Rafvæðing bílaflotans

Rafvæðing bílaflotans er mjög áhugavert verkefni. Það er ekki sérstaklega flókið í framkvæmd, líkt og bent er á í fréttinni. Allt sem þarf að gera er að tryggja að nýjir rafbílar séu augljóslega og ávallt hagkvæmari en aðrir og gæta þess að hleðslustöðvar séu alls staðar aðgengilegar.

Enn mikilvægara verkefni væri svo rafvæðing skipaflotans. Algengt er orðið að skip keyri rafmótora sem drifnir eru af díselvélum. Það væri verulega áhugavert að vita hvort hagkvæmt væri að skipta díselvélunum út fyrir rafhlöður og hvort það væri yfir höfuð framkvæmanlegt.


mbl.is Örverkefni að skipta í rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svo sammála. Varðandi skipaflotann er þetta heldur engin draumsýn. Þróunin er hröð þegar kemur að drægni hleðslunnar. Ef við gefum okkur að í dag dugar að ein rafmagnshleðsla móti þreföldri drægni olíutanksinsin hjá bílunum gildir það sama hjá fiskiskipinu. Ég veðja á 5 ár þar til þetta verður vel mögulegt. Ávinningurinn er ekki bara minni losun koltvísýrings heldur ekki síður miklu minni kosnaður og hagstæðari vöruskiptajöfnuður.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.6.2015 kl. 14:17

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Rafvæðing skipaflotans er fjarlægur draumur. Óframkvæmanlegt í dag, en aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Hleðslustöðvar á hafi úti er eithhvað sem ekki verður í boði næast áratugina, að ég held. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.6.2015 kl. 14:24

3 identicon

"Marg­ar stór­ar grein­ing­ar og spár geri ráð fyr­ir að þeir verði orðnir sam­keppn­is­hæf­ir við bens­ín­bíla án stór­tækra íviln­ana eft­ir árið 2020" Og þá er aðeins verið að miða við niðurgreiðslur og niðurfellingar skatta og gjalda.

Um fyrirsjáanlega framtíð er rafbíllinn fjárhagslega óhagkvæmur fyrir þjóðarbúið. Meiri gjaldeyrir fer úr landi og tekjur ríkisins lækka. Kolefnislosunin er það eina sem gerir hann aðlaðandi. Og þá er bara spurningin hvað við viljum borga fyrir að lækka kolefnislosun og hvar eigum við að draga úr þjónustu ríkisins.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 14:59

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ívilnanirnar eru nauðsynlegar núna. En það eru ekki nema fimm ár í 2020 sem er vel innan marka hinnar fyrirsjáanlegu framtíðar. Það er ekki langt síðan rafbílar rétt slefuðu 50-60 kílómetra á hleðlunni. Nú fara þeir langdrægustu 500 km. Þróunin er hröð í þessu og öflugir aðilar hafa veðjað á það. Þá getur margt gerst á skömmum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.6.2015 kl. 15:42

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

" Meiri gjaldeyrir fer úr landi og tekjur ríkisins lækka".  Hvernig í ósköpunum færðu það út?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.6.2015 kl. 15:51

6 identicon

Jón nokkur fyrrverandi borgarstjóri var fljótur að gefast upp á þessari nýju tækni sem er alltaf rétt handan við hornið

en það voru líka fundir upp í Breiðholti á þessum tíma og ekki mátti kveikja á miðstöðinni og útvarpinu

því þá hefði hleðslan ekki dugað til baka

Grímur (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 15:53

7 identicon

Það er ekki reiknað með að ívilnanir hverfi 2020, bara að þær verði ekki eins stórtækar. En í dag er ríkið að gefa eftir hundruð þúsunda af hverjum bíl við innflutning og tugi þúsunda á hverju ári.

Öflugir aðilar veðja á margt. En þá er mikilvægt að horfa til þess hvers vegna en ekki einblína á hvað. Ökutækjaframleiðendur hafa margir hverjir unnið mikið að þróun bíla sem ekki nota kolefnaeldsneyti. Oft er það vegna þess að þeir eiga það sem þeir finna upp og þróa en ríkið borgar megnið af kostnaðinum. Það er ekki trú á framtíð orkugjafans sem knýr veðmálið heldur ríkisstyrkir.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 16:13

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hárrétt. Það eru enn miklir styrkir í gangi og enn ýmsar tæknilegar hindranir í veginum. Og margt er ríkið að niðurgreiða, umhverfisvænt og ekki. En það hefur náðst mikill árangur í þróuninni á undanförnum árum og það er margt sem bendir til að hún verði enn hraðari á næstu árum. En auðvitað er aldrei neitt öruggt í þessum heimi.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.6.2015 kl. 21:31

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að stór hluti tekna ríkisins eru af bílaflota landsmanna, skattar og gjöld við innflutning, skattar og gjöld af eldsneyti og svo framvegis. Alveg burtséð frá því hvort rafbílar séu orðnir nægjanlega þróaðir til að taka við af bílaflotanum, er ljóst að tekjutap ríkisins gæti orðið verulegt. Því er spurning hversu lengi hægt er að vera með ívilnanir á innflutningsgjöldum og hvernig ríkið ætlar að ná tekjum sem nú koma af eldsneytissölu.

Í Noregi, þar sem rafbílavæðingin er komin hvað lengst og er nú nálægt 20% af bílaflota þeirra, samkvæmt þeirra tölum, er þetta vandamál virkilega farið að bíta. Ívilnanir hafa verið minnkaðar og eru að hverfa. Enn hefur ekki verið fundin lausn á því hvernig ná skal tekjum í stað þeirra sem hverfa við minni eldsneytissölu. Staðan þar nú er að svo mikil hækkun er orðin á rafbílum að salan hefur dregist mikið saman.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að í landinu eru nú þegar til staðar yfir 200.000 fólksbílar. Ef við endurnýjum þann flota á örfáum árum, hvað skal þá gera við þá bíla sem fyrir eru?

Og loks er rétt að benda á að mikil þróun hefur verið í sparnaði og minnkun mengunar frá bílum með sprengihreyfli. Jafnvel svo að daglegur rekstrarkostnaður er farinn að nálgast rekstrarkostnað rafbíla, jafnvel þó eldsneytið sé skattlagt í botn. Þegar verð er tekið í dæmið, jafnvel með þeirri skekkju í aðflutningsgjöldum sem hér eru, verður það hagstæðara hefðbundna bílum, svo mikið að vart er réttlætanlegt að kaupa rafbíl.

Vissulega munu rafbílar verða framtíðin, en enn er sú framtíð ekki runnin upp. Mörg vandamál þarf að leysa og framleiðslukostnaður þeirra að lækka verulega, svo þeir verði samkeppnishæfir. Hins vegar eru svokallaðir tvinnbílar misheppnað hliðarspor. Tilvera þeirra tefur einungis þróun og framvindu rafbíla.

Það er rétt sem Þorsteinn bendir á hér fyrir ofan, þróun rafbíla er ör. Drægni úr 50-60 km á hleðslu upp í 500 km á hleðslu er vissulega til, þó þar sé ekki um sambærilega bíla að ræða. Raunveruleg drægni hefur aukist úr 50-60 km á hleðslu í um 100 km á hleðslu. Þetta er vissulega góð þróun og hefur orðið á fáum árum. En mikið vantar enn uppá. Kannski yrði þessi þróun enn örari og betri ef bílaframleiðendur tækju á sig rögg og hættu framleiðslu tvinnbíla og leggðu alla áherslu á hreina rafbíla. Þá gæti verið að við gætum velt fyrir okkur skiptingu bílaflotans fyrr en ella.

En kannski er fyrsta skrefið að stjórnvöld velti fyrir sér með hvaða hætti tekjur ríkissjóðs skuli bættar. Ef við gefum okkur að innan fárra ára verði framleiðslukostnaður kominn á sama level og hefðbundinna bíla, enda hlýtur það að vera meginforsenda fyrir slíkum skiptum, er ljóst að ívilnanir í innflutningsgjöldum ættu ekki að vera nauðsynlegar, nema kannski um skamma hríð, meðan stæðsti kúfurinn er tekinn. Tekjur af eldsneytissölu eru annað mál. Jafnvel þó ríkissjóður hagnist eitthvað á gjaldeyrissparnaði, vegna minni innflutnings eldsneytis, þá er ljóst að tekjuöflun af sölu eldsneytis er mun víðtækari. Þetta þurfa stjórnvöld að skoða og koma fram með tillögur. Það er vissulega tímabært að hefja þá vinnu, hvort sem rafbílavæðing hefst á fullu innan fimm ára eða ekki fyrr en eftir tíu ár.

Rafbílavæðingin mun verða, bara spurning hvenær.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2015 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband