27.9.2015 | 00:36
Furðuleg umræða
Ímyndar fólk sér í alvöru að vegna þess að valnefnd er skipuð körlum hljóti hún ávallt að velja karl til starfa? Þeir sem þessu halda fram hljóta þá að álíta nefndarmennina óhæfa og ofan í kaupið óheiðarlega - þeir velji af ásettu ráði ekki þann umsækjanda sem hæfastur er.
Konur ráða karlmenn til starfa. Karlmenn ráða konur til starfa. Þannig gengur það alls staðar fyrir sig. Hvað er svona sérstakt í þessu tilfelli?
![]() |
Næstu skref löggjafans skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2015 | 21:29
Óhugnanleg lýsing
Lýsing þeirra stallsystra á aðstæðum þessa fólks er svo sannarlega óhugnanleg. Hvernig ætli maður myndi sjálfur bregðast við, þyrfti maður að búa við slíkt?
![]() |
Borgarstjórn má ekki sópa þessu undir teppið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2015 | 22:43
Nokkuð langt gengið
Það er nokkuð langt gengið að saka Íslendinga um "langa sögu gyðingahaturs". Passíusálmarnir eru nú einu sinni meðal okkar mikilvægustu bókmennta. Það rýrir ekki gildi þeirra þótt þar komi fram þau viðhorf sem viðtekin voru á þeim tíma er þeir voru skrifaðir á. Bobby Fischer var veitt hæli hér af mannúðarástæðum og vegna tengsla við landið. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að sú ákvörðun hafi haft eitthvað með gyðingahatur að gera.
Ákvörðun borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael markaðist vissulega af nokkurri fljótfærni og ekki er annað að sjá en borgarfulltrúar séu meira og minna sammála um að draga hana til baka. En þegar glitta tekur í ofsann og heimskuna sem orð þessa manns, til dæmis, einkennast af, veltir maður fyrir sér hvort þeirri afturköllun muni á endanum fylgja visst óbragð í munni fulltrúanna.
![]() |
Passíusálmarnir fullir af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2015 | 20:33
Enginn munur á kostunum
Í megindráttum virðist niðurstaða skýrslunnar að nánast enginn munur sé á heildarkostnaði/ábata mismunandi staðsetninga. Í ljósi þess að ekki er um óháða úttekt að ræða, heldur skýrslu sem pöntuð er af framkvæmdaaðila hlýtur þetta eitt og sér að kalla á að málið verði endurskoðað í heild.
Auk þess verður að taka tillit til þeirra áforma sem uppi eru, og ólíklegt er að fallið verði frá, um að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni.
![]() |
Nýr spítali verði við Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2015 | 10:23
Ekki er þetta nú traustvekjandi
Lóðin er ekki dýr (núna) því hún kostaði (á sínum tíma) 58.000 á fermeter!
Þegar bent er á að bankinn geti selt lóðina á mun hærra verði er það bara staðfesting á að ákvörðun um að gera það ekki sé rétt!
Þessar furðulegu staðhæfingar eru kjarninn í málflutningi bankaráðsformannsins. Ekki er það nú traustvekjandi því þær benda til þess að hann viti ekki hvað fórnarkostnaður er.
Staðreyndin er auðvitað sú að til kostnaðar verður að telja bæði það sem útlagt er og einnig tækifæriskostnað/fórnarkostnað vegna þess sem tapast við ákvörðunina. Í þessu tilfelli verður bankinn af möguleikanum til að selja lóðina á, væntanlega, tvöföldu því verði sem hún var keypt á. Áætlað er að byggingin kosti 8 milljarða (vonandi með lóðinni á upphaflegu kaupverði). Ljóst er að fá mætti aðra lóð fyrir um milljarði minna. Heildarkostnaður, með fórnarkostnaði vegna núverandi lóðar yrði þá 9 milljarðar.
Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent á að til boða standi hús þar, sem henta myndi bankanum, sem aðeins kosti tæpar 800 milljónir. Frosti Sigurjónsson telur að með kostnaði við breytingar myndi það leggja sig á 3 milljarða. Sé þessi möguleiki raunhæfur myndi bankinn spara 6 milljarða (9-3). Það er kostnaðurinn við að halda sig við núverandi áform í stað þess að taka boði Kópavogsbúa.
Einn milljarður er talsvert fé. Sex milljarðar eru veruleg upphæð. Það má vel gera ráð fyrir að eigandi bankans, ríkið, gæti notað þessa peninga til góðra verka rynnu þeir til þess sem arður í stað þess að fara í vasa verktaka.
![]() |
Mun borga sig upp á um tíu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2015 | 13:55
Milljarði of mikið fyrir lóð
Í frétt Morgunblaðsins af þessu máli er eftirfarandi haft eftir upplýsingafulltrúa Landsbankans:
»Við vorum búnir að skoða margar lóðir en það er nú ekki svo að bankinn geti staðsett sig hvar sem er,« segir Kristján um tilboð Mannverks og bendir á að Landsbankinn vilji hér eftir sem hingað til vera í miðborginni. Hafa höfuðstöðvar hans t.a.m. verið við Austurstræti síðan fyrir aldamótin 1900. »Við skilgreinum okkur sem miðborgarfyrirtæki og sækjumst því eftir að vera þar.«
Þessi öflugu rök hljóta að slá vopnin úr höndum þeirra sem gera athugasemdir við að ríkisbankinn greiði milljarði hærra verð fyrir byggingarlóð en þörf er á:
"Það er nú ekki svo að ég geti étið hvað sem er. Ég vil hér eftir sem hingað til snæða nautalundir og hef gert það síðan fyrir aldamótin 1900. Ég skilgreini mig sem nautalundamann og sækist eftir því að snæða þær."
![]() |
Móðgun við viðskiptavini bankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2015 | 20:06
Sporvagnar eru flottir, en gamaldags
Það er auðvitað gaman og spennandi að hafa lestir og sporvagna eins og í útlöndum. En er raunhæft að fara að byggja upp slík kerfi núna, í landi þar sem tekst ekki einu sinni að láta strætó stoppa við Kringluna og Umferðarmiðstöðina?
Deilihagkerfið er í örum vexti. Það er mikil hagkvæmni fólgin í að samnýta bíla og tæknin gerir slíkt sífellt auðveldara. Sjálfkeyrandi bílar eru þegar komnir á göturnar og stefnir í að brátt verði þeir alvöru kostur. Þegar hægt verður að smella á hnapp á farsímanum og fimm mínútum síðar er kominn sjálfkeyrandi bíll sem ekur manni þangað sem maður þarf að fara á tíu mínútum, hver mun þá í alvöru hafa áhuga á að ganga í tíu mínútur á næstu stoppistöð, bíða þar í korter, sitja í strætó eða sporvagni í tuttugu mínútur, bíða svo í korter eftir næsta farartæki og hírast í því í hálftíma í viðbót? Og eiga þá eftir að ganga í aðrar tíu mínútur til að komast á áfangastað?
![]() |
Er raunhæft að leggja léttlestir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2015 | 23:09
Hversu margir hafa verið myrtir?
Við vitum ekki hversu margir þeirra sem teknir hafa verið af lífi voru í raun myrtir. Sá yngsti sem vitað er um, George Stinney, var 14 ára þegar hann var myrtur af yfirvöldum. Hann var svo lítill að morðingjarnir þurftu að setja undir hann biblíu í rafmagnsstólnum svo murka mætti lífið úr saklausu barninu.
Það er í rauninni fáránlegt að dauðarefsingar njóti þess stuðnings sem þær gera. Hverjum heilvita manni er auðvitað ljóst að útilokað er að koma í veg fyrir að saklaust fólk sé tekið af lífi. Því samþykkja stuðningsmenn dauðarefsinga morð á saklausu fólki (þeir þeirra sem ekki eru raunverulega svo skyni skroppnir að þeir haldi að réttarkerfið sé fullkomið). Um leið nugga margir þeirra sér af mikilli elju utan í Krist.
![]() |
154 ranglega dæmdir til dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2015 | 10:58
Breytir auðvitað öllu
Það breytir auðvitað öllu þegar farið verður að gefa einkunnir í bókstöfum í stað tölustafa. Og vitanlega liggur alveg í augum uppi að þessi breyting verður til að stórauka samræmi í einkunnagjöf.
Það verður í rauninni ekki lengur nein þörf á samræmdum prófum - það nægir að nota bara samskonar tákn og notuð eru í samræmdum prófum. Þá líta ósamræmdu prófin út fyrir að vera samræmd og allir verða ánægðir.
Að síðustu skora ég á ráðuneytið að upplýsa um fjölda vinnustunda og kostnað sem liggur að baki þessari stórmerku og stefnumarkandi ákvörðun.
![]() |
Einkunnir verða gefnar í bókstöfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2015 | 13:53
Rafvæðing bílaflotans
Rafvæðing bílaflotans er mjög áhugavert verkefni. Það er ekki sérstaklega flókið í framkvæmd, líkt og bent er á í fréttinni. Allt sem þarf að gera er að tryggja að nýjir rafbílar séu augljóslega og ávallt hagkvæmari en aðrir og gæta þess að hleðslustöðvar séu alls staðar aðgengilegar.
Enn mikilvægara verkefni væri svo rafvæðing skipaflotans. Algengt er orðið að skip keyri rafmótora sem drifnir eru af díselvélum. Það væri verulega áhugavert að vita hvort hagkvæmt væri að skipta díselvélunum út fyrir rafhlöður og hvort það væri yfir höfuð framkvæmanlegt.
![]() |
Örverkefni að skipta í rafbíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 288162
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar