Fundið fé?

Það er nú mikill léttir að búið sé að finna lambahryggina. Líklega hafa þeir bara verið faldir aðeins of vel.


mbl.is Endurmeta birgðastöðu á lambahryggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendingagrýlan

Útlendingagrýlan er söm við sig hér á skerinu. Banna bara útlendingum að kaupa jarðir. Þá er vandamálið leyst. En hvert var aftur vandamálið? Hversu margir ætli geti nú svarað því?

Er það til dæmis meira vandamál að hálfklikkaður rómantískur Þjóðverji kaupi hér jörð til að uppfylla draum sinn um að hokra með íslenskar rollur, en að íslenskur kaupahéðinn kaupi jörð til að stunda þar laxveiði, en nýta ekki landið að öðru leyti?

Hvert er markmiðið? Og hvað er það sem hindrar að það náist með núverandi löggjöf? Og hverju þarf þá að breyta?

Eru þetta ekki spurningarnar sem rétt er að spyrja áður en útlendingagrýlan er dregin fram í dagsljósið?


mbl.is Vilja frekari hömlur á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðulegur rekstur

Allar forsendur og ákvarðanataka sem snýr að þessum Vaðlaheiðargöngum hefur yfir sér einhvern furðulegan ævintýrablæ, svona eins og aðstandendur og stjórnendur þessa mannvirkis sveimi um utan og ofan við náttúrulögmálin, og finnist það bara alveg sjálfsagt.

Skýringarnar á því að fólk velur hagkvæmari kostinn verða sífellt langsóttari. Sífellt fáránlegra verður að lesa um undrun aðstandendanna á að fólk skuli gera það. Furðuleg vinnubrögð við innheimtu gjalda hafa síðan leitt til mikillar aukavinnu fyrir bílaleigur, sem rukkað er fyrir, en forsvarsmönnum ganganna virðist þá helst hugkvæmast að kenna bílaleigunum um minni aðsókn en þeirra eigin ákvörðunum, sem eru rótin að gjaldtöku bílaleiganna.

Hver voru ráðningarskilyrðin þegar stjórnendur og blaðafulltrúar þessa fyrirtækis voru ráðnir? Eitthvað svona kannski: "Starfsmaðurinn skal vera afar óraunsær, með framúrskarandi litla ályktunarhæfni, en einkar fær í að beita rökleysum til að koma ábyrgð á eigin ákvörðunum yfir á aðra."


mbl.is Leggja aukagjald á ógreiddar ferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök eða skemmdarverk?

Það er álitamál hvort þessar ákvarðanir eiga að flokkast sem mistök. Meirihlutinn sem er við völd í borginni, og reyndar stór hluti af minnihlutanum líka, hefur þá yfirlýstu stefnu að hindra för fólks um borgina eftir fremsta megni. Markmiðið er að fólk gefist upp á að reyna að komast á milli staða. Umferðarteppurnar á Geirsgötu eru líklega fremur afleiðing vísvitandi skemmdarverkastarfsemi en mistaka.


mbl.is Margvísleg mistök gerð á gatnamótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vissi ekki að það væri ...

... hlutverk seðlabankastjóra að standa í kjarasamningum.

Hlutverk seðlabanka er að beita stjórntækjum sínum til að halda verðbólgu í skefjum. Til þess þarf fólk sem kann að fara með þau stjórntæki. Skoðanir þess fólks á réttmæti launakrafna koma verkefninu ekkert við. Ekki frekar en skoðanir þess á skattamálum, bíltegundum eða hárgreiðslu.

En hjá sumum er hugsunin öll í graut. Eins og endranær.


mbl.is Skipun Ásgeirs „hörmu­leg­ar frétt­ir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslaus skattlagning?

Hér má sjá ágætis samantekt um afleiðingarnar af skattlagningu á gosdrykki víða um heim. Í stuttu máli er ekki að sjá að til lengri tíma valdi skattlagningin minnkandi neyslu á sykruðum gosdrykkjum né heldur eru nein tengsl milli skattlagningarinnar og offitu.

https://www.thejournal.ie/sugar-soft-drinks-tax-does-it-work-health-benefits-facts-2918363-Oct2017/


mbl.is Skattur án sykurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt með stafsetninguna

Það er oft eins og vond stafsetning og vondur málstaður fylgist að.

Hvernig skyldi standa á því?


mbl.is „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað minnir svona málflutningur á?

Trump svarar gagnrýni nokkurra þingmanna með því að segja þeim að séu þeir svona óánægðir í BNA ættu þeir bara að hunskast heim til upprunalanda sinna, þar sem ástandið sé margfalt verra.

Í kjölfarið er reynt að tengja þessi geðvonskulegu ummæli við kvenhatur og kynþáttahyggju og nú loks staðhæft að vegna þeirra séu milljónir Bandaríkjamanna í "hættu".

Hversu margir trúa þess í raun og veru? Jú, eflaust mjög margir kjánar, en tæpast nokkur einasti maður með lágmarksskynsemi. En margir þeirra þykjast án vafa trúa þessu.

Hvaða umræðu hérlendis, þar sem inntakið er afbökun og hræðsluáróður, minnir þetta nú á?

Einhver?


mbl.is Segir Trump stefna milljónum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegur úrskurður, en dæmigerður

Ef fyrir liggur að óafturkræf umhverfisspjöll verða unnin með framkvæmdunum er einkennilegt að úrskurðað sé á grundvelli þess að þau séu ekki óafturkræf.

En það kemur ekki á óvart. Nefndir af þessu tagi kveða gjarna upp úrskurði sem fela í sér mótsögn og gefa ekki til kynna að hæfileikinn til að hugsa rökrétt sé helsti styrkleiki nefndarmanna. Ástæðan liggur oft í hagsmunatengslum sem aldrei koma upp á yfirborðið.


mbl.is Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valkosturinn við markaðinn - spillingin

Þegar eftirspurn eftir húsnæði eykst hækkar verð þess. En nú taka stjórnvöld sig til, setja leiguþak á íbúðir og kaupa upp húsnæði. Hvað verður gert við þetta húsnæði? Jú, því verður auðvitað úthlutað á verði sem er undir markaðsverði. 

Hver verður svo niðurstaðan? Sú sama og annars staðar þar sem slíkt er reynt. Blómlegur svartur markaður þar sem þeir sem hlotið hafa náð fyrir augum stjórnvalda framleigja húsnæðið bak við tjöldin. Og á hvaða verði? Jú, auðvitað á markaðsverði.


mbl.is Blokkir á götu Karl Marx úr einkaeigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287248

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband