Hvar liggur sönnunarbyrðin?

Meginspurningin í þessu máli líkt og svo mörgum öðrum, er þessi:

Hvað veitir einum manni rétt til að banna öðrum að aðhafast það sem hann lystir, svo fremi að hann skaði ekki aðra og takmarki ekki með því sama frelsi þeirra?

Hvers vegna ætti sumt fólk að hafa slíkan rétt gagnvart samborgurum sínum?

Hvað veitir því hann? Guð, kynþátturinn, kynið, menntunin, auðurinn, gáfurnar? Eða eitthvað annað?

Með öðrum orðum - hvernig rökstyðja stjórnlyndispáfar þá afstöðu sína að almenn mannréttindi nái ekki yfir alla, aðeins suma? Að sumir séu "jafnari en aðrir" eins og svínið sagði forðum?


mbl.is „Æi, elsku Brynjar minn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smámálin í þjóðaratkvæði

Það er auðvitað snilldarhugmynd að setja bara öll smærri mál þingsins í þjóðaratkvæði. Er það ekki einmitt til þess sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru haldnar - að afgreiða smávægileg mál sem öllum er sama um?


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið út á götu?

Það kemur kannski ekki á óvart að þegar sorphirðan drabbar niður eins og gerst hefur á undanförnum árum grípi fólk til þess að fá sér sorpkvarnir. Hvað annað getur fólk gert þegar tunnan er orðin full og vika í að hún verði losuð næst?

Er það markmið borgaryfirvalda að ruslapokar safnist upp á götum úti?


mbl.is Vill banna sorpkvarnir á heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi og endurnærandi að móðga útlenska forseta

Það er mikil heilsubót að grófum og hnitmiðuðum móðgunum í garð einræðisherra og annarra vafasamra kóna sem troðið hafa sér á valdastóla.

Þegar þýski háðfuglinn Böhmermann var á dögunum ákærður fyrir að móðga kónann Erdogan efndi hið fornfræga enska íhaldsrit Spectator til keppni í móðgandi skáldskap með Erdogan að skotspæni - "The Spectator's President Erdogan Offensive Poetry Competition".

Sigurvegari var Boris Johnson, þá borgarstjóri í Lundúnum, nú utanríkisráðherra Breta með sniðuga limru:

"There was a young fellow from Ankara

Who was a terrific wankerer

Till he sowed his wild oats

With the help of a goat

But he didn’t even stop to thankera."

Johnson tekur hér undir þrálátan orðróm um geitaást Tyrkjaforseta, en það var einmitt vegna slíkra svigurmæla sem Böhmermann átti um tíma frelsi sitt að verja.


mbl.is Löglegt verði að móðga þjóðhöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband