Breytir engu til lengri tíma

Það hvort húsnæðiskostnaður kemur inn í vísitölu byggt á húsnæðisverði eða á leigu breytir auðvitað engu til lengri tíma. Leiga fylgir á endanum húsnæðisverðinu. En þar sem leigumarkaður er lítill hér á landi er fasteignaverðið betri mælikvarði.

Það er eiginlega hálf kjánalegt að það sé sífellt verið að hlaupa fram með svona tillögur um að breyta vísitöluútreikningi eftir hentugleikum einhvers fólks. Fólk æsir sig yfir því að það sé ósanngjarnt að fasteignaverð sé inni í vísitölu þegar það fer hækkandi. En hvað þá þegar það fer að lækka? Á þá að bæta því aftur inn? Og hvað með aðra liði? Setjum sem svo að olíuverð rjúki upp úr öllu valdi. Mun þá ekki byrja sami söngurinn varðandi það, að nú verði að taka olíuverð út úr vísitölunni?

Það er hins vegar ástæða til að hafa áhyggjur af því, í ljósi nýjustu frétta um reiknihæfileika starfsmanna Hagstofu, hvort vísitalan sé yfirleitt rétt reiknuð. En það er önnur umræða.


mbl.is Vilja skoða vísitölu án húsnæðisliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. En forvígismenn þessa máls munu auðvitað horfa framhjá röksemdunum eins og þeir hafi gert til þessa og úthrópað þá sem leyfa sér að gagnrýna forsendur þeirra sem andstæðinga almenningssamgangna.

Það er stórfurðulegt að öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skuli hafa látið þessa vitleysinga teyma sig af stað út í þetta fen.

 


mbl.is Segir áhrif borgarlínu ofmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri í hennar sporum ...

... myndi ég nú frekar leggja áherslu á að fá viðeigandi þjónustu á Spáni. Spænska heilbrigðiskerfið er hið sjöunda besta í heimi samkvæmt WHO. Svo má heldur ekki gleyma því að meðal milljónaþjóða eru þess utan miklu meiri líkur á að finna alvöru sérfræðinga með raunverulega reynslu af svona erfiðum tilfellum en hjá þrjú hundruð þúsund manna þjóð, jafnvel þótt íslenska kerfið teljist það 15. besta.


mbl.is Er í farbanni og fær ekki vegabréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bergmál frá 2007?

Eitthvað minnir þetta nú á yfirlýsingar fyrri forseta um hina einstöku, nánast yfirnáttúrlegu mannkosti þessarar þjóðar fyrir tíu árum síðan.


mbl.is Sagði Íslendinga vera óttalausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvöllur öflugs útflutnings

Grundvöllur öflugs útflutnings er að íslensk fyrirtæki framleiði og markaðssetji vörur og þjónustu sem tekur fram því sem er í boði á þeim mörkuðum sem sótt er inn á. Til að auðvelda þetta er lykilatriðið að draga úr álögum á fyrirtækin, til dæmis með því að lækka tryggingargjald, en það minnkar svigrúm fyrirtækja til mannaráðninga.

Leiðin er ekki sú að ráða fleira starfsfólk til ríkisstofnana eða að skrifa skýrslur.


mbl.is Auka þarf útflutning um milljarð í hverri viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má ekki ...

... vera ósammála Hæstarétti

... vera ósammála hæfisnefndum jafnvel þótt þær kunni ekki á excel

... benda á að RÚV sé að kæfa frjálsa fjölmiðlun

... benda á að heimskulegt sé að troða allri heilbrigðisþjónustu í Þingholtin

... efast um að 4% aukning á notkun almenningssamgangna réttlæti 100 milljarða fjárfestingu í aðeins öðruvísi strætisvögnum

Það er margt sem er bannað, ekki bara að pissa bak við hurð.

En það er ekki bannað að pissa í skóinn sinn, loka eyrunum fyrir gagnrýni eða vera óheiðarlegur í málflutningi. Það má.

 


mbl.is Fleiri ósammála Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf batnar það

Nú er það orðið einræði að ráðherra skuli hafa kost á að leggja fram tillögu til Alþingis til samþykktar eða synjunar.

Það var aldrei!


mbl.is Býr til möguleika á einræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo það var þá Hagstofunni að kenna allan tímann

Margir hafa farið mikinn undanfarið og kennt Kjararáði um allt sem aflaga fer á vinnumarkaði. En svo kemur í ljós að vandinn er að Hagstofan kann ekki að reikna út launabreytingar á vinnumarkaði, en reiknar í staðinn launaþróun einstakra starfsmanna án þess að taka tillit til þess að laun eru meðaltal launa allra starfsmanna, líka þeirra sem eru ráðnir nýjir. Það er eiginlega grafalvarlegt mál að þessi vitleysa sé búin að viðgangast árum eða áratugum saman og reyndar líka hálfskrýtið að engin allra þeirra félaga og stofnana sem eru að nota þessar upplýsingar skuli hafa fattað það fyrr.


mbl.is Samningi við Hagstofu sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"... eftirlitsaðili með nefndinni sem hann hlýddi ekki"

Þessi orð segja nú held ég allt sem þarf um málflutninginn. Eða hvernig á það að geta staðist að eftirlitsaðili eigi að hlýða þeim sem hann á að hafa eftirlit með?


mbl.is Tilgangur þingmannsins augljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökleysa?

Það væri áhugavert að sjá rök Bryndísar þessarar gegn málflutningi Frosta. En þau setur hún vitanlega ekki fram, einfaldlega vegna þess að þau halda ekki vatni.

Samkvæmt mati þeirra sem standa að þessu verkefni mun það leiða til smávægilegrar aukningar á notkun almenningssamgangna, en því fer fjarri að það leiði af sér að hlutur almenningssamgangna verði neitt í líkingu við það sem sjá má í borgum erlendis þar sem þær eru marktækur þáttur í samgöngum. Kostnaðurinn er gríðarhár og tölur Frosta um hann eru ósköp einfaldlega réttar. Verkefnið mun að lokum krefjast fækkunar almennra akreina á helstu umferðargötum. Þar sem einkabíllinn verður, samkvæmt staðhæfingum aðstandendanna sjálfra, áfram meginsamgöngukosturinn merkir þetta að almenn umferð gengur hægar. Það leiðir af fækkun akreina.

Hugmyndir þessar eru því miður á sandi byggðar, grundvallast á yfirborðslegri greiningu á aðstæðum og samanburði við borgir erlendis þar sem aðstæður, þéttleiki byggðar og skipulag er með allt öðrum hætti en hér. Þegar vönduð gagnrýni er síðan sett fram eru svörin út í hött. Það kemur ekki á óvart enda virðist almennri ályktunarhæfni forvígismannanna því miður verulegar skorður settar.


mbl.is Segir grein Frosta rökleysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband