Nú snýr Reagan sér við í gröfinni

Einhvern veginn átti maður ekki von á að Trump léti verða af hótunum sínum um bann við ferðum almennra borgara frá fjölda ríkja til Bandaríkjanna. Hvað þá að örfáum dögum eftir embættistöku hans yrði íslenskum íþróttamanni meinað að taka þátt í alþjóðlegu móti af því einu að hann er fæddur í Íran.

Helsta slagorð Trumps í kosningabaráttunni var fengið að láni frá Ronald Reagan: "Make America great again". En það eru stolnar fjaðrir, enda leit Reagan á Bandaríkin sem griðastað frelsisins og griðastað þeirra sem leita frelsisins líkt og glöggt má heyra í kveðjuræðu hans hér

"The past few days when I've been at that window upstairs, I've thought a bit of the 'shining city upon a hill.' The phrase comes from John Winthrop, who wrote it to describe the America he imagined. What he imagined was important because he was an early Pilgrim, an early freedom man. He journeyed here on what today we'd call a little wooden boat; and like the other Pilgrims, he was looking for a home that would be free. I've spoken of the shining city all my political life, but I don't know if I ever quite communicated what I saw when I said it. But in my mind it was a tall, proud city built on rocks stronger than oceans, windswept, God-blessed, and teeming with people of all kinds living in harmony and peace; a city with free ports that hummed with commerce and creativity. And if there had to be city walls, the walls had doors and the doors were open to anyone with the will and the heart to get here. That's how I saw it, and see it still."

Mikið er ég nú hræddur um að sá gamli snúi sér við í gröfinni núna!

 


mbl.is Fluttur frá borði á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er reyndar ein regla

Það er svo sannarlega sérstakt að upplifa umferðina í indverskri borg. Öllu ægir saman, bílum, vélhjólum, reiðhjólum, gangandi fólki, ösnum, uxakerrum og, síðast en ekki síst heilögum kúm. En í öllu þessu kraðaki er það samt svo að allir komast á endanum leiðar sinnar, og reyndar hraðar en ef um væri að ræða jafn þétta og flókna umferð í vestrænni borg.

Það gildir nefnilega ein regla. Hún er sú að um leið og þú hugsir um eigið öryggi og að koma sjálfum þér áfram hugsir þú líka um að aðrir komist áfram og lendi ekki í tjóni. Það er tillitssemin sem gildir og hún er ákaflega gagnleg regla.


mbl.is Ein umferðarregla: það eru engar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuumræða um ekki-frétt

Hvaða máli skiptir það eiginlega hvort þessi ágæta skýrsla kom út fyrir eða eftir kosningar?

Í henni stendur vitanlega ekki annað en það sem allir máttu vita fyrir: Þegar verðtryggðar húsnæðisskuldir voru lækkaðar hlutfallslega lækkuðu þær mest hjá þeim sem mest skulduðu og eðlilega var það tekjuhæsti hópurinn, sem fjárfest hafði í dýrasta húsnæðinu.

Stjórnarandstæðingar hafa í sjálfu sér litla ástæðu til að bölsótast yfir því að skýrslan hafi ekki komið út fyrir kosningar. Það vissu allir hvernig þessi "leiðrétting" virkaði og ekki man ég nú betur en að vinstrimenn hafi einmitt hamrað á því í kosningabaráttunni.

Hver er þá fréttin?


mbl.is Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langvinn hungurtíð Jóns Gnarr

Jón Gnarr sér nú fram á langa hungurtíð í landi allsnægtanna enda getur hann, sem Íslendingur, ekki farið að leggja sér til munns hið gómsæta, stökka og safaríka kálmeti, bragðmiklu tómata og annað góðgæti úr jurtaríkinu sem Ameríkanar eiga að venjast, ólíkt okkur, né njóta þess úrvals af almennilegu keti af margvíslegum skepnum sem þar er að fá.

Matvælastofnun er söm við sig og vill banna fólki að snæða carpaccio og beuf tartare. Það kemur auðvitað ekki á óvart.


mbl.is Jón Gnarr fær ekki íslenskt kjöt í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður veggurinn?

Niðurlag athygliverðrar hugleiðingar úr smiðju Spectator - hvernig verður veggurinn hans Trumpsa:

"But if he did build it, what sort of wall would the Wall be? As I say, the Lout is an aesthetic retard who possesses a baleful taste for gold, marble and mirthless kitsch. Can these materials be applied to a wall? In dilute form can they demonstrate the fulfilled aspiration they represent: you know the sort of thing — a plastic putto every five miles, a fibreglass caryatid here and there, Atlantes. Abundant crenellation. Loads of abundance. And to top it all extruded plastic selfies of the Lout as Roman soldier, berserker, GI, tommy, astronaut. His taste is akin to that of professional footballers, gangsters and, most tellingly, central Asian tyrants and African dictators. This is worrying. America may soon discover that the tastes he shares with such gentlemen extend beyond matters of mere décor."

Greinin öll


Hræðilegur maður

Það hlýtur að vera vafasamur maður sem gefur börnum Nýja Testamentið. Kannski jafnvel prestur!


mbl.is Býður börnum Nýja testamentið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Jan. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband