25.10.2016 | 23:22
Alvöru stærðfræði já?
Þarf að segja meira?
![]() |
Segir hagfræðingum að stunda alvöru stærðfræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2016 | 22:26
Dæmigerð íslensk flokkapólitík?
Það er augljóst að þeir sem standa að þessum "mælingum" hafa fyrst og fremst það markmið að púkka upp á gömlu vinstriflokkana. Athafnir skipta engu máli, aðeins loforð í aðdraganda kosninga. Engin tilraun er gerð til að hafa áhrif á stefnu flokkanna, heldur hlaupið af stað rétt fyrir kosningar til að reyna að stimpla ríkisstjórnarflokkana vonda og hina góða.
Hér er greinilega dæmigerð íslensk flokkapólitík á ferð.
![]() |
Ekki að skoða gamla flokkapólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2016 | 17:56
Vísbending um öflugt efnahagslíf
Þegar tekjur hinna tekjuhæstu dragast saman líkt og gerðist við bankahrunið, er skýringin yfirleitt sú að afrakstur fjárfestinga er að minnka. Eðli málsins samkvæmt fara háar tekjur og fjárfestingargeta saman og þar af leiðandi fellur megnið af fjármagnstekjum þeim tekjuhæstu í skaut. Tekjuháir töpuðu margir mjög miklum eignum í bankahruninu og af þeim sökum drógust fjármagnstekjur þeirra saman en þær eru hluti ráðstöfunarteknanna. Þar með minnkaði auðvitað hlutdeild þeirra í tekjum allra. Þegar efnahagurinn tók að braggast að nýju snerist þetta vitanlega við.
Það má því setja stórt spurningarmerki við þá staðhæfingu skýrsluhöfunda að þessi þróun sé áhyggjuefni. Líklegra er að hún sé einfaldlega eitt merki þess að efnahagur landsins hefur rétt hratt úr kútnum eftir bankahrunið. Það er öllum til góðs. Bæði þeim tekjuhærri og þeim tekjulægri. Kaupmáttaraukning allra hópa sýnir það skýrt.
![]() |
Vísbendingar um aukinn ójöfnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2016 | 18:44
Fyrir hvern er Neytendastofa?
Neytendastofa þjónar með þessu bersýnilega ekki hagsmunum neytenda, sem geta nú ekki lengur nýtt sér tilboð Grillbúðarinnar en þurfa þess í stað að greiða hærra verð.
Það er vægast sagt fjarstæðukennt að halda því fram að vara geti ekki verið á tilboði lengur en í sex vikur. Hvaðan kemur sú viðmiðun eiginlega? Hvers vegna ekki fimm vikur, sjö vikur, nú eða bara ein vika?
Reyndin er auðvitað sú að vörur geta verið á tilboði af ýmsum ástæðum. Varan gæti til dæmis selst illa og þess vegna verið boðin á lækkuðu verði þar til birgðirnar eru búnar. Ef þær eru ekki búnar fyrr en eftir hálft ár er það auðvitað bara þannig.
Það er auðvitað fráleitt að halda uppi ríkisstofnun sem hegðar sér á þennan hátt. Á síðasta ári var 170 milljónum af fé skattborgara sóað til reksturs þessarar stofnunar. Þetta fé væri betur komið í vösum almennings.
![]() |
Neytendastofa sektar Grillbúðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2016 | 15:06
Forgangsverkefni
Það er auðvitað algert forgangsverkefni að koma í veg fyrir að fólk efnist. Réttast væri að koma upp skyndiárásahópi á vegum þings og skattayfirvalda sem geri áhlaup á þá sem einhver öfundast út í og hirði fjármuni þeirra.
![]() |
Vilja háa skatta á kaupauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2016 | 02:47
Hverjir greiða þá fyrir ritföng og pappír
Ef foreldrar eiga ekki að greiða fyrir ritföng og pappír fyrir börn sín, hverjir skyldu þá eiga að greiða fyrir þennan varning? Tæpast mun lagabreytingin verða til þess að blýantar og stílabækur falli af himnum ofan fyrir frítt, eða hvað?
![]() |
Foreldrar greiði ekki fyrir ritföng og pappír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2016 | 16:26
Ekki auðlindagjald heldur einkaréttargjald
Það er alveg rétt hjá ráðherra að fyrirtæki sem nýta auðlindir ættu öll að sitja við sama borð. Sjávarútvegurinn meðtalinn.
Áður en kvótakerfi var komið á greiddi útgerðin ekkert sérstakt gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum og engum datt í hug að krefja hana um það.
En hvers vegna er það talið sjálfsagt nú? Hvað breyttist?
Það sem breyttist var að ríkið úthlutaði einkarétti til að nýta fiskimiðin til tiltekinna útgerðarfélaga. Það er stór munur á að nýta auðlind í krafti almenns réttar og í krafti einkaréttar.
Krafan um að útgerðarfélög greiði gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum grundvallast ekki á því að þar sé um að ræða greiðslu fyrir afnot af auðlind almennt séð, heldur að þau skuli greiða fyrir einkarétt sem þau hafa fengið til að nýta þessa auðlind.
Ferðaþjónustufyrirtæki greiða ekkert fyrir að fara með fólk til Þingvalla. En ef réttinum til þeirra ferða yrði úthlutað til tiltekinna fyrirtækja og ekki annarra, kæmi eðlilega upp krafa um að greitt væri fyrir þann rétt.
Hvalaskoðunarbátar greiða ekkert fyrir að sýna fólki hvali, en ef ríkið úthlutaði réttinum til sumra hvalaskoðunarbáta og ekki annarra, kæmi að sjálfsögðu upp krafa um að greitt yrði fyrir þann rétt.
Aðgerðir borgaryfirvalda til að takmarka fjölda veitingastaða í miðbænum munu með tíð og tíma skapa þeim sem fyrir eru arð í krafti einkaréttar. Þróunin er sambærileg við það sem átti sér stað eftir að kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á. Sjálfsagt er að farið verði að huga að því að þeir greiði fyrir þann einkarétt. En engum dytti í hug að rukka fyrir aðgang að vegfarendum á Laugaveginum hefðu allir á markaðnum jafnan aðgang.
Sama á við um önnur einkaréttindi, hvort sem þau snúa að flugi, flutningum, fjarskiptum eða öðru slíku: Fyrir einkaréttindi og einokunarréttindi teljum við sjálfsagt að sé greitt, þótt enginn geri kröfu um sérstaka greiðslu fyrir að nýta auðlind sem öllum er frjálst að nýta.
Það er því ónákvæmni af þingmanninum að spyrja um arð af auðlind. Auðlindir skila ekkert endilega neinum arði. Sjávarútvegurinn gerði það til dæmis ekki á árum áður. Einkaréttur til að nýta auðlind getur hins vegar skilað arði og í tilfelli sjávarútvegsins gerir hann það. Fólk getur svo greint á um hvort full greiðsla kemur fyrir þennan einkarétt og hvernig réttast er að ákvarða hana.
![]() |
Veiðigjöld ekki sanngjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2016 | 20:34
Sjónarsviptir
Það verður missir að Ögmundi Jónassyni úr stjórnmálunum. Eins og glöggt kom fram á síðasta kjörtímabili er Ögmundur einn þeirra manna sem láta réttlætiskennd og skoðanafestu ráða fremur en flokkshollustu. Slíkir stjórnmálamenn eru allt of fáir.
![]() |
Ögmundur hyggst kveðja þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2016 | 21:17
Smekklaus og kjánalegur samanburður
Hinn virti og vinsæli forseti Finna, Urho Kekkonen, sat í embætti í 26 ár, og hefði setið lengur hefði hann ekki þurft að láta af embætti vegna veikinda. Engum datt þó í hug sú smekkleysa að líkja honum við grimma einræðisherra í þróunarlöndum.
Það er undarlegur fréttaflutningur að stilla forseta Íslands, sem situr í nær valdalausu forsetaembætti og hefur verið kjörinn fimm sinnum í lýðræðislegum kosningum, upp með einræðisherrum í Afríku.
Veit blaðamaðurinn ekki að einræðisherrar ríkja einir yfir þegnum sínum og halda völdum í krafti hervalds, ekki í krafti vestræns lýðræðis?
![]() |
Ólafur í hópi með einræðisherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2016 | 00:16
Stórmerkileg frétt!
Þetta er auðvitað stórmerkileg frétt. Í raun furðulegt að ekki skuli öllum innheimtumálum gerð svo góð skil í íslenskum fjölmiðlum.
![]() |
Greiði skuld vegna fermingarveislu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 288160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar