Aðgerðirnar valda óbætanlegu tjóni

Ómarkvissar og fálmkenndar aðgerðir til að draga þennan faraldur á langinn valda óbætanlegu tjóni. Það er stóralvarlegt að sjö af hverjum tíu háskólastúdentum líði illa eða mjög illa vegna þessara aðgerða stjórnvalda. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hverjar óumflýjanlegar afleiðingar þess eru.

En stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og bíða. Hvert er markmið þeirra? Að hámarka heildartjón vegna þessa faraldurs? Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu.

Hér má undirrita kröfu um að opna framhaldsskóla og hefja íþróttastarf barna og unglinga: Undirskriftalistinn


mbl.is 67% stúdenta líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

þessi undirskriftarsöfnun var að fara í gang
https://is.petitions.net/opni_framhaldsskola_og_hefji_irottastarf_barn_og_unglinga?s=78108075&utm_source=fb_share&fbclid=IwAR109VOO10MXHkkyEYJ3dNdIgJVdnk1LDCMRUOYGF41d-mb3i3gaVRAK-kU

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.10.2020 kl. 20:38

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef landið væri opið með jafn mörg smit og eru núna, væri það sönnun þess að við hefðum átt að loka landinu. 

En þegar við lokum landinu og árangurinn er heimsmet í smitum, er það sönnun þess að ástandið væri enn verra án lokunar. 

Já, ég tel að þessi lokun geri illt miklu verra á öllum sviðum. 

Benedikt Halldórsson, 19.10.2020 kl. 20:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk. Ég bætti inn hlekki í færsluna á undirskriftasöfnunina. Gott framtak!

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 21:04

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jæja Þorsteinn, þú heldur áfram að breyta orðum annarra eins og hentar þínum eigin málflutningi. Í þessari frétt sem þú vitnar til stendur hvergi að stúdentum líði illa vegna aðgerða stjórnvalda, heldur stendur amk. tvisvar að þeim líði illa vegna Covid og afleiðinga sjúkdómsins. 

Þitt "spin" á það sem raunverulega stendur í fréttinni er frekar leiðigjarnt trikk sem minnir á málflutning stjórnmálamanna fremur en fræðinga/vísindamanna. Þannig að álykta má að afstaða þín til faraldursins og sóttvarnaraðgerða eigi sér pólitískar forsendur fyrst og fremst.

Kristján G. Arngrímsson, 19.10.2020 kl. 22:23

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æi Kristján minn. Byrjarðu nú aftur að þvaðra. Stúdentunum líður illa, ekki aðeins af áhyggjum af að smitast, heldur vegna þess að þetta truflar námsframvindu þeirra og atvinnumöguleika.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 22:53

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig geturðu haldið því fram að lokunaraðgerðir valda tjóni? Hefur ekki einmitt niðurfelling lokana skapað mestu vandræðin? Hvernig var á Íslandi um mitt sumarið, hafði ekki náðst mjög góður árangur við að kveða niður veiruna?

Þá fer ferðaþjónustan með öll láglaunastörfin mönnuð af Pólverjum og Litháum, með allri virðingu fyrir þeim, að grenja og allt er opnað. Hvað gerist? Jú, allur árangur eyðilagður á nokkrum dögum og við komin aftur á byrjunarreit, með pestina vaðandi aftur út um allt samfélagið,með tilheyrandi kostnaði og álagi á heilbrigðiskerfið. Ísland komið með hæsta smithlutfall í Norður-Evrópu.

Lestu þessa grein Jóns Bjarnasonar. Mér er alveg jafn illa og þér við að taka við ráðleggingum frá vinstri manni, en er hægt að mótmæla þessu?

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2256154/

Við verðum að skilja að hér ríkir faraldur. Að sleppa öllu lausu er það heimskulegasta sem við getum gert. Hvernaig hjálpar það ferðaþjónustunni að hafa allt vaðandi í smiti? Munu ferðamenn koma og opna veskin til að geta legið í nefrennsli, vöðvaverkjum og hitaköstum og jafnvel festast í landinu í sóttkvíum?

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 12:39

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lokunaraðgerðir valda tjóni í skólunum vegna þess að námið fer úr skorðum hjá nemendum.

Árangur? Það er ekki árangur að bæla svona pest niður tímabundið. Það er sjálfsblekking.

Misskilningur Jóns Bjarnasonar, og hann er svo sannarlega ekki einn um hann, er að hægt sé að útrýma svona smitsjúkdómi meðan ekki hefur náðst ónæmi, með eða án bóluefnis. Eina mögulega leiðin til þess er að koma á útgöngubanni í að minnsta kosti einn eða tvo mánuði, jafnvel lengur, og halda svo landinu lokuðu í mörg ár. Hvaða afleiðingar myndi slíkt hafa?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 13:11

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þarf námið svo mikið að fara úr skorðum? Voru ekki tölvur og internet fundin upp fyrir mörgum áratugum síðan? Enginn er að halda því fram að hægt sé að bæla COVID-pestina niður 100%, en er rétta svarið við því að gefa veirunni enn lausari tauminn? Síðan svaraðirðu ekki því sem ég rakti hér á undan, en ég er svo sem orðinn vanur því að þú svarir ekki þeim rökum sem ég legg fram og kvartir síðan undan því að þér sé ekki svarað með rökum.

Þetta með hjarðónæmið er örugglega búið að (h)rekja hundrað sinnum. Tedros WHO [the f**k is that guy] segir að hjarðónæmi sé náð með  því að verja fólk fyrir sjúkdómnum, ekki hleypa honum lausum á fólk, sem auðvitað er fráleitt og kallar tillögur GB (Great Barrington) ósiðlegar.

Það var nú víða útgöngubann fyrir nokkrum mánuðum og í minni ósvöruðu frá þér athugasemd nr. 6, bendi ég á að klúðrið við að galopna allt, sem þið frjálshyggjumennirnir eruð enn að kalla eftir, þrátt fyrir hörmulegar afleiðingar í hvert sinn, er einmitt það sem er að valda því að enn harðari aðgerðir eru nauðsynlegar núna.

Lestu bara greinina á Wikipedia um GB. Ég er þegar farinn að nota ýmislegt úr henni. Færustu sérfræðingar og leiðtogar í sóttvörnum um allan heiminn, kalla leiðina ýmist algjöra þvælu, stórhættulega og einn gengur svo langt að kalla hana tillögu að fjöldamorði.

https://en.wikipedia.org/wiki/Great_Barrington_Declaration

Ég þykist svo sem vita hvert svar þitt við því verður. Þetta fólk hefur ekki lesið tillöguna og er að tjá sig um eitthvað allt annað en þau voru spurð um. Yeah, right.

Ekki er þessi undirskriftalisti íslenski mikið gáfulegri og virðist ganga út frá því að börn og unglingar búi í einhverri sápukúlu algjörlega einangraðri frá umheiminum.

Ég á ekki að þurfa að tyggja þessa grein ofan í þig, eða aðra lesendur, en ég get ekki staðist freistinguna að birta þennan kafla, sem er sneið að ykkur frjálshyggjumönnunum að stóru leyti. Annars læt ég fólki eftir að lesa sjálft og ef það hefur ekki getu til að lesa og draga niðurstöður af greininni, er stór spurning hvort það fólk eigi yfirhöfuð að vera að taka þátt í svona umræðu.

David Naylor, co-chair of the Government of Canada's COVID-19 Immunity Task Force, told the National Post: "Obviously, the Great Barrington fix will excite the minimizers who pretend COVID-19 is not much worse than the flu and enliven the libertarians who object to public health measures on principle … So be it: they've been offside all along."[6] Naylor also pointed out that a study published in August in the Journal of the Royal Society of Medicine examined Sweden's "no-lockdown" policy's effect on herd immunity among the Swedish population, finding it did not improve herd immunity despite higher rates of hospitalization and death than in neighbouring countries.[6][47] According to Naylor, the policy advocated by signatories of the declaration would never be the "controlled demographic burn that some zealots imagine", and because of exponential growth of infections would lead to a situation where "with masses of people sick in their 40s and 50s; hospitals will be over-run and deaths will skyrocket as they did in Italy and New York".[6] With the prospect of a vaccine available within months, Naylor questioned the logic of the Great Barrington strategy, asking: "Why on earth should we rush to embrace a reckless prescription for a demographically-selective national 'chickenpox party' involving a dangerous pathogen?"[6]

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 13:57

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað fer nám úr skorðum og nemendur finna fyrir því. Ekki stinga höfðinu í sandinn. Skoðaðu bara þessa könnun stúdentaráðs. Þar kemur þetta fram. Hver er þessi spurning þín sem þú segir að ég svari ekki? Þú hafnar því að lokanir skóla hafi neikvæð áhrif á nám. Ég hafna því og bendi á staðreyndir varðandi það.

Umræðan um hjarðónæmið er einfaldlega í gangi og sérfræðinga greinir á um það. Ekki gleyma því að fólkið sem stendur að Barrington yfirlýsingunni er einmitt meðal helstu sérfræðinga heims í þessum málum.

Ég skil ekki alveg þennan æsing. Og að vera sífellt að reyna að tengja þessi mál einhverri flokkapólitík finnst mér bara barnalegt.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 16:28

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... og hvað frjálshyggju varðar? Með hvaða hætti tengist Barrington yfirlýsingin frjálshyggju?

Til að sú leið sem Barrington hópurinn leggur til heppnist þarf mjög mikla og vandaða samfélagslega skipulagningu. Ef sú skipulagning er ekki fyrir hendi heppnast ekki verndin sem er grundvöllur aðferðarinnar. Slík skipulagning gengur einmitt þvert gegn sjónarmiðum um einstaklingsfrelsi og þar með gegn frjálshyggju. Af þessum sökum er einfaldlega hlægilegt að sjá fólk reyna að klína einhverjum frjálshyggjustimpli á Barrington leiðina. Það eru einfaldlega hrein öfugmæli.

Samt er ekki þar með sagt að frjálshyggjumenn gætu ekki tekið undir sjónarmið Barrington hópsins. Það gætu þeir ef forsendan er athafnafrelsi að því marki að aðrir séu ekki skaðaðir. En til þess verða frjálshyggjumenn að gangast undir umtalsverða skerðingu einstaklingsfrelsis, í það minnsta tímabundið. Eflaust myndu margir þeirra aldrei samþykkja það. Sé valkosturinn hins vegar langvinnar skerðingar á athafnafrelsi eiga þeir samt kannski ekki annars úrkosti.

Ég held því að jafnt hægri- og vinstrimenn eigi að geta stutt þessi sjónarmið. Hægrimenn vegna þess sem ég gerði grein fyrir hér að ofan. Vinstrimenn vegna þess að skipulagning að ofan er þeim ekki þyrnir í augum. 

En allt er þetta að því gefnu að tvær grunnforsendur standist. Annars vegar sú að hægt sé að ná langvinnu ónæmi. Hins vegar sú að vernd viðkvæmra hópa sé framkvæmanleg.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 17:29

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sagði reyndar aldrei að nám færi ekkert úr skorðum. Ég spurði einfaldlega hvort það færi svo mikið úr skorðum, vegna ríkra möguleika nútímans á fjarkennslu. Það er nú reyndar svo að ég þekki foreldra í Danmörku sem eiga mörg börn á skólaaldri, þar sem skólum var lokað í margar vikur. Ekki veit ég til að þau hafi skemmst mikið. Ég skal þó spyrja viðkomandi foreldra og leiðrétta sjálfan mig, ef það kemur í ljós.

Annars er öllu þessu sem þú nefnir, svarað í Wikipedia-greininni. Ég nenni ekki að tyggja meira upp úr henni. Vil þó nefna að mér þykir ljóst út frá lestur hennar, að hugmyndin um hjarðónæmi (a.m.k. með því að láta eigin ónæmiskerfi fólks berjast berskjölduð gegn veirunni) eru hreinir draumórar. Jafnvel þó bóluefni sé væntanlegt (sem enn er mjög óvíst) þá er ekki einu sinni víst að það geri gæfumuninn. Veirur eiga það víst til að stökkbreytast.

Þú virðist heldur ekki hafa lesið niðurlagið í færslu minni um að Svíþjóð hafi bara alls ekki náð meira fjöldaónæmi en nágrannalönd þeirra, þrátt fyrir margfalt meiri mannfall af völdum plágunnar. Það virðist sem 6.000 manns hafi dáið til einskis (eða a.m.k. sá hluti þeirra sem er umfram fjöldann í öðrum löndum). Þurfum við virkilega að vera að ræða þetta?

Það má deila um áreiðanleika Wikipediu yfirhöfuð, en það má svo sem deila um áreiðanleika allra heimilda. Þú hefur nefnt áður að Barrington gengið séu líka sérfræðingar, mér er fullkunnugt um það, þó þeir séu nú hakkaðir niður af hinum sérfræðingunum. Mér þykir a.m.k. nokkuð ljóst að vísindin sem þau standa á, séu frekar brothætt.

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 18:23

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit alveg hvernig þessar lokanir hafa farið með námið hjá börnum og unglinum, og ungu fólki. Þekki það einfaldlega frá fyrstu hendi. Og rannsókn SHÍ staðfestir þetta. Það að þú hafir ekki upplýsingar um þetta merkir ekki að vandamálið sé ekki til.

Það vill reyndar þannig til, samkvæmt mati WHO, að nú þegar hefur ónæmiskerfi 760 milljón manns barist við þessa veiru. Ónæmiskerfi 759 milljóna hefur haft betur. Það eru nú ekki meiri draumórar en það. En það er alveg rétt að það er óvíst að hjarðónæmi geti náðst, enda hef ég aldrei haldið því fram að það sé öruggt.

Í Svíþjóð var helmingur dauðsfallanna á hjúkrunarheimilum, vegna þess að það tókst ekki að vernda íbúana. Það hvort Svíþjóð hefur þegar náð hjarðónæmi eða ekki segir ekkert um það hvort hjarðónæmi geti náðst án aðstoðar bóluefna. Veiran hefur hins vegar gengið hraðar yfir samfélagið þar en í nágrannalöndunum. Merkir það að þegar upp er staðið deyi fleiri Svíar úr pestinni? Að sjálfsögðu ekki.

Það ætti að vera hagur allra að reyna að finna leið til að leysa þetta vandamál. Eini aðilinn, eða hópurinn sem hefur ekki hag af því eru lyfjafyrirtækin. Ég veit ekki að hvaða leyti gagnrýnendur Barrington hópsins eru háðir þeim um afkomu sína. En ég veit að þau sem standa að yfirlýsingunni tilgreina sérstaklega að þau séu það ekki. Og það hafa einfaldlega engin vísindaleg rök verið sett fram sem hrekja það að leiðin sem þau leggja til sé framkvæmanleg. Yfirlýsingar um fjöldamorð, fullyrðingar um hvað gerðist í Svíþjóð, eða staðhæfingar um að ný leið sé óframkvæmanleg vegna þess að hún hefur ekki verið reynd áður eru ekki slík rök.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 18:44

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er margoft búinn að nefna að ég get ekki séð að hægt sé að verja hina viðkvæmu hópa, tala nú ekki um ef þeir eru allt að 30% af sumum þjóðum. Það þyrfti að reisa veggi þvers og kurs út um allt, sem myndu láta vegginn hans Trumps líta út eins og góðverk. Það má líka nefna langvarandi áhrifin sem ekki eru enn þekkt að fullu, en margir telja að geti verið stórt vandamál, skemmdir vefir o.fl. Það er líka hægt að drepa fólk hægt og sígandi.

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 18:56

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað hægt, en það kallar á mjög góða skipulagningu. Við getum horft á þetta svona: Ef við reynum ekki að vernda viðkvæmu hópana, en látum pestina ganga yfir á kannski 3-5 árum, jafnvel lengur, eins og stefnir í með núverandi aðgerðum, gætum við endað með um 500 dauðsföll á Íslandi. Ef það tekst að vernda viðkvæmu hópana, líklega um 90% þeirra sem myndu látast, endum við með 50 dauðsföll. Til að þessi vernd gangi upp verður þetta hins vegar að ganga miklu hraðar yfir, annars er það ekki raunhæft. Mér finnst mikið til vinnandi að bjarga 450 mannslífum og mér finnst það algert ábyrgðarleysi að hafna fyrirfram mögulegum leiðum til þess "af því bara".

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 19:19

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

En Þorsteinn, hvernig á að tryggja að allur almenningur fylgi svo þessari góðu skipulagningu sem þú kallar eftir? Ertu að gera ráð fyrir að allur almenningur sé skynsamur og fylgi boðum almennrar skynsemi? (Er það ekki einmitt grundvallarvilla hagfræðinnar?)

Ég meina, til að þessi GB leið sé sannfærandi (sem er forsenda þess að henni sé fylgt) þarf hún að svara praktískum spurningum á borð við þessar, og líka því hverjir eigi að búa til þetta góða skipulag. Ef þessum spurningum er ósvarað er þetta bara eins og skrifa undir óútfylltan tékka, eins og bent hefur verið á.

Svo veit ég ekki hvers vegna þessar tölur þínar um að bjarga 450 mannslífum eru fengnar. Varla ertu svo pikkfastur í kenningum og tilgátum að þú teljir hægt að fullyrða svonalagað fyrirfram.

Þú tönnlast á að GB leiðin sé "markviss og fókuseruð" en útskýrir ekki í hverju þessi markvissa og fókusering er fólgin. (Að minnsta kosti ekki þannig að venjulegur, sæmilega læs almúgamaður geti áttað sig á því án þess að fara á sérstakt námskeið hjá þér). Enda virðist tilfellið að Íslendingar eru almennt trúaðir á leið sóttvarnaryfirvalda en tal um GB leiðina er alveg merkingarlaust fyrir þeim langflestum (sem hlýða Víði).

Ef þú ætlar þér eitthvað með þetta annað en bara að hlusta á sjálfan þig tala (og þrasa við fyrrverandi skólafélaga á lítt lesnu bloggi) verðurðu að grípa til annarra nálgana.

Kristján G. Arngrímsson, 21.10.2020 kl. 09:49

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alveg rétt sem þú segir að það getur verið erfitt að tryggja að skipulagningin gangi eftir. Við erum nú þegar að reyna að láta fólk fylgja reglum og sjáum hvernig það gengur. En ég hef þó trú á að það sé mun auðveldara að tryggja slíkt ef verkefnið stendur í afmarkaðan og tiltölulega stuttan tíma, þannig að fólk sjái fyrir endann á því. 

Markviss nálgun snýst um að taka mið af þeirri staðreynd að 8-9 af hverjum 10 sem deyja úr sjúkdómnum eru yfir sjötugu. Þess vegna miðar hún að því að vernda þann hóp sérstaklega. Það er ekki gert núna, heldur virðist veiran dreifast jafnt yfir alla aldurshópa. Síðan tekur þessi nálgun auðvitað líka mið af þeirri staðreynd að svona smitsjúkdómar ganga yfir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Spurningin er bara á hversu löngum tíma það gerist. Við upplifum nú tilraun til að lágmarka tjón af smitsjúkdómi með því að einangra fólk með margvíslegum hætti í langan tíma, jafnvel 4-5 ár. Þessi tilraun byggir ekki á neinum vísindalegum grunni, slíkt hefur aldrei tekist í sögunni, og hún er að valda gríðarlegum skaða um alla heimsbyggðina. Er ekki sjálfsagt að reyna að finna aðrar leiðir ef þær eru í boði? Ef manni er ekki sama um fólk hlýtur maður að vera hlynntur því.

Hvers vegna 450 manns? Engin vísindaleg tala. Ég hef séð talað um að í allt gætu um 500 manns látist hér ef ekki kemur bóluefni. Ef 9 af hverjum tíu dauðsföllum eru fólk yfir sjötugu og það tekst að vernda þann hóp myndu þá 50 manns látast, 450 lífum bjargað. Séu það 8 af hverjum tíu myndu 100 manns látast, 400 lífum bjargað.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2020 kl. 10:33

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég veit hvað við gerum. Við biðjum bara kórónuveiruna um að biðja fólk um nafnskírteini og beinum tilmælum til hennar að leggjast ekki á þá sem eru yfir sextugt.

Theódór Norðkvist, 21.10.2020 kl. 13:54

18 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Mér sýnist þetta GB dæmi vera endanlega kveðið í kútinn í þessu:

https://www.visir.is/g/20202026940d/naedum-ekki-hjardonaemi-an-alvarlegra-afleidinga

Kristján G. Arngrímsson, 21.10.2020 kl. 16:03

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fréttir á netmiðlum kveða ekki í kútinn staðreyndir náttúrunnar Kristján minn. Sama hversu heitt þú kannt að óska þess.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2020 kl. 16:10

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ekki góð hugmynd Theódór, því veirur kunna ekki að tala. En það er þó ágætis byrjun hjá þér að leggja til einhverja hugmynd.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2020 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 287335

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband