagnlegar tillögur til að vernda viðkvæmasta hópinn. Af hverju eru starfskraftar þessa fólks ekki nýttir?


mbl.is 88 smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Sæll Þorsteinn, hefurðu eitthvað skoðað hneykslismál hjá WHO, helstu ráðgjöfum yfirvalda hér?

National governments, WHO, and EU agencies had all been guilty of actions that led to a “waste of large sums of public money, and unjustified scares and fears about the health risks faced by the European public,” 


https://www.worldpharmanews.com/research/1255-british-medical-journal-who-must-act-now-to-restore-its-credibility-and-europe-should-legislate

https://www.ruv.is/frett/hagnast-a-svinaflensunni

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.10.2020 kl. 12:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sennilega er búið að senda allt fólkið sem getur eitthvað heim í sóttkví. Bróðir minn er t.d. nýsloppinn úr slíkri - stálhraustur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður sem hefði nauðsynlega þurft að vera á vakt í stað þess að vera heima.

Geir Ágústsson, 14.10.2020 kl. 12:53

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það væri hjálplegt að hafa graf með hlutfalli nýinnlagna á hverjum tíma -ekki bara hvað margir liggja inni. En það myndi líklega grafa undan sögustundinni.  

Ragnhildur Kolka, 14.10.2020 kl. 13:53

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í ár munu 840 þúsund fleiri jarðarbúar deyja en árið á undan. Hversu margir munu deyja í ár? Ef bera á saman árið á undan verður að taka tillit til þess að æ fleiri deyja úr elli. Það getur líka skýrt hvers vegna "farsóttinn" drap svo marga.

 

2020.....59,230,000

2019.....58,390,000.....840,000

2018.....57,630,000.....760,000

2017.....56,940,000.....690,000

2016.....56,330,000.....610,000

2015.....55,820,000.....510,000

2014.....55,410,000.....410,000

2013.....55,090,000.....320,000

2012.....54,840,000.....250,000

2011.....54,640,000.....200,000

2010.....54.000,000.....140,000

2009.....54,390,000.....110,000

2008.....54,300,000......90,000

2007.....54,220,000......80,000

2006.....54,130,000......90,000

Daily Deths

Farsóttin drap í byrjun en frá með sumri er fólk aðallega að deyja úr elli.  

Farsóttir haga sér ekki eins og klukkur.

 

 

Benedikt Halldórsson, 14.10.2020 kl. 17:38

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef við ætlum að velja leiðina til að fækka dauðsföllum verulega er hún bara ein: Verja elsta aldurshópinn.

Leiðin sem nú er farin, að hægja á útbreiðslunni, fækkar ekki dauðsföllum heldur frestar hún þeim bara.

Nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins hefur lagt til að loka alla inni í hálfan mánuð og hefur spáð því að þannig megi fækka dauðsföllum á árinu um 8.000. En honum láðist að velta fyrir sér hvað gerðist svo eftir áramót. Því um leið og fólkinu verður hleypt út aftur fjölgar smitum vitanlega á nýjan leik.

Þetta er frábært dæmi um fáránleik þeirrar stefnu sem einnig er fylgt hérlendis: Í stað þess að verja þá sem eru í raunverulegri hættu er því bara frestað að þeir deyi.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2020 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband