Svo það var þá Hagstofunni að kenna allan tímann

Margir hafa farið mikinn undanfarið og kennt Kjararáði um allt sem aflaga fer á vinnumarkaði. En svo kemur í ljós að vandinn er að Hagstofan kann ekki að reikna út launabreytingar á vinnumarkaði, en reiknar í staðinn launaþróun einstakra starfsmanna án þess að taka tillit til þess að laun eru meðaltal launa allra starfsmanna, líka þeirra sem eru ráðnir nýjir. Það er eiginlega grafalvarlegt mál að þessi vitleysa sé búin að viðgangast árum eða áratugum saman og reyndar líka hálfskrýtið að engin allra þeirra félaga og stofnana sem eru að nota þessar upplýsingar skuli hafa fattað það fyrr.


mbl.is Samningi við Hagstofu sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hefur Kjararáð stuðst við tölur Hagstofunnar?

Kolbrún Hilmars, 24.1.2018 kl. 15:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagstofan virðist ekki heldur kunna að reikna út vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Húsnæðisliðurinn hækkað úr 17% í 33% í VNV - mbl.is

Ergo: Ekkert einasta verðtryggt lán er innheimt miðað við þá vísitölu sem var samið um þegar lánin voru tekin.

Auk þess er trúnaðarmál hvað vísitalan raunverulega mælir, samkvæmt vitnisburði deildarstjóra vísitöludeildar.

Mælikvarði sem breytist á ógegnsæan hátt frá einum tíma til annars er ónothæfur og í raun alls enginn mælikvarði.

Eða hvernig myndi húsbygging ganga ef metrinn á málbandi smiðsins væri 90 cm í gær og yrði 110 cm á morgun?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2018 kl. 17:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Kolbrún. Þeir hafa nefnilega gert það og vísuðu einmitt til þess þegar gagnrýnin kom fram á úrskurðinn um daginn. Sjálfur hef ég aldrei efast um þessar tölur Hagstofunnar, bara gengið út frá því að þær væru réttar.

Sama með vísitölu neysluverðs, Guðmundur. Maður hefur talið sig geta treyst á aðferðafræðina, en nú er svo sannarlega komin gild ástæða til að efast um að það sé hægt. Það er vissulega eðlilegt að vægi liða breytist með einhverjum hætti, en ég treysti því ekki lengur að aðferðafræðin við þá útreikninga sé rétt fyrst þeir geta ekki einu sinni reiknað meðallaun í landinu rétt.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2018 kl. 20:26

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir svarið Þorsteinn. Batnandi fólki er best að lifa (hvort sem það á við um þig eða aðra).

Ég get vitnað um það af eigin reynslu úr starfi mínu að það er ekki hlaupið að því að fá upplýsingar um útreikning vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands. Á vegum vinnuveitanda míns (sem hefur hagsmuna félagsmanna sinna að gæta af notkun vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) hefur ítrekað verið reynt að fá aðgang að því starfi sem á sér stað á vettvangi Hagstofunnar varðandi útreikning vísitölunnar. Þeim viðbrögðum sem fengist hafa við slíkum umleitunum má lýsa með orðum eins og: andstaða, útilokun, upplýsingaskortur, útúrsnúningur. Til dæmis hefur svokallaður "faghópur" um vísitölu neysluverðs ekki fundað síðan við sóttumst eftir þátttöku í þeim hópi. Okkur var lofað aðkomu en meira en ári síðar hefur sú aðkoma verið engin því engir fundir hafa verið boðaðir.

Vissirðu, svo dæmi sé tekið, að Costco er ENN ekki komið inn í mælingu á vísitölu neysluverðs?

Án þess að ég vilji gera neinum illsakir lyktar þetta allt af grunsamlegri leyndarhyggju. Það getur varla talist ásættanlegt að fjárhæðir skuldbindinga meirihluta íslenskra heimila séu miðaðar við leyniformúlu sem sterkar vísbendingar liggja fyrir um að sé í raun afar ófullkominn mælikvarði, ef mælikvarða skyldi kalla.

Ég er alveg til í að leyfa Coca Cola Company að eiga sína leyniformúlu, en ekki Hagstofu Íslands.

Hlutabréfaviðskipti sem byggja á leynilegum innanbúðarupplýsingum eru ólögleg, en hvað með lánin?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2018 kl. 21:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þetta ekki bara hið gamalkunna: Ef fólk er óhæft í störfum sínum reynir það allt til að bregða leyndarhjúpi yfir það sem það er að gera svo ekki komist upp um það?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2018 kl. 21:38

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er nú aðeins meira en grafalvarlegt mál að pikka upp þann lið sem hækkar mest á hverjum tíma og setja inn í vísitölu. Hvað þá þegar liðurinn getur varla flokkast sem neysla sbr. kaup á íbúðarhúsnæði.

Ef þetta er ekki tilefni til að kalla forsendubrest á lántökum á því tímabili sem um er rætt þá veit ég eiginlega ekki hvað flokkast undir forsendubrest. Í mínum ranni gengur þetta undir nafninu rán undir berum himni. Í boði hverra ætla ég ekki neitt að fullyrða um en það er alveg ljóst að í undangenginni upplýsingu á verklagi og forsendum vísitöluútreikninga að dagar slíkra forsendna til notkunar hjá almenningi eru taldir. þó fyrr hefði verið. 

Sindri Karl Sigurðsson, 24.1.2018 kl. 21:57

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég er nú reyndar þeirrar skoðunar að húsnæðiskostnaður eigi að koma inn í verðbólguútreikning. Mér finnst hins vegar að það standi upp á Hagstofuna að koma nú fram með greinargóðar útskýringar á allri sinni aðferðafræði. Ég er reyndar undrandi á því að enn hafi enginn þingmaður kallað eftir þessu, eftir að samtök atvinnulífsins upplýstu um gallann í launavísitölunni. En þeir eru auðvitað uppteknir við einhvern tittlingaskít eins og vanalega.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2018 kl. 22:38

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert þetta með Kjararáð og launavísitöluna.  Því má álykta að víðtækir kjarasamningar, sem beinast að því að hækka lágmarkslaun verulega en stjórnenda í hófi, hafi samt þau áhrif að topparnir í stjórnsýslunni fái sömu meðaltals % hækkun og láglaunafólkið.  Ég þekki reyndar stjórnanda í einkageiranum sem hefur sagt mér að sambærilegt starf hjá hinu opinbera sé nú orðið verulegra hærra launað en hans.

Kolbrún Hilmars, 25.1.2018 kl. 12:28

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er tvíþætt. Annars vegar virðist Kjararáð hafa miðað við almennar launabreytingar, ekki breytingar hjá stjórnendum. Stundum veldur þetta því að hækkanir ráðsins verði meiri en tilefni er til fyrir viðkomandi hópa. En það ætti í sjálfu sér að jafnast út með tímanum. Hitt er svo það að ef hækkanirnar eru kerfisbundið ofmetnar vegna þess að Hagstofan kann ekki að reikna út launavísitölu (og nýleg svör þeirra við gagnrýni renna stoðum undir að þeir skilji ekki vísitöluhugtakið) þá leiðir það eitt og sér til of mikilla hækkana hjá kjararáðshópnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2018 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 287327

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband