Þetta er það sem gerist ...

... þegar þráast er við með gagnslausar lokanir og samkomubönn í stað þess að vinna markvisst að því að vernda viðkvæmu hópana. Þá sem eru í raunverulegri hættu.

Það er nákvæmlega þetta ástand sem tillögur sérfræðinganna sem standa að Great Barrington yfirlýsingunni snúast um að hindra.

En í stað þess að taka slíkum tillögum fagnandi og leggjast á eitt við útfærsluna er reynt að þegja þær í hel.

Og svo fara hlutirnir svona.


mbl.is Sjúkrahús að hruni komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúsund þakkir fyrir þýðinguna, Þorsteinn! Þetta er gífurlega áhugavert og mætti fá fastan sess í umræðunni. 

Takk aftur fyrir að benda á þetta.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 24.10.2020 kl. 01:15

2 identicon

Íslenskan á undir högg að sækja. Sjúkrahús að hrundi kominn :) þó þau séu full af fólki :)

Hallur (IP-tala skráð) 24.10.2020 kl. 10:11

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það verður að reyna að nota sterkustu orðin sem maður kann. Er það ekki meginkrafan til blaðamanna í dag?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2020 kl. 11:12

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einhver mótsögn virðist vera varðandi "viðkvæmu" hópana, því það er unga fólkið sem annast þá. Sem má smitast að vild - eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 24.10.2020 kl. 15:33

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og hvað? Á þá ekki að reyna að verja þessa hópa?  Á bara að halda áfram því sama, og fá svo upp tilfelli eins og á öldrunardeildinni í gær?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2020 kl. 15:59

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þegar fleiri hundruð heilbrigðra eru sett í sóttkví með hverjum smituðum, þá segir það til sín.

Engin er svo þarflaus að þess sjáist ekki merki að hann teljist ekki lengur gjaldgengur.

Ef fer sem horfir hrinur fleira en ferðaþjónustan til grunna.

Magnús Sigurðsson, 24.10.2020 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband