Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Áfram Viðreisn!

Það var tími til kominn að stjórnarandstaðan léti í sér heyra.

Nú þarf að krefjast þess að stjórnvöld opinberi þær forsendur sem liggja að baki ákvörðunum og rökstyðji þær gagnvart þinginu.

Í bréfi Viðreisnar er kallað eftir heildstæðu mati á áhrifum á lífsviðurværi og andlega heilsu fólks og að sýnt sé að jafnræðis sé gætt.

Þingið verður að krefjast þess að stjórnvöld sýni með skýrum hætti fram á að heildstætt mat á langtímaáhrifum hafi verið unnið. Slíkt mat er eina mögulega réttlætingin fyrir þessum ráðstöfunum. Og þetta mat er ósköp einfaldlega ekki til staðar nú.


mbl.is Ákvarðanir „teknar í skjóli ráðherravalds“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa stjórnvöld glatað lögmæti sínu?

Eru stjórnvöld, sem láta undir höfuð leggjast að gæta hagsmuna alls almennings lögmæt stjórnvöld?

Eru stjórnvöld sem einblína á eitt tiltekið, fremur léttvægt atriði, en fórna lífi og heilsu almennings til langrar framtíðar, lögmæt stjórnvöld?

Eru stjórnvöld sem fórna hagsmunum ungu kynslóðarinnar, eyðileggja framtíðarmöguleika hennar, lögmæt stjórnvöld?

Eru stjórnvöld sem eyðileggja atvinnumöguleika þúsunda vísvitandi með aðgerðum sínum lögmæt stjórnvöld?

Eru stjórnvöld sem vaða áfram með ákvarðanir sem grundvallast á fjarstæðukenndri óskhyggju og ímyndunum lögmæt stjórnvöld?

Eru stjórnvöld sem taka ákvörðun um að leggja í rúst það atvinnulíf sem eftir er, vegna þess að þau sjálf eru ófær um að sjá til þess að hindra að veirusmit sýki fjölda alvarlega veikra og aldraðra sjúklinga, lögmæt stjórnvöld?

Ég tel auðsætt að slík stjórnvöld eru ekki lögmæt. Og sé svo ekki, ber almenningi þá einhver skylda til að fylgja tilskipunum þeirra? 


mbl.is Ríkisstjórnin ræðir tillögur Þórólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem má, og það sem má ekki

Þegar Donald Trump bendir á alkunna staðreynd; að börnum sé engin hætta búin af kórónaveirunni, er reikningi hans lokað.

Þegar malasískur stjórnmálamaður hvetur til þess að milljónir saklauss fólks verði drepnar er færslan ekki fjarlægð fyrr en eftir dúk og disk, og reikningi hins morðóða haldið opnum.

En hann er auðvitað ekki í framboði gegn bandaríska Demókrataflokknum.


mbl.is Segir að múslimar megi drepa Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu langt á að ganga ...

... í að þjóna lund Kára Stefánssonar?

Er markmiðið að leggja líf eins margra og mögulegt er í rúst í þessari fáránlegu og glæpsamlegu hryðjuverkastarfsemi gegn afkomu fólks?


mbl.is Bláa lónið segir upp 26 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott ef fólk er að vakna

Lokanirnar og samskiptahindranirnar valda gríðarlegu tjóni og það lendir fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín. Það tjón, þau dauðsföll, er líka hluti jöfnunnar.

Og veirusýkingar hafa sinn gang, náttúrulögmálin hafa ekki verið tekin úr sambandi. Það eina sem hinar ómarkvissu aðgerðir gera er að treina pestina. Þær bjarga engum. En þær drepa marga. Meðal annars fólkið í áhættuhópunum sem hefði verið hægt að vernda með markvissum og skynsamlegum aðgerðum.


mbl.is Mótmæltu aðgerðum sóttvarnayfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Jói heldur áfram að stækka

Jói var átta ára. Foreldrar Jóa höfðu lengi haft af því áhyggjur að Jói væri alltaf að stækka. Þetta gerði að verkum að Jói litli varð sífellt matgráðugri og það þurfti alltaf að vera að kaupa á hann ný föt. Þau vonuðu samt alltaf að að því kæmi að Jói hætti að stækka. Nú var markmiðið að reyna að tryggja að Jói kæmist í jólafötin síðan í fyrra. Til þess var í gangi markvisst átak við að gefa Jóa eins lítið að borða og hægt var, því foreldrarnir álitu að það gæti dregið eitthvað úr vexti Jóa.

Morgunblaðið hafði komist á snoðir um þetta vandamál þarna á heimilinu og birti viðtal við foreldra Jóa. Hér eru fáein brot úr því:

"Hann stækkaði alveg óskaplega hratt þarna alveg fyrst eftir að hann fæddist, en svo virðumst við nú hafa náð utan um það og náð þessu niður bara strax."

"En svo tók þetta sig upp aftur fljótlega og það er ennþá mikil stækkun í gangi"

"Við veltum auðvitað fyrir okkur hvernig þetta verður um jólin. Það væri mikið til þess að vinna að bara með átaki að reyna að ná þessu niður og halda því þannig að hann komist nú í jólafötin."

Mun foreldrum Jóa takast að ná utan um stækkunina?

Kemst Jói í jólafötin?

Hvað svo?

Við fylgjumst spennt með.

 


mbl.is „Við erum ennþá á heiðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka verður greinum á vísindavef með fyrirvara

Meira og minna allar þær aukaverkanir sem hér er lýst eru þekktar aukaverkanir annarra veirusýkinga svo sem inflúensu. Þetta sýnir fjöldi rannsókna. 

Í þessari grein á Vísindavef HÍ er hins vegar fjallað um efnið eins og hér sé um að ræða einkenni sem séu sérstök fyrir Covid-19. Ekkert er minnst á að þessi einkenni eiga einnig við inflúensu og aðrar veirusýkingar. Svo dregur fólk auðvitað ályktanir í samræmi við það.

Ég hvet fólk til að varast að taka mark á greinum eftir Jón Magnús Jóhannesson deildarlækni á Vísindavef HÍ. Þetta er ekki eina dæmið um grein eftir þennan mann sem inniheldur rangfærslur.

Og svo virðist raunar sem ritstjórn Vísindavefs HÍ sé með þeim hætti að ekki er hægt að treysta því að það sem þar er staðhæft, almennt talað, sé rétt.

Ég legg því til að áður en lagður er trúnaður á það sem birtist á þessum vef skoði fólk fyrst höfundinn, t.d. á Google Scholar, til að komast að því hvort hann sé trúverðugur. Því ritstjórnarlega ábyrgðin virðist ekki liggja hjá Háskólanum heldur einungis hjá hverjum greinarhöfundi fyrir sig. Eftir þennan höfund er engar vísindagreinar að finna á Google Scholar.

Það er slæmt að þessir alvarlegu hnökrar á ritstjórn Vísindavefs HÍ séu nú að koma í ljós, því fram til þessa hafði maður ekki sérstakar efasemdir um að þar væri vandað til verka.

Það er hins vegar líka hægt að finna góðar greinar á þessum vef. Hér er til dæmis mjög áhugaverð grein um bóluefni, skyldulesning fyrir alla sem halda að það sé alveg að fara að detta í hús. Þessi grein er eftir Valgerði Andrésdóttur. Nafn hennar skilar 150 niðurstöðum á Google Scholar, sem er sterk vísbending um að Valgerður sé alvöru fræðimaður.

 


mbl.is Getur haft alvarleg áhrif á heila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskuleg og hættuleg stefna!

Nýlega settu nokkrir helstu sérfræðingar heims í faraldursfræðum fram tillögur um að tekin yrðu upp skynsamleg viðbrögð við þessum faraldri, í stað óskynsamlegra. Þau mæltu með því að leggja megináherslu á að verja þá hópa sem eru í raunverulegri hættu vegna veirunnar, en láta aðra í friði. 

Þessi skynsamlega stefna gengur auðvitað þvert gegn hinni heimskulegu og árangurslausu stefnu íslenskra sóttvarnaryfirvalda, sem snýst fyrst og fremst um að meina börnum að mæta í skóla og hindra að fólk geti lifað eðlilegu lífi.

"Þríeykið" vinsæla var líka auðvitað snöggt að vaða fram á ritvöllinn til að fordæma sér betra fólk, fólk sem hefur raunverulegan áhuga og getu til að fást við þetta ástand af skynsamlegu viti.

Við sjáum árangurinn. Skeytingarleysi og heimska veldur því, hvað eftir annað, að fólk sem veruleg hætta er á að deyi úr þessum sjúkdómi er látið smitast af honum. Í gær var það öldrunardeildin á Landakoti. Í dag er það Reykjalundur. Hvað verður það á morgun?

Hvenær átta stjórnvöld sig og taka boðvaldið af þessu liði?

 


mbl.is 10 með Covid-19 á Reykjalundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er það sem gerist ...

... þegar þráast er við með gagnslausar lokanir og samkomubönn í stað þess að vinna markvisst að því að vernda viðkvæmu hópana. Þá sem eru í raunverulegri hættu.

Það er nákvæmlega þetta ástand sem tillögur sérfræðinganna sem standa að Great Barrington yfirlýsingunni snúast um að hindra.

En í stað þess að taka slíkum tillögum fagnandi og leggjast á eitt við útfærsluna er reynt að þegja þær í hel.

Og svo fara hlutirnir svona.


mbl.is Sjúkrahús að hruni komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður sífellt kjánalegra

Árangurslausar aðgerðir til að bæla einhvern veginn niður smitandi farsótt og telja fólki trú um að ef það tekst tímabundið sé einhver "sigur unninn".

Sífelldar tilraunir til að fá fólk til að taka þessa heimskulegu stefnu alvarlega þegar löngu er orðið ljóst hversu marklaus og árangurslaus hún er.

Í vor dóu 10 úr þessari pest. Nú hefur fjöldi smitaðra tvöfaldast og einn hefur látist í viðbót. Minna en af flensu. Langtum minna.

Og á sama tíma deyja tugir, jafnvel hundruð vegna afleiðinga vitleysunnar.

Nám og framtíð barna og ungmenna í uppnámi sem aldrei fyrr.

Og svo eru sóttólfarnir allir komnir í hár saman og tilskipanir þeirra verða sífellt þokukenndari.

Er ekki kominn tími til að þetta ágæta fólk fari að hugsa?


mbl.is „Það er komin þreyta í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband