16.1.2018 | 23:14
Eftirlit með brunnmigum
Nú þarf heldur betur að efla eftirlit með brunnmigum þeim sem bersýnilega ganga lausir í vatnsverndarsvæðinu. Væri nú ekki tilvalið að borgarstjórinn tæki loks til starfa, svo sem tími er kominn til, og apaðist með vini sínum Holu-Hjálmari í Heiðmörkina með strætó eða á hjólskrifli á síðkvöldum að sitja fyrir brunnmigunum við holurnar og hvekkja þá þegar síst varir?
![]() |
Leiðinlegt og vandræðalegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2018 | 23:42
Það er 15. janúar í dag
Á maður í alvöru að trúa því að í ljós hafi komið gerlamengun í neysluvatni síðastliðinn föstudag, en ekki tilkynnt um hana fyrr en þremur dögum síðar?
Á maður í alvöru að trúa því að ekki einu sinni heilbrigðisstofnunum hafi verið tilkynnt um þetta mál á réttum tíma?
Og hver er ástæða þess að þetta gerist nú eftir að vatnsveitan hefur verið rekin vandræðalaust áratugum saman?
![]() |
Funda vegna jarðvegsgerla á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2018 | 00:35
Hjálpræðisherinn og mismunun við lóðaúthlutanir
Nú er komið á daginn að meðan sum trúfélög fá úthlutað ókeypis lóðum er öðrum gert að greiða fyrir þær. Þannig þurfti Hjálpræðisherinn að greiða 60 milljónir fyrir lóð undir nýtt hús en félag múslima ekkert, eða önnur slík félög.
Í útvarpsfréttum Bylgjunnar í kvöld var rætt við Essbjörn nokkurn Blöndal sem mun vera einhver toppfígúra hjá Degi B í borginni. Réttlætti Essbjörn þessa ákvörðun með því að Hjálpræðisherinn hefði áður átt hús og selt það og svo ætti hann peninga.
Auðvitað kemur það málinu ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hjálpræðisherinn fékk engri ókeypis lóð úthlutað undir það hús sem hann keypti fyrir meira en 100 árum síðan. Húsið var þegar byggt og lóðin fylgdi með í kaupunum. Það að söfnuðurinn eigi einhvern sjóð kemur málinu vitanlega heldur ekkert við. Jafnræði á að ríkja, svo einfalt er það.
Röksemdir Essbjörns bera þess skýrt vitni að honum er ekki lagið að hugsa rökrétt og líklega er hann blindaður af öfund í garð þessa safnaðar.
Það verður áhugavert að sjá viðbrögð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við þessu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2018 | 13:42
Stórglæpur - eða hvað?
Það er auðvitað alvarlegur glæpur þegar bílstjóri tekur upp á því að aka fólki gegn gjaldi, án þess að taka þátt í samráði um framboð og verðlagningu á slíkri þjónustu.
Eða hvað?
Felst ekki glæpurinn fremur í því að stjórnmálamenn skuli úthluta afmörkuðum hópi bílstjóra einkarétti til að aka fólki gegn gjaldi og heimild til að hafa samráð um verðlagningu þeirrar þjónustu? Það gengur í það minnsta þvert gegn anda samkeppnislaga að efla beri frjálsa samkeppni neytendum til hagsbóta og skerðir sjálfsagðan rétt fólks til að velja sér atvinnu.
![]() |
Tilkynnt um ólöglegan leigubíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2017 | 12:35
Síðra að vera upp á Kjararáð kominn
Það er ekki mjög upplýsandi að horfa á þessa þróun einungis tæp tvö ár aftur í tímann. Alvöru ráðgjafarfyrirtæki myndi aldrei gera það.
Þegar litið er 10 ár aftur í tímann liggur alveg fyrir að þeir sem heyra undir kjararáð eru eftirbátar annarra opinberra starfsmanna í launum. Og ekki bætir úr skák að launahækkanir þeirra koma oft seint og um síðir, með uppbótum aftur í tímann, sem augljóslega er síðra en að fá launin hækkuð strax og tilefni er til.
Það er því í raun síðra að vera kominn upp á Kjararáð hvað launin varðar. Og þegar svo hækkanirnar koma loks, í stórum stökkum og allt of seint, þurfa þessir starfsmenn að taka til varna gagnvart her ómerkilegra lýðskrumara sem treysta á minnisleysi og þekkingarleysi almennings.
![]() |
Kjararáð setji ný launaviðmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2017 | 22:23
Hvað er háskóli?
Það er ekkert nýtt að Hannes Hólmsteinn sé umdeildur. Ein uppákoma honum tengd er mér enn í fersku minni. Ég var þá í BA námi í heimspeki og hafði valist til að sitja í svokallaðri námsnefnd, ásamt tveimur kennurum og öðrum fulltrúa nemenda. Nefnd þessi hafði meðal annars það hlutverk að taka afstöðu til óska kennara í öðrum deildum um að nemendur við heimspekiskor gætu fengið námskeið þeirra metin sem valfög. Hannes kenndi þá stjórnmálaheimspeki við félagsvísindadeild og sendi okkur ósk um að námskeið þetta fengist metið sem valfag í heimspeki. Vissum við líka að mikill áhugi var á því hjá heimspekinemum að sitja námskeið Hannesar, enda var hann auðvitað strax þá orðinn umdeildur. Alræmdur að sumra mati.
Þegar málið var tekið fyrir á nefndarfundi brá svo við að annar fulltrúi kennara fann því allt til foráttu að leyfa nemendum að sitja námskeið Hannesar. Var málið rætt stuttlega og síðan frestað til næsta fundar. Daginn áður en afgreiða skyldi beiðnina hringdi kennarinn í okkur fulltrúa nemenda. Innihald samtalsins við bekkjarsystur mína þekki ég ekki til hlítar, en samtal mitt við hann man ég enn vel. Þar reyndi hann öll brögð til að fá mig til að leggjast gegn þessu máli, sem okkur hinum þótti öllum sjálfsagt. Samtalið stóð í um klukkustund og þegar maðurinn hafði lagt fram allar sínar röksemdir, sem engar voru sterkar, endaði með því að ég spurði hann einfaldlega hvað málið eiginlega væri. "Ég hata hann. Ég hata bara þetta helv. gerpi" var svarið. Þakkaði ég þá heimspekingnum fyrir spjallið og var námskeiðið samþykkt á næsta nefndarfundi, gegn atkvæði þessa ágæta kennara að sjálfsögðu.
Það má svo geta þess í lokin að ég sat sjálfur hið umdeilda námskeið. Það var einkar skemmtilegt enda hafði Hannes lag á að laða fram líflegar rökræður. Voru námskeið hans ekki síður vinsæl meðal vinstrimanna en hægrimanna í hópi nemenda, raunar allra þeirra sem áhuga höfðu á efninu og skildu að háskólanám í hugvísindum snýst einmitt að stórum hluta um að takast á í rökræðu við þá sem eru manni sjálfum ósammála, jafnvel þótt manni kunni að þykja skoðanir þeirra ógeðfelldar á stundum.
En akademískt frelsi á því miður undir högg að sækja nú á dögum. Æ meir eftir því sem þeim fjölgar í háskólum heimsins sem hafa í raun og veru lítið þangað að gera og vilja fremur loka sig af með skoðanasystkinum sínum, á Facebook eða annars staðar, en taka þátt í lifandi rökræðu.
![]() |
Okkur er misboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2017 | 20:45
Léttvæg gagnrýni - undarleg frétt
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að andstæðingar Macrons reyni sumir að gera afmælisveisluna hans tortryggilega. Það er hins vegar einkennilegt að slíkt nöldur verði að frétt uppi á Íslandi.
Frakkland er yfirfullt af gömlum höllum og köstulum sem í þúsundavís þjóna hlutverki gististaða og veislusala. Það þykir engum tiltökumál í Frakklandi að leigja slíkan stað undir veislu. Valið á Chambord er auk þess einkar vel við hæfi. Chambord er sögufræg höll, byggð af Frans fyrsta, sem var framsýnn og öflugur konungur sem leiddi Frakkland til nýrra tíma, rétt eins og Macron vill gera með því að brjóta upp þá stöðnun sem þar hefur ríkt allt of lengi. Með valinu er hann vitanlega ekki að gefa til kynna einhvers konar stuðning við einveldi. Það dytti engum í hug nema algerum bjálfa.
![]() |
Macron gagnrýndur fyrir lúxusafmælisveislu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2017 | 11:05
Hvers vegna liggur hreppsnefndinni á?
Það væri áhugavert að vita hvers vegna hreppsnefndinni liggur svo á að veita virkjanaleyfi. Ekki verður séð að nein störf skapist vegna þessa í hreppnum heldur bendir allt til að fólki muni halda áfram að fækka þótt virkjað verði. Það mat sem Sigurður Gísli leggur til gæti hins vegar vel fætt af sér verkefni sem skotið gætu stoðum undir búsetu á Ströndum. Asinn er því illskiljanlegur, eða er eitthvað sem við vitum ekki?
![]() |
Vill kostamat á virkjun og verndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2017 | 23:28
Aðgát skal höfð...
Það er sannarlega mikilvægt að kynferðisbrot liggi ekki í þagnargildi.
En þegar umræða um slíkt opnast, líkt og gerst hefur á undanförnum vikum, geta slæmir hlutir einnig gerst.
Þannig getur mannorð saklauss fólks verið eyðilagt með nafnlausum óhróðri.
Þeir sem litla dómgreind hafa geta látið glepjast af fárinu og ráðist gegn öðrum án minnsta raunverulega tilefnis.
Stundum fer svo að óvandaðir aðilar nýta sér umræðuna til að grýta aðra í valdabaráttu, og stundum kemur það grjót jafnvel úr glerhúsum.
Og gjarna er það fólkið sem vinnur af heilindum að hugsjónum sínum sem liggur best við höggi.
Allt þetta þarf að hafa í huga þegar yfir gengur "fár" eða "bylting" af þeim toga sem við höfum séð á síðustu vikum. Eins mikilvægt og það er að koma upp um alvarleg brot verður að forðast að þeir sem ekkert hafa til saka unnið verði dregnir á bálið líkt og í galdrabrennunum forðum, eða bara í Lúkasarmálinu margfræga.
![]() |
Vilja ekki að Ragnar verði formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2017 | 11:55
RÚV þegar búið að seinka klukkunni?
Blekið er varla þornað á starfshópi heilbrigðisráðherra um seinkun klukkunnar þegar RÚV dregur fram úr pússi sínu talsvert fyrrverandi forsætisráðherra og smellir honum á dagskrá eins og ekkert sé. Engin klukkutíma seinkun þar.
Og heilbrigðisráðherrann sjálfur fjarri góðu gamni að segja hæ við flóttamenn í Bangladesh (má ekki seinna vera áður en dagpeningarnir hætta).
Eða er tilhugsunin um kvenforsætisráðherra svona erfið fyrir mannauðinn hjá RÚV?
Eða er mannauðurinn svona voðalega fúll út í Kötu að vera farin að baka nýja stjórn með Bjarna Ben?
![]() |
Sigurður Ingi forsætisráðherra á dagskrá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar