Svona fer þegar skipuð er nefnd

Það sem greinilega hefur gerst hér er að skipuð hefur verið nefnd, og síðan gengið í að finna málamiðlun. Inn í blandast svo að einhverjum kjánum hefur verið falið að gera hagfræðilega greiningu.

Og niðurstaðan? Pota einhverjum pinnum upp í nefið á öllum sem hingað koma og rukka hvern einasta farþega um 100 evrur fyrir viðvikið.

Tilgangslaust og vita gagnslaust auðvitað. Ekki til annars fallið en að hindra að fólki detti í hug að leggja leið sína hingað. En auðvitað atvinnuskapandi fyrir bitlingariddarana.


mbl.is „Opnun með ýtrustu varúð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og svo er nú hitt, Þorsteinn.  Hvort sem kjánarnir hafa greint rétt eða ekki. 
Eftir langan og leiðinlegan vetur með sóttkvíum og einangrun, er loksins komið sumar og innfæddir vilja gjarnan slaka á og njóta þess áhyggjulausir.  Þótt ekki væri nema þangað til í haust!  

Kolbrún Hilmars, 8.6.2020 kl. 16:40

2 identicon

Sammála þér Kolbrún, það er of snemmt farið af stað. Við eigum það skilið eftir þetta afrek gegn Covid 19 að anda aðeins léttar :)

Birna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2020 kl. 16:46

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og framlengja atvinnuleysið? Auðvitað á að opna landið fyrir fólki frá þeim löndum þar sem nýsmit eru nánast engin. Þær tugþúsundir sem nú lifa á strípuðum bótum munu ekki "njóta þess áhyggjulausar" þótt komið sé sumar.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.6.2020 kl. 18:53

4 identicon

Veistu virkilega ekki Þorsteinn að Bjarni ætlar að leyfa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur að gefa, já, gefa, öllum hinum atvinnulausu og einnig hinum velstæðu 5.000 króna ferðagjöf.  Það verður rífandi ferðakraftur hjá hinum atvinnulausu að nýta gjöfina á helstu hótelum landsins.  Þú hlýtur að játa að svo verði, ella ertu að segja Bjarna og Þórdísi fífl sem kasti peningum í vitleysu, sem þau vissulega gera, í þessu sem fleiru.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.6.2020 kl. 00:47

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ekki mundi ég gráta þó að aldrei aftur þvældust fyrir mér Kínverjar á þjóðveginum.

En hvar eru allir þessir óskapa fjármunir sem áttu að vera svo miklir að ástæðulaust væri að brasa við fiskveiðar og vinnslu á Íslandi öllu lengur, eða svo mátti skilja af hjali sumra.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2020 kl. 08:43

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verða uppgrip á Aktu taktu í sumar Símon.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.6.2020 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband