Athygliverð rökvilla

Staðhæft er að verði bjór til sölu í almennum verslunum muni innlendir framleiðendur fara hallloka vegna þess að þeir geti ekki auglýst vöru sína í erlendum miðlum.

Fyrir liggur að sala á innlendum bjór hefur stóraukist á undanförnum árum þrátt fyrir að framleiðendurnir hafi ekki getað auglýst vöru sína og búi jafnframt við stífar innkaupareglur ÁTVR.

Hvernig í ósköpunum ættu þeir þá að skaðast vegna auglýsingabanns verði sala bjórs leyfð í almennum verslunum?

 


mbl.is Veikir innlenda bjórframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lykilatriðið er rafrænt markaðstorg

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að koma upp rafrænu markaðstorgi fyrir opinber innkaup. Í slíku kerfi yrðu stofnanir skyldaðar til að gera innkaup í gegnum rafrænt marðakstorg. Þá væri hægt að fylgjast með hvort keypt er það sem hagstæðast er hverju sinni.

Mér var eitt sinn sagt, af aðila sem þekkti vel til þessara verkefna að ástæðan fyrir því að ekki gengi að innleiða þetta væri tvíþætt. Annars vegar væru innkaupastjórar stofnana mjög andvígir því, enda hefðu þeir ýmiss konar óbeinan hag af að versla við "vinveitta" aðila. Hins vegar vantaði fjármálaráðherra með nægilegt bein í nefinu til að skipa einfaldlega stofnunum að hlýða. En kannski er hann nú kominn. Vonum það.


mbl.is Ríkið opinberi alla samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg tilvalið!

Væri svo ekki um að gera að byggja jarðvarmavirkjun á Geysissvæðinu í stað þess að láta hverina spýja orkunni upp í loftið engum til gagns? Það verður að nýta auðlindina!


mbl.is Skýrsla um virkjun í nágrenni Geysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúrulegt

Það er erfitt að ímynda sér lágkúrulegra framferði gagnvart landflótta fólki sem leitar sér hjálpar, en að ræna þeim eigum sem því hefur þó tekist að bjarga undan ofbeldismönnunum sem ógna lífi þess.

Skömm þeirra verður lengi uppi sem að þessu stóðu.


mbl.is Fordæmir danska frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgjöld ríkisins hærri hér en í OECD

Samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins frá 2014 var kostnaður við heilbrigðiskerfið hér 9% af landsframleiðslu árið 2012, en 9,2% í OECD að meðaltali.

Ríkið bar hins vegar stærri hluta kostnaðarins hér, eða 80% á móti 72% í OECD.

Útgjöld ríkisins til heilbrigðisþjónustu voru því hærri hér en í OECD að meðaltali, 7,2% af landsframleiðslunni, en í OECD að meðaltali voru þau 6,6% af landsframleiðslu. 

Það er hins vegar spurning hvort meira þurfi til heilbrigðismála vegna þess hversu dreifð byggðin er hér. Verði ákveðið að setja aukið skattfé í heilbrigðismál þarf um leið að ákveða hvernig fjármagna á þá aukningu. Á að gera það með niðurskurði á öðrum sviðum eða með skattahækkunum?

Önnur leið er svo vitanlega að leyfa þessum hlutföllum að þróast í þá átt sem gerist í öðrum OECD ríkjum.


mbl.is Reiknar með ásökunum um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslausar þrengingar

Annað ágætt dæmi um afrek þessa fólks eru járnstautarnir sem reknir voru niður við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar fyrir ekki svo löngu síðan. Í stað þess að þeir sem koma norður Hofsvallagötu geti nú sveigt yfir á hægri akrein til að beygja austur Hringbraut er nú yfirleitt samfelld bílaröð frá Melabúðinni og að gatnamótunum á  álagstímum, með tilheyrandi töfum og mengun. Opinbera afsökunin mun vera sú að handan járnstautanna sé hálfköruð hjólabraut. Aldrei hef ég séð neinn hjóla þar og á þó leið þarna um á hverjum degi. Það breytir heldur engu fyrir hjólreiðamenn hvort þeir þurfi að fara upp á gangstéttina tíu metrum fyrr en ella, því á Hringbrautinni er auðvitað engin hjólabraut.

Það er ekki gott þegar einstaklingar haldnir ofsafenginni andúð á bifreiðum fá það hlutverk að skipuleggja samgöngur í borginni. Það á ekki að velja fólk til slíkra starfa sem er ófært um annað en reyna í sífellu að troða eigin skoðunum eða lífsstíl upp á samborgara sína. Þess háttar einstaklingar hafa ekki þroska til að fara með pólitíska ábyrgð.


mbl.is „Ofbeldi“ gegn bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín ekki."

"Gestur var ég en þér hýstuð mig ekki."

 

Hættulega veikum börnum synjað um læknisþjónustu og send til lands þar sem vitað er að þau muni deyja langt fyrir aldur fram.

Ofsóttur fjölskyldufaðir hrakinn í greipar þeirra sem ætla sér að myrða hann.

Og leiguflugið pantað um miðja nótt, í skjóli myrkurs.

Hvað er hægt að segja um fólk sem gerir slíkt?

Það hlýtur nú að vera forgangsverkefni þings og ráðherra að hreinsa út úr Útlendingastofnun og ráða þangað fólk með sem hefur lágmarks siðferðiskennd, en skýlir sér ekki bak við mannfjandsamlegar reglur þegar lítið barn þarfnast miskunnar þess.

Það er verðugt verkefni og viðeigandi nú, á aðventunni.


mbl.is Gleymir mannúð og mildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö lykilatriði

Meginmarkmið glæpamannanna sem nú hóta og fremja hryðjuverk í Evrópu er að reka fleyg milli múslima sem þar búa og annarra íbúa. Þessu þarf að vinna gegn markvisst og af alvöru:

1. Við þurfum að einbeita okkur að því að taka vel á móti þeim múslimum sem hingað koma, ekki síst flóttafólkinu sem von er á frá Sýrlandi. Við eigum að leita eftir sem nánustum samskiptum við múslima sem hér búa, bjóða þeim heim og hjálpa þeim að kynnast landi og þjóð sem best.

2. Þeir múslimar sem hér búa þurfa að gefa skýrt til kynna andstöðu sína við hryðjuverkamennina sem misnota trú þeirra og uppruna, jafnframt því að leita sjálfir eftir sem nánustum samskiptum við aðra landsmenn.

Staðreyndin er nefnilega sú, og það veit ég af góðum kynnum við fjölda fólks sem aðhyllist Íslam, að múslimar eru besta fólk og illmennin sem fara nú fram í nafni Íslam eru ekki fulltrúar þeirra. Ekkert frekar en Ku Klux Klan og önnur slík glæpasamtök eru fulltrúar kristins fólks.

 


mbl.is Ráðist gegn Menningarsetri múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg umræða

Fólk leggur í alls kyns útgjöld sem tengjast kyni þess, aldri, búsetu, áhugamálum eða öðrum aðstæðum. Konur þurfa að kaupa dömubindi. Karlmenn þurfa að raka sig. Sumir þurfa að taka inn vítamín, aðrir ekki. Sumir búa á snjóþungum svæðum og þurfa að eiga jeppa en aðrir búa í miðbæ Reykjavíkur og geta látið reiðhjólið nægja.

Hvers vegna í ósköpunum ætti þá að taka eina vöru út fyrir sviga og fella niður virðisaukaskatt af henni, en ekki af öðrum? 

Til þess standa auðvitað engin rök. Því vekur það furðu að stjórnmálamenn og fjölmiðlar skuli sóa tíma sínum í slíka umræðu.

 


mbl.is Legið skattlagt um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 aðilar - 100% lækkun!

Í fyrsta lagi er athyglivert að sjá eintöluorðið húsnæði nú hafa stökkbreyst í fleirtöluorð. Man ekki til þess að hafa séð jafn slæma málvillu á síðum Moggans.

Samkvæmt ráðherra húsnæðamála (sic) mun 1% kostnaðarlækkun hvers þeirra 10-15 aðila sem koma að byggingu íbúða leiða til 10-15% lækkunar á byggingarkostnaði.

Legg ég því til að lögbundið verði að í það minnsta 100 aðilar komi framvegis að byggingu húsa. Lækkar þá kostnaðurinn um 100% og verður húsnæði á Íslandi eftirleiðis ókeypis.

 


mbl.is Hagkvæmar lausnir í húsnæðismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 288162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband