Kjánahrollur

Verð að viðurkenna að maður er farinn að fá dálítinn kjánahroll yfir þessari leiðu, og raunar frekar dónalegu, tilhneigingu sumra íslenskra stjórnmálamanna til að vera að fetta fingur út í lífsskoðanir erlendra gesta. Ég efast um að ráðamenn í Saudi-Arabíu skammist til dæmis í breskum ráðherrum sem þeir hitta fyrir að breskum konum sé ekki bannað að fara fylgdarlausar úr húsi, og ekki verður maður þess var að íhaldssamir bandarískir stjórnmálamenn séu að skammast í íslenska forsætisráðherranum fyrir að telja sjálfsagt að drepa börn rétt fyrir fæðingu, bara svo eitthvað sé nefnt.

Og það er fleira athugavert við þetta:

1. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka ákvarðanir byggt á sínum eigin hagsmunum eða stöðu: "Vegna þess að ég er svona eða hinsegin þá átt þú ekkert með að gera þetta" var, samkvæmt fréttinni inntakið í því sem íslenski ráðherrann sagði við þann bandaríska.

2. Lýðræðishugmynd íslenska ráðherrans virðist eitthvað einkennileg í ljósi þess að honum virðist finnast það sjálfsagt að hunsa bara niðurstöðu atkvæðagreiðslu meðal íbúa Texas-ríkis ef hún er honum sjálfum ekki að skapi (eða m.ö.o. hentar ekki hagsmunum hans).

 


mbl.is Gagnrýndi Perry fyrir lög um samkynja hjónabönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband