Hvað segir nú orkupakkasöfnuðurinn?

Þar sem Bretar eru að ganga úr ESB er ljóst að sæstrengur þangað fellur ekki undir hinn margfræga þriðja orkupakka.

Hvert er þá viðhorf orkupakkasöfnuðarins gagnvart slíkum sæstreng?

Þetta hlýtur að vera góður sæstrengur fyrst í hann vantar hið hræðilega ESB. Eða hvað?


mbl.is Vantar grænt ljós í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um undirskriftasöfnunina?

Nú hefur þetta lið lagt nótt við nýtan dag að básúna að allur almenningur sé kröftuglega á móti þessu máli. Ég veit ekki betur en undirskriftasöfnun hafi verið í gangi í langan tíma þar sem fólki gefst kostur á að skrá sig til að skora á forsetann að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar hljóta nú, í ljósi yfirlýsinganna, að hafa safnast tugþúsundir undirskrifta.

En hvar eru þær eiginlega?

Hvers vegna er þessum þykka bunka ekki skilað til forsetans?

Eða er ályktunin um hina gríðarlegu andstöðu kannski bara byggð á gamla góða úrtakinu, sem vissir einstaklingar virðast ímynda sér að endurspegli þjóðina, hlustendum Útvarps Lygasögu?

 


mbl.is Skoruðu á forseta Íslands vegna OP3
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er heimsku og skammsýni um að kenna?

Eitt lykilatriðið í málflutningi popúlískra stjórnmálamanna er hversu sterkt þeir höfða til skammsýni og oft einnig heimsku kjósenda. Verndartollar sem sagt er að skapi störf heima fyrir leiða til lengri tíma af sér hnignandi efnahag. Skógaeyðing sem til skamms tíma eykur landbúnaðarframleiðslu getur hæglega eyðilagt hana til lengri tíma. Og á vinstri vængnum er svipuðu fyrir að fara. Misgáfulegar tilraunir til að jafna kjör fólks með skattlagningu leiða gjarna til minnkandi skatttekna til lengri tíma. Þjóðnýting atvinnuvega getur kemur vissulega til móts við öfund þeirra sem minna hafa, en til lengri tíma veldur hún yfirleitt hnignun í hinum þjóðnýtta rekstri.


mbl.is „Allt sem blasir við er dauði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður að horfa á málefnin

Það er ekki traustvekjandi þegar þingmaður bregst við athugasemdum gests á nefndarfundi með því að móðgast yfir orðalagi í texta sem gesturinn hefur sent frá sér.

Þótt röksemdir Arnars beri að mörgu leyti meiri einkenni pólitísks áróðurs en fræðimennsku verða þingmenn að forðast að láta einhverja sleggjudóma um þá sjálfa í einhverjum textum villa sér sýn og fara í rifrildi við gestinn út af slíku. Slíkt ber bara vott um, annað hvort, barnaskap eða morfis stæla.


mbl.is „Þetta er bara mjög móðgandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður örvæntir ...

... um framtíð tungumálsins þegar maður les svona samsetning:

 

"... bend­ir til ör­vænt­ingu..." (Læra að beygja nafnorð)

"Gj­elsvik seg­ist hafa kynnt fyr­ir Íslend­ing­um þau álita­mál úr umræðunni í Nor­egi um inn­leiðingu orkupakk­ans." (Hvaða þau álitamál? Læra að skrifa heilar málsgreinar.)

"Þess­ari kraft­miklu and­stöðu meðal norsku þjóðar­inn­ar, í norsku verka­lýðshreyf­ing­unni og inn­an fleiri stjórn­mála­flokka hafa þeir reynt að hylja.“ (Reyna að læra að beygja fornöfn - maður hylur eitthvað, maður hylur ekki einhverju.)

"en það er und­ir Íslandi sjálfu að ákveða hvað skal gera" (Það sem maður ákveður er ekki undir manni, en það getur verið undir manni komið.)

"gefa eft­ir fyr­ir þrýst­ingi norskra stjórn­mála­manna eða Evr­ópu­sam­band­inu" (Yfirleitt er nú talað um að láta undan þrýstingi frá einhverjum, ekki að gefa eftir fyrir þrýstingi einhverjum!!!)

 

Eflaust í takt við tímann að gefa líka þeim tækifæri í blaðamennsku sem ekki næðu samræmdu prófunum í íslensku, en maður þakkar samt fyrir að textinn er ekki lengri.

Screenshot 2019-08-13 at 22.37.23

 

 


mbl.is „Bendir til örvæntingar ráðherrans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókleif mannvitsbrekka

Brasilíumenn eru svo sannarlega heppnir að hafa fengið þennan snilling sem forseta. Ótrúlegt að engum hafi dottið þessi lausn í hug. Kúka bara sjaldnar og minnka með því úrgang.

Undarlegt að honum skuli ekki hafa hugkvæmst að ganga lengra, og fyrirskipa þegnum sínum einfaldlega að hætta alveg að ganga örna sinna. Þeir yrðu þá, við andlátið, allvel fylltir af því sama og illar tungur segja að forseti þeirra sé.


mbl.is Ráðleggur fólki að hægja sér sjaldnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorf mótast af umræðunni

Þessi niðurstaða kemur alls ekki á óvart, enda er umræðan í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna almennt á þann veg að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og að þær séu af mannavöldum.

Þessi niðurstaða styður hins vegar ekki þá ályktun sem dregin var í fyrirsögn Fréttablaðsins af sömu könnun, að almenningur væri vel upplýstur um þessi mál. Könnunin segir nákvæmlega ekkert um það. Það að fólk trúi því sem því er sagt er ekki vísbending um að það sé upplýst.

Almennt er fólk einkar illa upplýst um loftslagsmál. Ég hugsa að afar fáir geri sér neina grein fyrir því hvernig tengslum útblásturs og hlýnunar er háttað. Margir myndu eflaust benda á samleitni - hitastig hefur hækkað og útblástur hefur aukist. En samleitni segir vitanlega ekkert um orsakasamhengi. Málið er flóknara en það, það eru sterk vísindaleg rök að baki ályktunum um hlýnun af mannavöldum, en þeir eru afar fáir sem þekkja eitthvað til þeirra, og umræðan í fjölmiðlum er ekki upplýsandi því hún snýst ekki um að útskýra heldur aðeins að endurtaka möntrur.

Þetta ýtir líka undir að alls kyns bullutröll komi fram með furðulegar staðhæfingar um þessi mál. Nú síðast staðhæfir einn hér á Moggablogginu, kjörlendi bullutröllanna, að tilfærsla segulpólsins sé í rauninni skýringin á hlýnun jarðar. Slíkar staðhæfingar grundvallast á of miklu áhorfi á myndbönd samsæriskenningasmiða á netinu í bland við einkar lélega enskukunnáttu.

----------------

En hver er ástæða þess að 87% landsmanna telja loftslagsbreytingar af mannavöldum vera staðreynd, en gera þó ekkert til að halda aftur af þeim?


mbl.is 87% segja loftslagsbreytingar af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2019
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287254

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband