Hvað er háskóli?

Það er ekkert nýtt að Hannes Hólmsteinn sé umdeildur. Ein uppákoma honum tengd er mér enn í fersku minni. Ég var þá í BA námi í heimspeki og hafði valist til að sitja í svokallaðri námsnefnd, ásamt tveimur kennurum og öðrum fulltrúa nemenda. Nefnd þessi hafði meðal annars það hlutverk að taka afstöðu til óska kennara í öðrum deildum um að nemendur við heimspekiskor gætu fengið námskeið þeirra metin sem valfög. Hannes kenndi þá stjórnmálaheimspeki við félagsvísindadeild og sendi okkur ósk um að námskeið þetta fengist metið sem valfag í heimspeki. Vissum við líka að mikill áhugi var á því hjá heimspekinemum að sitja námskeið Hannesar, enda var hann auðvitað strax þá orðinn umdeildur. Alræmdur að sumra mati.

Þegar málið var tekið fyrir á nefndarfundi brá svo við að annar fulltrúi kennara fann því allt til foráttu að leyfa nemendum að sitja námskeið Hannesar. Var málið rætt stuttlega og síðan frestað til næsta fundar. Daginn áður en afgreiða skyldi beiðnina hringdi kennarinn í okkur fulltrúa nemenda. Innihald samtalsins við bekkjarsystur mína þekki ég ekki til hlítar, en samtal mitt við hann man ég enn vel. Þar reyndi hann öll brögð til að fá mig til að leggjast gegn þessu máli, sem okkur hinum þótti öllum sjálfsagt. Samtalið stóð í um klukkustund og þegar maðurinn hafði lagt fram allar sínar röksemdir, sem engar voru sterkar, endaði með því að ég spurði hann einfaldlega hvað málið eiginlega væri. "Ég hata hann. Ég hata bara þetta helv. gerpi" var svarið. Þakkaði ég þá heimspekingnum fyrir spjallið og var námskeiðið samþykkt á næsta nefndarfundi, gegn atkvæði þessa ágæta kennara að sjálfsögðu.

Það má svo geta þess í lokin að ég sat sjálfur hið umdeilda námskeið. Það var einkar skemmtilegt enda hafði Hannes lag á að laða fram líflegar rökræður. Voru námskeið hans ekki síður vinsæl meðal vinstrimanna en hægrimanna í hópi nemenda, raunar allra þeirra sem áhuga höfðu á efninu og skildu að háskólanám í hugvísindum snýst einmitt að stórum hluta um að takast á í rökræðu við þá sem eru manni sjálfum ósammála, jafnvel þótt manni kunni að þykja skoðanir þeirra ógeðfelldar á stundum.

En akademískt frelsi á því miður undir högg að sækja nú á dögum. Æ meir eftir því sem þeim fjölgar í háskólum heimsins sem hafa í raun og veru lítið þangað að gera og vilja fremur loka sig af með skoðanasystkinum sínum, á Facebook eða annars staðar, en taka þátt í lifandi rökræðu.

 


mbl.is „Okkur er misboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að þetta sé málið.  Að mínu mati er verið að leggja Hannes Hólmstein í einelti af aðilum innan Háskólans og því miður er aðeins um "persónulega" óvild að ræða sem menn eru að reyna að klæða í akademískan búning.  Ég hef ekki mikla persónulega reynslu af dr. Hannesi Hólmsteini, en sú reynsla sem ég hef er bara jákvæð.

Jóhann Elíasson, 20.12.2017 kl. 23:23

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Háskóli hlýtur að vera stofnun, þar sem fólk sækir sér æðri menntun. Viti fólk allt mikið betur en skólinn, er vandséð hvurn fjandann fólk er þangað annað að sækja, en illindi.

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.12.2017 kl. 02:34

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Háskóli Íslands svolítið skrítið fyrirbæri; er það sem ég er að lesa út úr þessu að ef nemandi eða nemendur fá ekki góða einkun, þá er úrlausnin að reka kennaran?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 03:34

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, mér sýnist raunar á ágætri umfjöllun DV um þetta mál að þarna liggi hundurinn einmitt grafinn. Nemendurnir eiga sumir í erfiðleikum með að skilja námsefnið.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2017 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband