Innri leiga

Samkvæmt fréttinni felst meginhluti sparnaðar vegna sameiningar þessara skóla í lækkun "innri leigu". Hvað er innri leiga? Jú, það er þegar ein deild eða svið greiðir annarri deild eða sviði leigu. En hver eru áhrifin á rekstrarkostnað borgarinnar? Hverfur húsnæði Kelduskóla við breytinguna? Nei, það hverfur vitanlega ekki. Sparnaðaraðgerðin virðist því fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að færa peninga úr einum vasa í annan. Kostnaður eins sviðs lækkar, en kostnaður annars sviðs hækkar um svipaða upphæð. Hver er ávinningur borgarinnar af þessari talnaleikfimi? Hann er væntanlega lítill sem enginn.

Þetta er svo sannarlega ekkert einsdæmi og það er ekki bara Reykjavíkurborg sem stendur í sparnaðaraðgerðum sem grundvallast á svona hugsunarvillum. Það sem orsakar er vöntun á heildrænni hugsun; í stað þess að horfa á hvaða áhrif aðgerðin hefur á kerfið í heild er matið unnið út frá stökum deildum eða sviðum, án neins tillits til þess hver áhrifin verða annars staðar í kerfinu. Sorglegt en satt.


mbl.is Engum sagt upp vegna sameininga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu ...

... ber ráðgjafarnefndin fullt og óskorað traust til stjónenda sem hafa sýnt og sannað algera vangetu til að hafa stjórn á rekstrinum. Minna má það ekki vera í Disneylandinu góða.


mbl.is Hætta að plástra spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánahrollur

Verð að viðurkenna að maður er farinn að fá dálítinn kjánahroll yfir þessari leiðu, og raunar frekar dónalegu, tilhneigingu sumra íslenskra stjórnmálamanna til að vera að fetta fingur út í lífsskoðanir erlendra gesta. Ég efast um að ráðamenn í Saudi-Arabíu skammist til dæmis í breskum ráðherrum sem þeir hitta fyrir að breskum konum sé ekki bannað að fara fylgdarlausar úr húsi, og ekki verður maður þess var að íhaldssamir bandarískir stjórnmálamenn séu að skammast í íslenska forsætisráðherranum fyrir að telja sjálfsagt að drepa börn rétt fyrir fæðingu, bara svo eitthvað sé nefnt.

Og það er fleira athugavert við þetta:

1. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka ákvarðanir byggt á sínum eigin hagsmunum eða stöðu: "Vegna þess að ég er svona eða hinsegin þá átt þú ekkert með að gera þetta" var, samkvæmt fréttinni inntakið í því sem íslenski ráðherrann sagði við þann bandaríska.

2. Lýðræðishugmynd íslenska ráðherrans virðist eitthvað einkennileg í ljósi þess að honum virðist finnast það sjálfsagt að hunsa bara niðurstöðu atkvæðagreiðslu meðal íbúa Texas-ríkis ef hún er honum sjálfum ekki að skapi (eða m.ö.o. hentar ekki hagsmunum hans).

 


mbl.is Gagnrýndi Perry fyrir lög um samkynja hjónabönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrásin er á ábyrgð Trumps

Trump kallar herinn heim eftir samtal við forseta Tyrklands. Fyrir liggur að Tyrkir muni hefja hernað um leið og bandaríski herinn er farinn. Þetta veit Trump. Þar af leiðandi liggur í augum uppi að hann hefur samþykkt innrás Tyrkja.


mbl.is Bandaríkin samþykktu ekki innrásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er "blaðamaður" á vefmiðlinum Stundinni. Fyrir fáeinum dögum birti þessi manneskja grein um fólkið, sem rekið var frá Eflingu, með aðferðum sem minna helst á framkomu 19. aldar kapítalista við starfsfólk, sem var uppfull af óhróðri og aðdróttunum. Greinilegt var að tilgangurinn hennar var að styðja vini sína í Sósíalistaflokknum í herferð þeirra gegn þessum starfsmönnum. Megininntak greinarinnar var að reyna að tengja fyrrum skrifstofustjóra félagsins við vafasama framgöngu fjárfestingafélagsins Gamma. Raunveruleikinn var sá að Efling hafði fjárfest í einhverjum ríkisskuldabréfasjóðum sem reknir eru af Gamma, líkt og hundruð félaga og fyrirtækja gera. Og þessar fjárfestingar voru vitanlega ekki á ábyrgð skrifstofustjórans heldur stjórnar félagsins. Og staðhæfingar Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur um að þarna hefði verið um áhættufjárfestingar að ræða, að með þeim væri verið að styðja við eitthvað meint vafasamt framferði einhverra starfmanna Gamma og þar fram eftir götunum, þetta voru auðvitað hreinar lygar. Og alveg örugglega vísvitandi lygar.

Jafnframt var Þóra Kristín Ásgeirsdóttir nógu smekkleg til að ljúga upp á þetta fólk einhverjum óhóflegum kröfugerðum varðandi starfslok þess. En eins og fram kemur í Morgunblaðsgrein skrifstofustjórans er þar ekkert sannleikskorn að finna.

Það er ömurlegt að sjá framgöngu þess óhrjálega söfnuðar sem rænt hefur völdum í Eflingu og enn dapurlegra að sjá blaðamennskuhugtakið dregið í svaðið af einstaklingi sem bersýnilega hefur enga sómakennd.


mbl.is Enginn „feitur“ starfslokasamningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngugötur draga úr verslun

Það að breyta Laugavegi í göngugötu er vitanlega alls ekki til þess fallið að styrkja verslun við götuna. Ástæðan er einföld: Þeir sem annars hefðu ekið niður götuna og lagt í námunda við þá verslun sem þeir hyggðust fara í munu fara annað, nema af brýnustu nauðsyn. Hinir sem koma gangandi, með strætisvagni, á hjóli eða leggja annars staðar og ganga þaðan, þeir koma áfram hvort eð er. Því það er nefnilega nóg pláss fyrir alla á götunni, smávegis bílaumferð fælir engan frá sem er gangandi eða hjólandi. Því hlýtur göngugötuvæðingin að leiða af sér minnkandi verslun. Aðra ályktun er útilokað að draga.

 


mbl.is Kannast ekki við að hafa ritað sig á mótmælalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband