Heimskulegt að búa til viðbótarhindranir

Það má setja stórt spurningarmerki við hvort þessar skimanir séu yfirleitt skynsamlegar - ekkert annað land er að fara þá leið. Kostnaðarútreikningarnir sem birtir hafa verið eru út í hött. Það er aðeins verið að deila niður kostnaði sem er þegar til staðar og kostnaði af fjárfestingum sem stóð til að fara í hvort sem var. Raunverulegur viðbótarkostnaður er langt undir þessu. Og sú hagfræðilega greining sem gerð var á þessu tekur ekkert tillit til kostnaðar ríkisins af því að hafa fólk á bótum í stað þess að það komist í launaða vinnu. Þannig fer þegar óskynsömu fólki er falið að gera slíkar greiningar.

Tilgangurinn með því að opna landið núna er að reyna að draga úr fjöldaatvinnuleysinu sem þegar er staðreynd og á aðeins eftir að aukast. Það, að rukka ferðamenn fyrir að þurfa að ganga í gegnum þessa skimun, sem mun út af fyrir sig vera afar óþægileg, vinnur beint gegn þessu markmiði. Þessi gjaldtaka er einfaldlega heimskuleg, byggð á kolröngum forsendum, og bráðnauðsynlegt að ríkisstjórnin bakki með þessi áform án tafar.


mbl.is Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér. Þetta er arfavitlaust.

Hvað skeður svo þegar einn mælist jákvæður.?

Þá þarf að elta uppi alla farþegana úr vélinni og reyna svo að finna viðkomandi,

sem búin er þá að fara hringveginn, finna alla þá sem hann komst í nálægð

við og öll hersinginn verður svo að fara í sóttkví.

Það sjá það allir sem vilja sjá að þetta gengur ekki upp.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.6.2020 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"ekkert annað land er að fara þá leið"

Einmitt, vegna þess að flest önnur lönd eru ennþá með lokanir og jafnvel útgöngubann.

Eru einhver önnur lönd búin að enduropna landamæri sín fyrir Covid veirunni, án nokkurra skilyrða um skimun eða sóttkví?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2020 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband