Milljarði of mikið fyrir lóð

Í frétt Morgunblaðsins af þessu máli er eftirfarandi haft eftir upplýsingafulltrúa Landsbankans:

»Við vorum búnir að skoða margar lóðir en það er nú ekki svo að bankinn geti staðsett sig hvar sem er,« segir Kristján um tilboð Mannverks og bendir á að Landsbankinn vilji hér eftir sem hingað til vera í miðborginni. Hafa höfuðstöðvar hans t.a.m. verið við Austurstræti síðan fyrir aldamótin 1900. »Við skilgreinum okkur sem miðborgarfyrirtæki og sækjumst því eftir að vera þar.«

Þessi öflugu rök hljóta að slá vopnin úr höndum þeirra sem gera athugasemdir við að ríkisbankinn greiði milljarði hærra verð fyrir byggingarlóð en þörf er á:

"Það er nú ekki svo að ég geti étið hvað sem er. Ég vil hér eftir sem hingað til snæða nautalundir og hef gert það síðan fyrir aldamótin 1900. Ég skilgreini mig sem nautalundamann og sækist eftir því að snæða þær."


mbl.is Móðgun við viðskiptavini bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

their verda ad byggja flott undir tha skipulogdu glaepastarfsemi sem bankastarfsemin er.

magnus steinar (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 16:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það eru einhver rök að bankinn hafið verið við Austurstræti síðan sautján og súrkál, þá eru það rök fyrir því að hann verði þar áfram.

Var það ekki annars gamli bankinn sem taldi sig þurfa að byggja þarna? Hann er nefninlega farinn á hausinn. Þetta er ekki sami bankinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2015 kl. 17:05

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Góður punktur, Guðmundur.

Magnús: Ég birti athugasemdina en tek ekki undir hana.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2015 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 287330

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband