Ciesielski

Sigursteinn Másson á sinn mikilvæga þátt í að þessi mál eru nú loks tekin upp að nýju, rétt eins og aðrir þeir sem að því unnu á sínum tíma, þar með talið ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson.

En það var dapurlegt að heyra að börn Sævars Ciesielski skuli hafa þurft að fórna föðurnafninu vegna fordóma og árása í þessu ömurlega samfélagi. Ég hvet þau til að taka upp nafnið Ciesielski að nýju. 

Árið 1997, eftir að sjö spilltir hæstaréttardómarar höfnuðu endurupptökubeiðni Sævars, bersýnilega í því skyni einu að fela afbrot félaga sinna, skrifar Illugi Jökulsson:

"Sennilega verður minning þeirra hjúpuð sömu blöndu af andúð, hryllingi og vorkunnsemi sem umlykur minningu þeirra sýslumanna og dómara á fyrri öldum sem kváðu upp dauðadóma fyrir litlar eða engar sakir- í besta falli verða þeir sjömenningar taldir hlægilegar gungur og úreltir verjendur feyskinna viðhorfa í íslensku réttarkerfi. Í framtíðinni, sem kann vissulega að virðast fjarlæg í augnablikinu, því hún felur í sér að búið verði að hreinsa ærlega til í íslensku réttarkerfi, en þá munu laganemar á fyrsta ári skrifa ritgerðir þar sem rök Hæstaréttardómaranna í "úrlausninni" frægu verða hrakin skilmerkilega og lagaprófessorar framtíðarinnar munu hrista höfuðið neyðarlega þegar nemendur þeirra spyrja hvernig í ósköpunum annað eins gat gerst á síðustu misserum tuttugustu aldar."

Undir þessi orð má taka.


mbl.is „Verulega stór tíðindi í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn, en hvað um hina raunverulegu glæpamenn?

Það er sannarlega tími til kominn að þessi mál verði tekin upp mannorð þeirra hreinsað, sem ranglega voru dæmdir á grunni játninga sem þvingaðar voru fram með pyntingum.

En hvað um hina raunverulegu glæpamenn í þessu máli, fangaverðina, lögreglumennina, dómarana og aðra þá sem ábyrgð bera á þessu réttarmorði? Er ekki nauðsynlegt að draga þær mannleysur allar til ábyrgðar?


mbl.is Sautján ár samtals í varðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það ljóst ...

Þrír af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokks hafna eðlilegu atvinnufrelsi, en aðeins annar tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingar. Þá er nokkuð ljóst hvað maður kýs í næstu bæjarstjórnarkosningum.


mbl.is Vill að Alþingi hafni áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Frábært fyrir Dill og fyrir Ísland að komast á kortið hjá Michelin. Það kemur reyndar ekki á óvart því Dill hefur um árabil verið frábær veitingastaður með gríðarlegan metnað.

Svo tek ég eftir því að veitingahúsið Matur og drykkur á Grandagarðinum er með Bib Gourmand merkingu hjá Michelin, en hún er notuð fyrir staði sem matgæðingum Michelin þykir bjóða mikil gæði á góðu verði.

Kröfur Michelin eru mjög miklar. Um þriggja stjörnu veitingastaði, en þeir eru færri en 200 talsins í heiminum, segir til dæmis: "Hér fær maður ávallt mjög góðan mat, stundum frábæran". Bara stundum!

 


mbl.is Uppbókað næstu tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindabrotin eru víða!

Það er þá ljóst að flest ríki heims brjóta gegn grunnstoðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, því í flestum löndum heims eru viðskipti með áfengi með eðlilegum hætti en ekki undir ríkiseinokun. Er fólk nú alveg að missa sig í vitleysunni?


mbl.is Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki batnar það

Stærðfræðingarnir Einar Steingrímsson og Helgi Tómasson hafa sýnt fram á það með sannfærandi rökum að sú niðurstaða að kynbundinn launamunur sé til staðar, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra áhrifaþátta sem þarf að taka tillit til, sé röng.

Það er dæmigert fyrir hagsmunaaðila í svona umræðu að reyna að slá ryki í augu fólks með því að varpa fram röngum staðhæfingum, líkt og Kristín Ástgeirsdóttir gerir hér, þegar hún kveður Hagstofuna hafa komist að allt annarri niðurstöðu en þeir Einar og Helgi hafa komist að.

En tölurnar sem Kristín vísar til snúast um óleiðréttan mun, það er þann mun sem til staðar er, en er ekki sýnt fram á að sé með neinum hætti kynbundinn. Einar og Helgi eru hins vegar að tala um þann mun sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifaþáttunum, leiðréttan launamun.

Auðvitað veit Kristín Ástgeirsdóttir betur. Það er það dapurlega.

Hér má sjá umfjöllun Helga Tómassonar. Þeir sem hæst gala um að kynbundinn launamunur sé bara staðreynd og hafna allri umræðu ættu kannski að skoða hana áður en þeir opna munninn næst.


mbl.is Alltaf mælanlegur kynbundinn munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt í frá óyggjandi niðurstöður

Erfitt er að fullyrða með vissu að laun kvenna séu kerfisbundið lægri en laun karla þegar tekið er tillit til vinnutíma, kynjaskiptingar á vinnumarkaði, fjarvista, samfellu í starfsævi og fleiri þátta. Fyrir um ári síðan var gefin út skýrsla um þetta og var niðurstaða hennar að óskýrður launamunur væri 7,6%. En í þeirri greiningu er ekkert tillit tekið til þátta á borð við ólaunaða yfirvinnu eða fjarvista frá vinnu svo dæmi séu nefnd. Niðurstaða höfundarins stenst því ekki skoðun.

Auk þess má benda á að í skýrslunni segir orðrétt (bls. 53):

"Ómálefnalegan, óskýrðan launamun má skilgreina sem launamun sem eingöngu er vegna kynferðis. Um er að ræða þann mun sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem áhrif hafa á launamyndun. Í reynd er í besta falli hægt að nálgast þennan mun. Launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veitir ekki svar við. Við getum því ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis."


mbl.is Dregur „kynbundinn“ launamun í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn

Þegar flöskuhálsinn í kerfinu er tepptur vegna þess að fimmtungur þeirra sem í honum eru eiga ekki að vera þar merkir það að KERFIÐ Í HEILD keyrir aðeins á 80% afköstum.

Hvers vegna er staðan þessi?

Staðan er þessi vegna þess að í stað þess að hugsa um afköst kerfisins alls, allt frá heilsugæslu til hjúkrunarheimila, er barist við að hámarka nýtingu á hverjum stað í kerfinu og ábyrgðin jafnvel oft hjá mismunandi aðilum. Þannig geta hjúkrunarheimilin öll verið rekin á afar hagkvæman hátt, spítalarnir á afar hagkvæman hátt og heilsugæslustöðvarnar líka, því með hinum venjubundnum árangursmælikvörðum (s.s DRG á LSH) er ekki verið að mæla það sem máli skiptir - afköst kerfisins í heild.

Yfirvöld heilbrigðismála verða að taka heildstætt á vandanum. Það dugar ekki að henda bara meiri peningum í hítina við og við þegar vandræðin keyra úr hófi fram. Það verður að skipuleggja kerfið út frá flöskuhálsinum - veikasta hlekknum - því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Samkvæmt því ætti forgangsmálið núna í rauninni alls ekki að vera að byggja nýjan spítala heldur að byggja fleiri hjúkrunarheimili, og það strax. Spítalinn, flöskuhálsinn sjálfur, keyrir einfaldlega ekki á fullum afköstum, og ástæðan er vöntun á afkastagetu á næsta stigi í ferlinu.


mbl.is 132 bíða þess að komast af spítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslu-Kata

Þegar maður hefur klúðrað því að komast í stjórn er vitanlega réttast að reyna að pirra þá sem á endanum tókst að komast í stjórn með miklum orðaflaumi um aukaatriði.

Ekki verð ég hissa ef þetta áhlaup Skýrslu-Kötu endar með háværri kröfu um að stofnuð verði nefnd með aðild eins gæðings frá hverjum stjórnmálaflokki, á bærilegum launum auðvitað, er falið verði að skrifa skýrslu um skýrsluskilin.

Svo verður kátt í höllinni þegar skil þeirrar merku skýrslu verða tekin til umræðu.


mbl.is Er forsætisráðherra sáttur við frammistöðuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 287369

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband