Langt í frá óyggjandi niðurstöður

Erfitt er að fullyrða með vissu að laun kvenna séu kerfisbundið lægri en laun karla þegar tekið er tillit til vinnutíma, kynjaskiptingar á vinnumarkaði, fjarvista, samfellu í starfsævi og fleiri þátta. Fyrir um ári síðan var gefin út skýrsla um þetta og var niðurstaða hennar að óskýrður launamunur væri 7,6%. En í þeirri greiningu er ekkert tillit tekið til þátta á borð við ólaunaða yfirvinnu eða fjarvista frá vinnu svo dæmi séu nefnd. Niðurstaða höfundarins stenst því ekki skoðun.

Auk þess má benda á að í skýrslunni segir orðrétt (bls. 53):

"Ómálefnalegan, óskýrðan launamun má skilgreina sem launamun sem eingöngu er vegna kynferðis. Um er að ræða þann mun sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem áhrif hafa á launamyndun. Í reynd er í besta falli hægt að nálgast þennan mun. Launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veitir ekki svar við. Við getum því ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis."


mbl.is Dregur „kynbundinn“ launamun í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband