Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bjóðum Hong Kong búum til Íslands

Íbúar Hong Kong eru upp til hópa vel menntað, framtakssamt og friðsamt fólk, sem horfir nú fram á að lenda undir járnhæl Kínastjórnar. Það væri fengur að því að fá sem flesta Hong Kong búa til Íslands. Hér gætu þeir notið öryggis og við gætum notið dugnaðar þeirra og framtakssemi við að þróa okkar samfélag áfram. 

Opnum landamærin fyrir Hong Kong búum!


mbl.is Lýðræðissinnar flýja Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er tilgangurinn með fyrri sýnatökunni?

Þurfi allir Íslendingar að fara í sóttkví (sem er reyndar óskiljanlegt þar sem smit eru nánast engin), til hvers er þá fyrri sýnatakan?

Er ekki allt í lagi að hugsa kannski svona pínulítið áður en maður leggur fram tillögurnar? Eða er það alveg óþarfi orðið?


mbl.is Allir Íslendingar fari í tvær sýnatökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækin eru háð Facebook

Stórfyrirtæki sniðganga Facebook til að þrýsta á um ritskoðun. Ástæðan er sú að fyrirtækin sjálf verða fyrir þrýstingi. Þrýstingurinn kemur frá þeim sívaxandi hópi fólks sem aðhyllist viðhorf sem eru andstæð frjálslyndi. Í raun eru þetta fasísk eða hálffasísk öfl og hegða sér samkvæmt því.

En vegna hinnar gríðarsterku stöðu sem Facebook hefur sem auglýsingamiðill komast fyrirtækin ekki upp með það í langan tíma að sniðganga miðilinn. Sniðgangan getur þó haft þau áhrif að Facebook hverfi frá því tiltölulega frjálslynda viðhorfi gagnvart málfrelsi sem fyrirtækið hefur hingað til fylgt.

Þannig mun þessi sniðganga í það minnsta auka áhrif fasískra og hálffasískra afla í samfélaginu. Við lifum á varhugaverðum tímum.


mbl.is Gæti sniðganga gert út af við Facebook?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er afsökunarbeiðnin? Hvar er afsögnin?

Hvar er afsökunarbeiðni Vegagerðarinnar til aðstandanda þeirra tveggja sem létust í gær vegna ábyrgðarleysis fyrirtækisins?

Hvar er afsögn forstjórans, sem ber ábyrgð á óstjórninni?

Hvar eru ábyrgir fjölmiðlar sem kalla eftir þessu tvennu?


mbl.is Boða til mótmæla vegna slyssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósköp vinaleg fjallkona

Sá upptöku af ræðu Snorra, þ.e. þangað til löggan sótti hann. Ágæt byrjun hjá honum, jákvæður og hvetjandi. 


mbl.is Heiður að vera fyrsta „karlkyns fjallkonan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fer þegar skipuð er nefnd

Það sem greinilega hefur gerst hér er að skipuð hefur verið nefnd, og síðan gengið í að finna málamiðlun. Inn í blandast svo að einhverjum kjánum hefur verið falið að gera hagfræðilega greiningu.

Og niðurstaðan? Pota einhverjum pinnum upp í nefið á öllum sem hingað koma og rukka hvern einasta farþega um 100 evrur fyrir viðvikið.

Tilgangslaust og vita gagnslaust auðvitað. Ekki til annars fallið en að hindra að fólki detti í hug að leggja leið sína hingað. En auðvitað atvinnuskapandi fyrir bitlingariddarana.


mbl.is „Opnun með ýtrustu varúð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskulegt að búa til viðbótarhindranir

Það má setja stórt spurningarmerki við hvort þessar skimanir séu yfirleitt skynsamlegar - ekkert annað land er að fara þá leið. Kostnaðarútreikningarnir sem birtir hafa verið eru út í hött. Það er aðeins verið að deila niður kostnaði sem er þegar til staðar og kostnaði af fjárfestingum sem stóð til að fara í hvort sem var. Raunverulegur viðbótarkostnaður er langt undir þessu. Og sú hagfræðilega greining sem gerð var á þessu tekur ekkert tillit til kostnaðar ríkisins af því að hafa fólk á bótum í stað þess að það komist í launaða vinnu. Þannig fer þegar óskynsömu fólki er falið að gera slíkar greiningar.

Tilgangurinn með því að opna landið núna er að reyna að draga úr fjöldaatvinnuleysinu sem þegar er staðreynd og á aðeins eftir að aukast. Það, að rukka ferðamenn fyrir að þurfa að ganga í gegnum þessa skimun, sem mun út af fyrir sig vera afar óþægileg, vinnur beint gegn þessu markmiði. Þessi gjaldtaka er einfaldlega heimskuleg, byggð á kolröngum forsendum, og bráðnauðsynlegt að ríkisstjórnin bakki með þessi áform án tafar.


mbl.is Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í ruglinu, eins og vanalega

Tilgangurinn með þessum stuðningi er að koma í veg fyrir að fyrirtæki fari á hausinn vegna þess að þau hafa ekki efni á að greiða laun á uppsagnarfresti. Þannig verði einhver störf eftir hjá fyrirtækjunum í stað þess að allir starfsmenn missi vinnuna.

Sé fyrirtækjum gert að endurgreiða þetta er þetta ekki stuðningur heldur lán. Og fyrirtæki sem eru í þessari stöðu hafa auðvitað enga möguleika á að taka á sig slíka skuldbindingu í formi láns.

Hvað koma mánaðarlaun æðstu stjórnenda svo þessu máli við? Á að refsa þeim starfsmönnum sem að öðrum kosti myndu halda störfum sínum, fyrir það að forstjóri fyrirtækisins hafi haft þrjár milljónir í mánaðarlaun? Á það að hindra að störf þeirra séu varin?

Og hvers vegna á það að bitna á þessu sama starfsfólki ef eigandi fyrirtækisins hefur einhvern tíma "átt í fjárhagslegum samskiptum" (les: verslað við) við fyrirtæki á lágskattasvæði? Þar undir fellur til dæmis að hann hafi farið í skíðaferð til Andorra!

Og hvernig í ósköpunum dettur þessu fólki í hug að gera kröfu um að fyrirtæki sem eru aðþrengd og á leiðinni að segja megninu af starfsfólki sínu upp eigi að fara að standa í því í ofanálag að skrifa einhverjar tilgangslausar skýrslur um loftslagsmál?

Tilgangurinn með þessu er einfaldur. Hann er að koma í veg fyrir að öllum sé sagt upp og fyrirtækið fari í þrot. Það er eina markmiðið með þessari aðgerð.

Það markmið má hins vegar gagnrýna, til dæmis frá því sjónarhorni að það sé ekki endilega verra fyrir samfélagið að fyrirtæki í þessari stöðu fari bara á hausinn. Starfsmenn og stjórnendur geti þá stofnað ný fyrirtæki á rústum hinna og byggt upp þegar sjálfsmorðsárásinni á efnahagslíf heimsins lýkur. Slík gagnrýni væri málefnaleg og skynsamleg, og grundvöllur einhverrar vitrænnar umræðu.

Málefnaleg gagnrýni og vitræn umræða er hins vegar ekki sterkasta hlið þessara þingmanna. Það er bersýnilegt.


mbl.is Vilja að fyrirtæki endurgreiði uppsagnarstuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækningin hættulegri en sjúkdómurinn segir Michael Levitt

Sama dag og New York Times leggur forsíðuna undir lista yfir þá sem hafa dáið úr flensunni, vitanlega í þeim eina tilgangi að ýta undir vantraust á Bandaríkjaforseta (meira og minna öll umræðan í BNA litast af væntanlegum forsetakosningum), berast af því fregnir að nóbelsverðlaunahafinn Michael Levitt, sem benti á það snemma að dánartölur sem útgöngubönnin byggðust á væru 10-12 sinnum of háar, hafi nú fært að því sterk rök að útgöngubönnin hafi valdið meira tjóni en veiran sjálf.

Um leið vex heimsendaspám ýmissa öfgamanna ásmegin. Það kemur ekki á óvart þegar tiltölulega vægur faraldur (miðað við alvöru drepóttir eins og spænsku veikina og svartadauða) hefur verið blásinn upp í eitthvað sem mörgum reynist auðvelt að tengja við plágur Egyptalands og annað af þeim toga úr trúarritunum.

Uppátæki NYT ýtir svo sannarlega undir slíkar heimsendaspár og þar með óstöðugleika í heimi sem þegar er á barmi alvarlegra uppþota og átaka. Hvar er samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla? Er allt leyfilegt til að selja fleiri blöð eða vinna sínum frambjóðanda fylgi?


mbl.is Listi yfir látna á forsíðu: „Ólýsanlegur missir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ólöglegt að upplýsa fólk?

Formaður Flugfreyjufélagsins heldur því fram að það sé lögbrot að veita fólki upplýsingar. Þetta félag hlýtur að vera komið í ákaflega þrönga stöðu þegar gripið er til jafn fáránlegs málflutnings. Vitanlega hefur Bogi fulla heimild til að upplýsa starfsfólk félagsins um þau kjör sem því standa til boða. Skárra væri það nú!


mbl.is Boga „ljúft og skylt“ að upplýsa samstarfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 287884

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband