Innri leiga

Samkvæmt fréttinni felst meginhluti sparnaðar vegna sameiningar þessara skóla í lækkun "innri leigu". Hvað er innri leiga? Jú, það er þegar ein deild eða svið greiðir annarri deild eða sviði leigu. En hver eru áhrifin á rekstrarkostnað borgarinnar? Hverfur húsnæði Kelduskóla við breytinguna? Nei, það hverfur vitanlega ekki. Sparnaðaraðgerðin virðist því fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að færa peninga úr einum vasa í annan. Kostnaður eins sviðs lækkar, en kostnaður annars sviðs hækkar um svipaða upphæð. Hver er ávinningur borgarinnar af þessari talnaleikfimi? Hann er væntanlega lítill sem enginn.

Þetta er svo sannarlega ekkert einsdæmi og það er ekki bara Reykjavíkurborg sem stendur í sparnaðaraðgerðum sem grundvallast á svona hugsunarvillum. Það sem orsakar er vöntun á heildrænni hugsun; í stað þess að horfa á hvaða áhrif aðgerðin hefur á kerfið í heild er matið unnið út frá stökum deildum eða sviðum, án neins tillits til þess hver áhrifin verða annars staðar í kerfinu. Sorglegt en satt.


mbl.is Engum sagt upp vegna sameininga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 287252

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband