7.2.2018 | 12:03
Hvaða þingmaður?
Hvaða þingmaður ætlar nú að taka að sér að vera fyrstur til að bera upp tillögu um óháða úttekt á vinnubrögðum Hagstofunnar?
Eða er enginn á þingi sem hefur næga ábyrgðartilfinningu til að taka á þessu grafalvarlega máli þar sem gögn og útreikningar virðast meira og minna í einhverju rugli með þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur á alla ákvarðanatöku opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins?
Er þingmönnum alveg sama þótt hagtölur séu í vitleysu?
Eru þeir allir uppteknir af aukaatriðum sem engu máli skipta?
Er Helga Vala Helgadóttir orðin hin nýja allsherjarfyrirmynd þingmanna?
![]() |
Furða sig á skýringum Hagstofunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2018 | 23:06
Musk er ekki fisjað saman
Það er eiginlega erfitt að ímynda sér eitthvað meira "kúl" en flottan sportbíl á leið til Mars með Life on Mars glymjandi í hljómtækjunum.
Elon Musk kann svo sannarlega á þetta.
![]() |
Tesla-bifreiðin komin út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2018 | 16:23
Annað hvort einfalda lögin eða afnema þau
Ef það er virkilega vilji fyrir því að ríkisvaldið stjórni því hvað fólk heitir þá held ég að það sé langbest að hafa bara fyrirframgefinn lista með kannski svona hundrað nöfnum sem eru leyfð. Önnur nöfn séu þá bara einfaldlega bönnuð. Með því móti er engin þörf á að hafa neina nefnd sem vinnur við að velta vöngum yfir nafninu á hverjum einasta Íslendingi sem fæðist hér.
Hin leiðin er að afnema lögin. Og auðvitað á að gera það. Það er fáránlegt að ríkisvaldið sé að hlutast til um nöfn fólks og banna konum að heita Alex þegar þeim er hins vegar í sjálfsvald sett að láta breyta sér í karlmenn (og þurfa væntanlega að gera það til að fá að heita Alex eins og lögin eru núna).
![]() |
Lögin ekki barn neins tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2018 | 09:10
Stakar sendingar eru dýrar
Stakar sendingar af þessu tagi eru dýrar, ekki aðeins frá Íslandi heldur líka til Íslands. Það er rétt að vefverslanir, til dæmis Amazon, bjóða oft upp á ókeypis sendingu, en það er þá yfirleitt innan sama lands. Amazon sendir ekkert ókeypis til Íslands.
Lausnin fyrir Heiðu og félaga er að koma sér upp dreifingaraðila erlendis, senda vöruna í stærri sendingum þangað og dreifa svo með pósti innan viðkomandi lands. Hvet þau til að gera það og vona að þannig leysist málið.
![]() |
Sendingarkostnaður þröskuldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2018 | 08:46
Hmm...
Ekki er nú að sjá af myndinni að þessu húsi sé sérstaklega vel við haldið eða hvað? Það er alþekkt að eigendur leika þann leik að láta gömul hús drabbast niður þar til ekki er annað að gera en rífa þau. Í þessu máli held ég að Hjálmar hafi nú ýmislegt til síns máls.
![]() |
Telja ástæðu til að áminna starfsmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2018 | 23:04
Maður ársins?
Fyrir mörgum árum flýði kýr fyrir norðan og synti ef ég man rétt yfir einhvern fjörð.
Hún var svo kosin maður ársins á Akureyri ef mig misminnir ekki. Hermien verður þá kannski maður ársins í Hollandi.
![]() |
Flóttakýr sem öðlaðist frægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2018 | 16:49
Þar kom vel á vondan ...
... gætu nú gæsir sagt.
![]() |
Fékk gæs í höfuðið og missti meðvitund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2018 | 23:49
Bjálfaleg afskiptasemi
Þetta frumvarp ber vott um þá bjálfalegu afskiptasemi sem virðist æ algengari og orðin einhvers konar mottó illa gefinna Íslendinga. Gyðingar og múslimar hafa stundað umskurn drengja árþúsundum saman. 60% bandarískra drengja eru umskornir, alveg óháð trúarbrögðum. Umskurn veldur börnunum engum skaða. Það væri nær að þetta fólk reyndi að nota tíma sinn til að vinna að þjóðarhag en að sóa honum í að skipta sér af málum sem því koma ekkert við.
![]() |
Vilja stöðva frumvarp Silju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2018 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.2.2018 | 22:42
Lítil reisn ...
1.2.2018 | 13:29
Helga Vala Helgadóttir
Þegar ráðherra talar um að það sé nýtt viðfangsefni að taka á málefnum barna á flótta bregst Helga Vala Helgadóttir við með þusi um að það sé "ótrúlega sorglegt að hlusta á dómsmálaráðherra tala um fylgdarlaus börn á flótta sem viðfangsefni".
Hversu lágt er eiginlega hægt að leggjast?
En úr þessum ranni kemur svona málflutningur ekki á óvart.
Þessi manneskja var eitt sinn starfsmaður RÚV og sá þar um þátt sem hét Spegillinn. Þar gekk hagsmunagæslan svo langt að ef gagnrýnisraddir heyrðust í þættinum um pólitíska samherja hennar var þeim boðið að koma í þáttarlok og "leiðrétta" orð viðmælendanna.
Það er eiginlega bara fáránlegt að þessi einstaklingur sé orðinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
![]() |
Sjálfsagt að skoða aðferðir við aldursgreiningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2018 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar