Hjálpræðisherinn og mismunun við lóðaúthlutanir

Nú er komið á daginn að meðan sum trúfélög fá úthlutað ókeypis lóðum er öðrum gert að greiða fyrir þær. Þannig þurfti Hjálpræðisherinn að greiða 60 milljónir fyrir lóð undir nýtt hús en félag múslima ekkert, eða önnur slík félög.

Í útvarpsfréttum Bylgjunnar í kvöld var rætt við Essbjörn nokkurn Blöndal sem mun vera einhver toppfígúra hjá Degi B í borginni. Réttlætti Essbjörn þessa ákvörðun með því að Hjálpræðisherinn hefði áður átt hús og selt það og svo ætti hann peninga.

Auðvitað kemur það málinu ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hjálpræðisherinn fékk engri ókeypis lóð úthlutað undir það hús sem hann keypti fyrir meira en 100 árum síðan. Húsið var þegar byggt og lóðin fylgdi með í kaupunum. Það að söfnuðurinn eigi einhvern sjóð kemur málinu vitanlega heldur ekkert við. Jafnræði á að ríkja, svo einfalt er það.

Röksemdir Essbjörns bera þess skýrt vitni að honum er ekki lagið að hugsa rökrétt og líklega er hann blindaður af öfund í garð þessa safnaðar.

Það verður áhugavert að sjá viðbrögð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Múslimar fengu milljón dollara frá Saudi Arabíu. Geta þeir ekki borgað fyrir lóðina.

 Í borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins mun lítið annað heyrast en lágvært gaspur.

 Sbjörn er að hætta sem betur fer, enda lítið annað gert í setu sinni í borgarstjórn en afglöp og þvælu. Eina límið sem heldur saman þessum bjálfameirihluta, undir stjórn Krulla og Holu-Hjálmars, miðborgareyðileggjenda.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 01:16

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Múslimar eiga ekkert að borga fyrir lóðina frekar en önnur trúfélög, svo lengi sem þessi regla er í gildi. En Hjálpræðisherinn á ekki að borga fyrir sína lóð heldur.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2018 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 287302

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband