Langvinn hungurtíð Jóns Gnarr

Jón Gnarr sér nú fram á langa hungurtíð í landi allsnægtanna enda getur hann, sem Íslendingur, ekki farið að leggja sér til munns hið gómsæta, stökka og safaríka kálmeti, bragðmiklu tómata og annað góðgæti úr jurtaríkinu sem Ameríkanar eiga að venjast, ólíkt okkur, né njóta þess úrvals af almennilegu keti af margvíslegum skepnum sem þar er að fá.

Matvælastofnun er söm við sig og vill banna fólki að snæða carpaccio og beuf tartare. Það kemur auðvitað ekki á óvart.


mbl.is Jón Gnarr fær ekki íslenskt kjöt í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður veggurinn?

Niðurlag athygliverðrar hugleiðingar úr smiðju Spectator - hvernig verður veggurinn hans Trumpsa:

"But if he did build it, what sort of wall would the Wall be? As I say, the Lout is an aesthetic retard who possesses a baleful taste for gold, marble and mirthless kitsch. Can these materials be applied to a wall? In dilute form can they demonstrate the fulfilled aspiration they represent: you know the sort of thing — a plastic putto every five miles, a fibreglass caryatid here and there, Atlantes. Abundant crenellation. Loads of abundance. And to top it all extruded plastic selfies of the Lout as Roman soldier, berserker, GI, tommy, astronaut. His taste is akin to that of professional footballers, gangsters and, most tellingly, central Asian tyrants and African dictators. This is worrying. America may soon discover that the tastes he shares with such gentlemen extend beyond matters of mere décor."

Greinin öll


Hræðilegur maður

Það hlýtur að vera vafasamur maður sem gefur börnum Nýja Testamentið. Kannski jafnvel prestur!


mbl.is Býður börnum Nýja testamentið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batakveðjur

Gunnar Hrafn á heiður skilið fyrir að stíga fram og greina í einlægni frá veikindum sínum. Ég vona svo sannarlega að hann nái sér vel og hlakka til að sjá til hans á þinginu sem fyrst aftur.

En það er svo sannarlega ömurlegt að til skuli vera einstaklingar sem hafa geð í sér til að hvetja veikan mann til að fyrirfara sér. Hvílíkur mannlegur sori!


mbl.is Hvattur til að fyrirfara sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump Grill

Við fjölskyldan fengum okkur hádegisverð á Trump Grill í New York í sumar. Þar fengum við einhverjar bestu steikur sem við höfum smakkað. Þjónustan var fín og rauðvínið einnig, ræktað á búgarði Trumpsa kallsins sjálfs.

Trump staðirnir munu notast við hinar frægu Trump Steaks, sem framleiðandinn auglýsti eitt sinn eftirminnilega með frasanum "Trump steaks, just raised the stakes!"

-----

Það kemur ekki á óvart að Trump bregðist ókvæða við þegar veitingastaðurinn hans fær slæma gagnrýni. Ólíkt mörgum stjórnmálamönnum er hann mikill tilfinningamaður og hitnar auðveldlega í hamsi. Það hefur oft komið honum í koll, en er kannski líka ein meginástæðan fyrir því fylgi sem hann hlaut. Fólki þótti Trump mannlegur, en Hillary köld og fráhrindandi.

Margir hafa hins vegar áhyggjur af að þetta skapferli kunni að valda Trump vanda í embætti forseta. Leigubílstjóri í Washington DC sagði mér um daginn að hann hefði mestar áhyggjur af að kónar á borð við Pútín myndu eiga auðvelt með að hagnýta sér sakleysi og reynsluleysi Trumps í stjórnmálum og plata hann út í alls kyns vitleysu. Hann sagði þetta viðtekið viðhorf meðal fólks í höfuðborginni.


mbl.is Metfjöldi áskrifta eftir árás Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtastefna byggð á vanþekkingu

Vaxtastefna Seðlabankans miðast við hagstjórn í lokuðu hagkerfi. Í opnu hagkerfi þar sem háir vextir hvetja til vaxtamunaviðskipta á slík stefna ekki við. Þetta var meginástæða þess að íslenska krónan ofreis og hrundi svo árið 2008. Þess er eflaust skammt að bíða að þetta gerist aftur.

Vandinn er, að þeir sem stýra Seðlabankanum skilja hvorki forsendur þeirra kenninga sem þeir vinna eftir né hvernig hagkerfið virkar.


mbl.is Svigrúm til frekari vaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanafrelsið verður að verja

Ég lýsi því hér með yfir að mér þykir sýn Jóns Vals á Samtökin 78 einhæf, þröng og skekkt og að hann er ekki fræðimaður heldur hagsmunaaðil.

Hvet ég nú Jón Val til að kæra mig án tafar til lögreglu fyrir þessi ummæli.

Jafnframt legg ég til að bloggarar taki nú til við að viðhafa slík svigurmæli hver um annan í miklum mæli og skapa þannig lögreglunni næga atvinnu fram á næsta áratug.

------------------

Að lokum legg ég til (og þar er mér alvara) að stofnaður verði sem fyrst söfnunarreikningur til að standa straum af þeim kostnaði sem Jón Valur kann að verða fyrir vegna þessa fráleita máls. Skoðanafrelsi fólks verður að verja.


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða fólk?

Jóhanna staðhæfir að fólk kalli eftir vinstri stjórn undir forystu VG. Hvaða fólk ætli það sé? Tæpast eru það kjósendur, þá væri VG auðvitað með hreinan meirihluta.

En kjósendur eru auðvitað ekki fólkið sem skiptir máli í huga Jóhönnu, heldur aðeins hún og vinir hennar.


mbl.is „Æ, æ, Óttarr Proppé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur

Það er tvískinnungur að styðja uppljóstranir um spillingu þegar hún beinist að pólitískum andstæðingum manns en vera andvígur þeim þegar þær beinast að þeim sem maður styður pólitískt.

Auk þess er það dónaskapur að segja fólki að skammast sín fyrir að vera ekki sammála manni sjálfum.


mbl.is Sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu tjaldað til

Nám til stúdentsprófs var lengstum tveimur árum lengra hér en í nágrannalöndunum. Nú er það einu ári lengra (þótt illu heilli hafi það ár verið tekið af því skólastigi sem síst mátti við því). Því er ekkert athugavert við að sumir séu þeirrar skoðunar að stytta megi námstímann frekar, hvort sem stjórnmálaflokkurinn sem þeir tilheyra hefur endilega þá stefnu eða ekki.

En fyrir kosningar er auðvitað öllu tjaldað til.


mbl.is Óska svara vegna ummæla ritara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 288160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband