Verður að horfa á málefnin

Það er ekki traustvekjandi þegar þingmaður bregst við athugasemdum gests á nefndarfundi með því að móðgast yfir orðalagi í texta sem gesturinn hefur sent frá sér.

Þótt röksemdir Arnars beri að mörgu leyti meiri einkenni pólitísks áróðurs en fræðimennsku verða þingmenn að forðast að láta einhverja sleggjudóma um þá sjálfa í einhverjum textum villa sér sýn og fara í rifrildi við gestinn út af slíku. Slíkt ber bara vott um, annað hvort, barnaskap eða morfis stæla.


mbl.is „Þetta er bara mjög móðgandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég sammála þér Þorsteinn. Rósa Björk móðgast yfir að því er virðist að henni finnist sem "skörnin sé að færast upp í bekkinn". Af hverju boðaði nefndin ekki bara jábræður? Virðing Alþings fer enn þverrandi við svona móðursýki.Þingræðið er ekki æðra lýðræði.

Þjóðólfur í Orkuböggli (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 18:20

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já. Ég held að virðing Alþingis vaxi ekki þegar þingmenn beita svona taktík. En því miður gera þeir það allt of oft. Ein leiðin er að þykjast vera móðgaður. Önnur er að ráðast á fólk í skjóli valds. Viðbrögð þessarar þingkonu eru sambland af þessu tvennu. Enn önnur leið, sem mjög oft sést, er að setja sig upp á móti máli sem maður hefði stutt ef maður væri við völd. Svona taktík virkar vel á flokkshestana, sem verða þá ánægðir með sinn mann og kjósa hann í prófkjöri. En fólk sem ekki er í stjórnmálaflokkum, hefur fyrirlitningu á slíkum málflutningi, einfaldlega vegna þess að það sér í hendi sér óheiðarleikann að baki. Þetta er meginástæðan fyrir því að virðing Alþingis er næstum engin.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.8.2019 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband