Bjóðum Hong Kong búum til Íslands

Íbúar Hong Kong eru upp til hópa vel menntað, framtakssamt og friðsamt fólk, sem horfir nú fram á að lenda undir járnhæl Kínastjórnar. Það væri fengur að því að fá sem flesta Hong Kong búa til Íslands. Hér gætu þeir notið öryggis og við gætum notið dugnaðar þeirra og framtakssemi við að þróa okkar samfélag áfram. 

Opnum landamærin fyrir Hong Kong búum!


mbl.is Lýðræðissinnar flýja Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þarna er ég sammála. Fólk er velkomið til Íslands sem er sjálfbjrga eins og landnemar fyrrum. 

Benedikt Halldórsson, 3.7.2020 kl. 10:02

2 identicon

Mig rámar í það að fyrir mörgum árum, þegar íslenskt vegabréf var einhvers virði, þá hefðu nokkrir kínverskir auðmenn beiðst þess að fá að öðlast íslenskan ríkisborgararétt gegn ríflegu gjaldi. Þessari beiðni var samstundis hafnað.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.7.2020 kl. 11:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Pólitísk saga okkar er breytileg,en aldrei hafa ráðamenn selt íslenskan ríkisborgararétt,en man þó að skáksnillingurinn Fisher fékk hann gefins.-- Er sammála síðuhafa og Benedikt-- Þar fara hagsmunir saman.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2020 kl. 15:28

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það á ekki að selja Hong Kong búum ríkisborgararétt hér. Það væri í rauninni nær að borga þeim fyrir að setjast hér að.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.7.2020 kl. 17:39

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gæti orðið erfitt þegar þrælskeggjaðir unglingar leita hér hælis vegna aldurs og án fylgdar ganga fyrir.

Þegar búið er að blessa þá með herlegheitum, fá þeir að flytja inn sýnar fjöldskyldur vegna sameiningarlaganna.

Eftir það sitjum við með fullt af ómenntuðu fólki sem aldrei kemur til að aðlagast okkar háttum og venjum og velferðarkerfið

mun þurfa halda því uppi um ókomin ár.

Það væri snilld að fá Hong Kong búana hingað, en því miður er hælisleitenda iðnaðurinn orðin svo stór og margir komnir

með svo feita putta af því, að hagsmunir þeirra koma til með að ráða heldur en almenn skynsemi.

Sorglegt en satt. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.7.2020 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband