Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn

Þegar flöskuhálsinn í kerfinu er tepptur vegna þess að fimmtungur þeirra sem í honum eru eiga ekki að vera þar merkir það að KERFIÐ Í HEILD keyrir aðeins á 80% afköstum.

Hvers vegna er staðan þessi?

Staðan er þessi vegna þess að í stað þess að hugsa um afköst kerfisins alls, allt frá heilsugæslu til hjúkrunarheimila, er barist við að hámarka nýtingu á hverjum stað í kerfinu og ábyrgðin jafnvel oft hjá mismunandi aðilum. Þannig geta hjúkrunarheimilin öll verið rekin á afar hagkvæman hátt, spítalarnir á afar hagkvæman hátt og heilsugæslustöðvarnar líka, því með hinum venjubundnum árangursmælikvörðum (s.s DRG á LSH) er ekki verið að mæla það sem máli skiptir - afköst kerfisins í heild.

Yfirvöld heilbrigðismála verða að taka heildstætt á vandanum. Það dugar ekki að henda bara meiri peningum í hítina við og við þegar vandræðin keyra úr hófi fram. Það verður að skipuleggja kerfið út frá flöskuhálsinum - veikasta hlekknum - því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Samkvæmt því ætti forgangsmálið núna í rauninni alls ekki að vera að byggja nýjan spítala heldur að byggja fleiri hjúkrunarheimili, og það strax. Spítalinn, flöskuhálsinn sjálfur, keyrir einfaldlega ekki á fullum afköstum, og ástæðan er vöntun á afkastagetu á næsta stigi í ferlinu.


mbl.is 132 bíða þess að komast af spítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband