Verður sífellt kjánalegra

Árangurslausar aðgerðir til að bæla einhvern veginn niður smitandi farsótt og telja fólki trú um að ef það tekst tímabundið sé einhver "sigur unninn".

Sífelldar tilraunir til að fá fólk til að taka þessa heimskulegu stefnu alvarlega þegar löngu er orðið ljóst hversu marklaus og árangurslaus hún er.

Í vor dóu 10 úr þessari pest. Nú hefur fjöldi smitaðra tvöfaldast og einn hefur látist í viðbót. Minna en af flensu. Langtum minna.

Og á sama tíma deyja tugir, jafnvel hundruð vegna afleiðinga vitleysunnar.

Nám og framtíð barna og ungmenna í uppnámi sem aldrei fyrr.

Og svo eru sóttólfarnir allir komnir í hár saman og tilskipanir þeirra verða sífellt þokukenndari.

Er ekki kominn tími til að þetta ágæta fólk fari að hugsa?


mbl.is „Það er komin þreyta í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta virðist allt saman ganga út á að ná niður smitkúrfunni og fá spálíkanið til að virki, hefur sífellt minna ð með raunverulega drepsótt að gera.

Magnús Sigurðsson, 23.10.2020 kl. 06:16

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eiginlega leiðinlegast með spálíkanið, að það skuli alltaf vera vitlaust. Honum finnst nefnilega svo gaman að koma í sjónvarpinu honum Nostradamusi sem er með líkanið.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 09:56

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála ykkur

Benedikt Halldórsson, 23.10.2020 kl. 12:07

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú þegar um 220 þús. Hafa dáið úr CoV-19 í BNA telur CDC að auk þess hafi um 100 þús umframdauðsföll orðið vegna hliðverkandi áhrifa við covid varnir.

Sjálfskaðar, ógreindir sjukdomar, seinkun meðferða og ofneysla eiturlyfja. Þessum afleiðudaudsføllum mun svo fjølga enn frekar eftir sem tíminn líður vegna atvinnumissi og gjaldþrota.

Ekki gæfuleg framtíðar sýn það. 

Ragnhildur Kolka, 23.10.2020 kl. 13:02

5 identicon

Það virðist nú eitthvað vera farið að blása í bakseglin hjá öðrum Evrópuþjóðum með að láta sóttina grassera. 42 milljónir í útgöngubanni hjá Frökkum og Svíar að byrja að átta sig á að þeir steyptu sínu gamla fólki fyrir ætternisstapa. 

En á Íslandi tuða, sérstaklega frjálshyggjusinnar yfir því að hér skuli "flensan" ekki bara fá að ganga sinn veg í friði. 

Fátt afsannar eins rækilega frjálshyggjuórana eins og farsóttir.  Nema ef vera skyldi fiskveiðkvóti. 

Ef þessir geggjuðu órar að láta "flensuna" grassera fegnju flugið þá er flestum augljóst að sjúkrahús yfirfylltust og hér yrði að forgangsraða að hætti Svía. 

Hingað til hafa venjulegar flensur ekki valdið alvarlegum skorti á öndunarvélum eða þörf á að byggja bráðabirgðasjúkrahús. 

Fyrir nú utan það að cóvídinn virðist skera sig úr meðal annarra "flensa" með hve algengt er að eftirköstin séu langvarandi og slæm. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.10.2020 kl. 13:11

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið hefur ekkert með frjálshyggju né sósíalisma að gera. Það snýst einvörðungu um hvort fólk nálgast vandamálið skynsamlega og horfir á heildarmyndina, eða ekki.

Og Svíar gerðu þau mistök að forgangsraða þegar engin þörf var á að forgangsraða.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 13:15

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Verð að hrósa Svíum fyrir að fara sínar eigin leiðir í baráttunni við veiruna. Standa nú uppi með færri smit og ný dauðsföll af völdum veirunnar miðað við höfðatölu. Venjulega ekki vinsælt að fara gegn straumi. Nú þegar annar hluti inflúensunnar nær hámarki í byrjun vetrar verður áhugavert að sjá hverju framvindur. Farsóttir hafa gengið yfir í tvígang áður. Góðærin hafa aukið velsæld en erum við betur stödd líkamlega? 

Sigurður Antonsson, 23.10.2020 kl. 19:27

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Svíar hafa staðið sig vel, að því frátöldu að svo virðist sem misskilningur á fyrirmælum í upphafi hafi valdið því að fólk yfir sjötugu fékk ekki viðeigandi meðhöndlun. Það skýrir 90% dauðsfalla í Svíþjóð. Að öðru leyti hefur stefna þeirra skilað miklum árangri.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 287338

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband