Ekki batnar það

Stærðfræðingarnir Einar Steingrímsson og Helgi Tómasson hafa sýnt fram á það með sannfærandi rökum að sú niðurstaða að kynbundinn launamunur sé til staðar, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra áhrifaþátta sem þarf að taka tillit til, sé röng.

Það er dæmigert fyrir hagsmunaaðila í svona umræðu að reyna að slá ryki í augu fólks með því að varpa fram röngum staðhæfingum, líkt og Kristín Ástgeirsdóttir gerir hér, þegar hún kveður Hagstofuna hafa komist að allt annarri niðurstöðu en þeir Einar og Helgi hafa komist að.

En tölurnar sem Kristín vísar til snúast um óleiðréttan mun, það er þann mun sem til staðar er, en er ekki sýnt fram á að sé með neinum hætti kynbundinn. Einar og Helgi eru hins vegar að tala um þann mun sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifaþáttunum, leiðréttan launamun.

Auðvitað veit Kristín Ástgeirsdóttir betur. Það er það dapurlega.

Hér má sjá umfjöllun Helga Tómassonar. Þeir sem hæst gala um að kynbundinn launamunur sé bara staðreynd og hafna allri umræðu ættu kannski að skoða hana áður en þeir opna munninn næst.


mbl.is Alltaf mælanlegur kynbundinn munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kerlingarnar vilja ekki launajafnrétti, þær vilja fá hærra kaup en karlarnir, annars verða þær ekki ánægðar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.2.2017 kl. 15:58

2 identicon

Outskyrður kynbundinn launamunur er 5.7 til 7.5 smkvæmt rannsokn Hagstofu sem notar alþjoðlega viðurkenndar aðferðir. Raunverulegur launamunur er hærri. Hagstofan fullyrðir ekki að munurinn se mismunun konum i ohag. Einar og Helgi hafa ekki sagt neitt meira en <hagstofan sagði 2013.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 17:48

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki er ég nú sammála því, Jóhann. Held að þær vilji bara sömu laun.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2017 kl. 17:50

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki þær sem ég þekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.2.2017 kl. 18:37

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit ekki hvaða skýrslu þú ert að vitna í Hrafn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarráðuneytis sem unnin var af Sigurði Snævarr er munurinn 7,6%. Höfundur treystir sér hins vegar ekki til að fullyrða að þarna sé um kynbundinn mun að ræða vegna þess að mikilvægar breytur vantar í greininguna.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2017 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband