Viðhorf mótast af umræðunni

Þessi niðurstaða kemur alls ekki á óvart, enda er umræðan í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna almennt á þann veg að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og að þær séu af mannavöldum.

Þessi niðurstaða styður hins vegar ekki þá ályktun sem dregin var í fyrirsögn Fréttablaðsins af sömu könnun, að almenningur væri vel upplýstur um þessi mál. Könnunin segir nákvæmlega ekkert um það. Það að fólk trúi því sem því er sagt er ekki vísbending um að það sé upplýst.

Almennt er fólk einkar illa upplýst um loftslagsmál. Ég hugsa að afar fáir geri sér neina grein fyrir því hvernig tengslum útblásturs og hlýnunar er háttað. Margir myndu eflaust benda á samleitni - hitastig hefur hækkað og útblástur hefur aukist. En samleitni segir vitanlega ekkert um orsakasamhengi. Málið er flóknara en það, það eru sterk vísindaleg rök að baki ályktunum um hlýnun af mannavöldum, en þeir eru afar fáir sem þekkja eitthvað til þeirra, og umræðan í fjölmiðlum er ekki upplýsandi því hún snýst ekki um að útskýra heldur aðeins að endurtaka möntrur.

Þetta ýtir líka undir að alls kyns bullutröll komi fram með furðulegar staðhæfingar um þessi mál. Nú síðast staðhæfir einn hér á Moggablogginu, kjörlendi bullutröllanna, að tilfærsla segulpólsins sé í rauninni skýringin á hlýnun jarðar. Slíkar staðhæfingar grundvallast á of miklu áhorfi á myndbönd samsæriskenningasmiða á netinu í bland við einkar lélega enskukunnáttu.

----------------

En hver er ástæða þess að 87% landsmanna telja loftslagsbreytingar af mannavöldum vera staðreynd, en gera þó ekkert til að halda aftur af þeim?


mbl.is 87% segja loftslagsbreytingar af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mjög gott blogg hjá þér, Þorsteinn Sigurlaugsson. Almenningur segir það sem hann er mataður á. Hvaða útblástur af mannavöldurm var árið 1000, þá var heitara eins og núna, og hægt að rækta korn, eins oa núna.

Heitari tímabil hafa oft verið í forsögunni. Við vitum í raun ekki hvað veldur hlínun í dag.

Mér fannst ég heyra í sjónvarpinu, að aldrei hefði verið hlýrra  í nokkur þúsund árin, en var í hitunum í Evrópu um daginn.

Gaman væri að sjá rökstuðninginn fyrir því.

Ef við lítum á meðalhita fyir 10000 ár, og sjáum tölu, þá hefur hitinn farið ótal sinnum yfir og undir meðaltalið.

Við lærum á því að skiptast á hugmyndum.

Prósentin 87, endurtaka aðeins það sem fjölmiðlar hafa sagt.

Auðvitað erum við, ég og þú ekki betri en hin bullutröllin.

Mjög góður grunnur.

Egilsstaðir, 03.08.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.8.2019 kl. 12:56

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er stórgott hjá þér Þorsteinn Sigurlaugsson, við segjum allir það sem við höfum lesið og heyrt fjölmiðlana predika yfir okkur.

En til gamans, hvaða menn og hvaða tækni var það sem varð til þess að hlýrra varð um árið 1000 og þá var hægt að rækta korn á Íslandi.

Í dag er hlýrra, og nú er hægt að rækta korn á Íslandi.

Reyndar var okkur sagt, að eldspúandi drekar væru til og er það trúlega rétt.  Þá sá hjarðmaðurinn einhverja vél frá framandi menningu, og kallaði það dreka.

Svo sem í Biblíunni,  ESEKÍEL,  Kerúbarnir fjórir og hásætið 1. … 26En uppi yfir hvelfingunni, sem var yfir höfðum þeirra, var að sjá sem safírsteinn væri, í lögun sem hásæti, og þar uppi á hásætinu, sem svo sýndist, var mynd nokkur í mannslíki. …

Við vorum svo heppnir að strákurinn í sögunni hjá H. C. Andersen var  ekki svo menntaður, að hann tryði því að strípaði keisarinn væri í fötum.

Hann fór aðeins eftir því sem skilningarvitin sögðu honum.

Menntaði  einstaklingurinn varð að segjast trúa vitleysunni, til að áróðurskerfið segði að hann væri menntaður.

Það er líkt því sem við sjáum í dag, að þeir sem eru menntaðir, trúa áróðurs kerfinu, en hugsa ekki eða fara eftir skilningarvitunum.

Þakka þér að vekja athygli okkar á þessu.

Þetta er þörf áminning hjá þér.

Egilsstaðir, 03.08.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.8.2019 kl. 18:50

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir þetta Jónas. Hlýskeið miðalda var augljóslega ekki orsakað af útblæstri af mannavöldum. En hitastig heimsins var líka miklu lægra þá en nú og aukningin átti sér stað miklu hægar. Það er þessi hraða aukning núna sem fólk hefur áhyggjur af vegna þess að hún breytir lífsskilyrðum víða um heim mjög hratt og það veldur upplausn í atvinnuháttum og samfélögum og að öllum líkindum þjóðflutningum sem erfitt verður að ráða við.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.8.2019 kl. 12:00

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég hélt að ég hefði tínt fyrri færslunni, og setti aðra í staðinn. jg

Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287343

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband